Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 130
JON KARL HELGASON
Það er fyrst með skrifum sínum sem Bubba auðnast að tjá þær þver-
stæðu kenndir sem hann upplifir í senn sem heilbrigðar og syndugar.
Samböndum hans við Bíbí og Onnu er stillt upp sem andstæðum en
niðurstaðan er sú að hvorugt þeirra á ffamtíð fyrir sér. Þriðja ástarsam-
bandið í sögunni, og það lífvænlegasta, er samband sögumannsins við
lesendur sína en þá ávarpar hann hvað eftir annað með karlkynsorðum á
borð við „vinir mínir“, „mínir kæru“ og jafiivel „mínir elskanlegu“, ekki
síst í upphafskaflanum (bls. 10, 12, 13, 15) sem, eins og áður sagði, ber
hið tvíræða heiti „Forleikur“. Þessi ávörp minna á að sjálfgetna skáld-
sagan, eins og aðrar bókmenntir, er í rauninni afkvæmi tveggja einstak-
linga, höfundar og lesanda, óháð kyni þeirra og kynhneigð.
Hér að ffaman hafa hugtöki n frásagnarspegill og sjálfsgetin skálásaga verið
reifuð og lögð til grundvallar greiningu á skáldsögunni Eftir örstuttan
leik eftir Elías Mar. Þessi hugtök hafa það ffam yfir hugtök á borð við
sjálfsaga, sögusagnir og sjálflýsandi bókmenntir að vera tiltölulega affnörk-
uð og skýrt skilgreind. Það er ekki þar með sagt að hin hugtökin eigi
ekki rétt á sér. Þau lýsa almennt þeirri tilhneigingu skáldskapar að gera
skáldskap að viðfangsefni sínu eða varpa ljósi á sjálfan sig. Af þeim
þremur er sjálfsaga það eina sem hefur unnið sér vissan sess í íslenskri bók-
menntaumræðu og er að mörgu leyti heppilegt safnheiti yfir þau ólíku
hugtök sem mótast hafa í umræðum um þetta efni erlendis. Þess má þó
geta að næstum samhljóða hugtak, sjálfssaga, hefur verið notað um sjálfs-
ævisöguleg skrif. Arið 1981 skrifaði Sigfús Daðason grein um Þórberg
Þórðarson og ræddi þar um „sjálfssöguþættina“ í ritum skáldsins. Segir
Sigfús að vissar bækur Þórbergs hafi „á sér form sjálfssögu11.43 I hans
huga virðist hugtakið eiga við algjörlega sjálfhverfa ævisögu: „Að vísu er
það svo að sjálfssaga sem ekki er annað en sjálfssaga er fremur skáldlegt
tmdantekningar-fyrirbæri en nokkuð annað. Ekki einu sinni jámingar
Rousseaus eru lausar við umhverfið. Og sjálfhverfar ævisögur [...] eru
nær ólæsilegar.‘<44 Tæpum aldarfjórðungi síðar endurvakti Sigu’rður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur hugtakið í titli bókar sinnar Sjálfssögur. Minni,
43 Sigfíis Daðason, „Þórbergur Þórðarson", Andvari 106 (nýr flokkur 23, 1981): 3—42,
bls. 3.
44 Sama rit, bls. 24.
128