Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 133
Magnús Fjalldal
Aðföng og efnistök í Englandsþætti
Gerplu
1. Inngangur
í Gerplu sækir Halldór Laxness sér söguefni til íslenskra fornbókmennta;
þ. e. Fóstbræðra sögu og þess hluta Heimskringlu sem þallar um Olaf helga
Haraldsson Noregskonung, en einnig til enskra heimilda eins og síðar
verður rakið. I sögunni fylgjumst við með þeim fóstbræðrum Þorgeiri
Hávarssyni og Þormóði Bessasyni og örlögum þeirra. Þorgeir helgar líf
sitt hetjudáðum í anda fornra kappa, en Þormóður skáldskap og ástum.
Fyrri hluti skáldsögunnar lýsir ævintýrum þeirra félaga á Islandi, en svo
skilur leiðir. Þorgeir heldur utan í leit að frægð og ffama og kóngum sem
kunna að meta hetjur og hreystiverk, en Þormóður situr um kyrrt og
sveiflast á milli ástkvenna sinna tveggja. I skemmstu máli má segja að
sagan sé harmsaga þeirra félaga; Þorgeir finnur hvergi hetjuljómann og
herkonungana göfugu sem hann leitar svo ákaft að og er að lokum háls-
höggvinn sofandi af flækingi og viðrini, og Þormóður verður á endanum
að viðurkenna að Ólafur helgi, sem hann taldi tignastan allra konunga
og ætlaði að flytja hetjubrag því til staðfestingar, er ekki kvæðisins verður
þar sem hann skelfur af hræðslu kvöldið fyrir orrustuna á Stiklastöðum.
I Gerplu má því segja að háð og harmur togist stöðugt á í lýsingu Hall-
dórs á lífshlaupi þeirra fóstbræðra. A það hefur oft verið bent að í Gerplu
beinist athygli höfundar fýrst og fremst að hetjuhugsjónum, eins og
þeim sem Þorgeir Hávarsson elur með sér.1 Eins og þær birtast í sögunni
Sjá t.d. Hannes Pétursson, „Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu og Gerplu”, Tíma-
rit Máls og menningar, 1957, bls. 49-50; Þorvald Kristinsson, „Gerpluþankar - lítil
athugun á firásagnaraðferð og byggingu verksins”, Mímir, 1974, bls. 42-43 og Vé-
stein Olason, „Halldór Laxness og íslensk hetjudýrkun”, Tímarit Máls ogmenningar,
1992, bls. 38-39.
í