Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 137
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
Alfegus (Ælfheah) erkibiskup. Fyrir hann er krafist lausnargjalds, en erki-
biskup þvertekur fyrir að það sé greitt og grýta þá víkingar hann í hel
með „nautgripahnútum stórum“ (bls. 195). Hér fylgir Halldór að mestu
leyti frásögn Enska annálsins af morði guðsmannsins.10 Vitað er að Þor-
kell hávi bað Alfegusi griða en hðsmenn hans sinntu því engu,11 en í
Gerplu er þess ekki getið.
2.2 Arásin á London
Næst ræðst víkingaherinn á London, en borgarbúar verjast með öllu
sem hönd á festir, þar á meðal hækjum, kústum og bamagullum, auk
þess sem hellt er sjóðandi tjöm og keytu yfir víkingaherinn, að því er
segir í Gerplu (bls. 203). Er skemmst frá því að segja að Þorkell og menn
hans mega þola hinn herfilegasta ósigur. Þegar Aðalráður konungur spyr
þessi tíðindi verður hann óttasleginn mjög, enda stendur honum meiri
ógn af eigin þegnum en údendum víkingaherjum. I kjölfarið kaupir hann
Þorkel og menn hans til að annast landvarnir gegn landsmönnum sínum
fyrir 48.000 pund silfurs.
Hér víkur Halldór að mestu firá sögulegum heimildum, enda vill hann
greinilega leggja áherslu á tvennt sem þar er ekki að finna; annars vegar
þann styrk sem alþýða manna býr yfir og hins vegar ótta valdhafans við
hana. Víkingaherir gerðu að vísu nokkrar árangurslausar tilraunir til að
ná London á sitt vald, en það reyndu Þorkell og liðsmenn hans ekki eftdr
eyðingu Kæntaraborgar. Þorkell mun hafa borið lítið traust til víkinga-
hersins eftir morðið á Alfegusi erkibiskupi, og smám saman leystist þessi
hðsafli upp og hélt til síns heima eftir að konungur hafði fallist á að
greiða þeim 48.000 pund silfúrs fyrir að hverfa úr landi.12 Þorkell fór
hins vegar ekki með mönnum sínum heldur gekk til hðs við Aðalráð
konung.13
Enski annállinn tilgreinir nokkur dæmi um hemað Aðalráðs gegn
eigin þegnum,14 en skýrir sjaldnast hvaða ástæður lágu þar að baki. Það
hlutverk sem Aðalráður virðist ætla Þorkatli í Gerplu líkist mest lýsingu
Oláfs sögu helga á „landvömum“ Olafs Haraldssonar fyrir sama konung,
10 Sjá G.N. Garmonsway, The Anglo-Saxon Chronicle, bls. 142.
11 Sjá F.M. Stenton, Anglo-Saxon England, 3. útg., Oxford: Oxford University Press,
1989, bls. 384.
12 Sjá G.N. Garmonsway, The Anglo-Saxm Chrmicle, bls. 142.
13 FM. Stenton, Anglo-Saxm England, bls. 383-384.
14 Sjá t.d. G.N. Garmonsway, The Anglo-Saxm Chrmicle, bls. 125, 133 og 145.
135