Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 141
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
heimildum. Hið sama er uppi á teningnum í frásögn Gerplu af Aðalráði
konungi eins og nú skal að vikið.
3. Persónur
Meginuppistaðan í Englandsþætti Gerplu er sú mynd sem dregin er upp
af fimm konungum og höfðingjum, þeim Aðalráði, Olafi, Þorkadi, Sveini
og Knúti; þ.e. mönnum sem hafa örlög venjulegs fólks á valdi sínu eða
munu hafa þau. Hugum þá fyrst að Aðalráði konungi, enda er lýsing
hans í Gerplu ítarlegust.
3.1 Aðalráður
Enginn Englandskonungur hefur hlotið jafnslæma útreið í tímans rás og
Aðalráður, og það er ekki fyrr en á síðustu árum að sagnfræðingum hefur
orðið ljóst að dómur sögunnar um þennan ólánsama kóng er að mörgu
leyti óverðskuldaður.24 Þegar kom frarn á 12. öld hafði í enskri sagna-
ritun fest við kontmg sérlega meinlegt viðurnefhi, þ.e. hinn ráðlausi (á
fornensku: unræd),25 sem Halldór minnist einnig á (bls. 271), og endur-
speglar það líklega álit samtímamanna Aðalráðs að einhverju leyti. Hvað
sem þessu slæma áliti líður skammtar Halldór konungi miklu stærra ríki
en hann í raun átti. I Gerplu segir frá því að eftir að víkingaher Þorkels
háva krefur konung um „morð fjár í silfri“ (bls. 188) í friðskatt, gerir
Aðalráður út leiðangur gegn þegnum sínum í Wales (sem Halldór kallar
,,Vallíaland“) „ef takast mætti að pynda fé af þeim“ og síðar í sögunni
krefst Sveinn konungur tjúguskegg „Bretaveldis" af Aðalráði (bls. 263).
Ekki komst Wales undir ensk yfirráð fyrr en nokkrum öldum eftir lát
Aðalráðs, en vel má vera að Halldór stækki ríki konungs til að gera nið-
urlægingu hans meiri, þegar hann er látinn missa það í hendur Sveini.
Upphafið að ógæfu Aðalráðs á spjöldum sögunnar var að þjónar móð-
ur hans myrtu hálfbróður hans, píslarvottinn Játvarð konung (Edward
24 Sjá t.d. Ian Howard, Swein Forkbeard’s Invasions and the Danish Conquest ofEngland
991-1017, Woodbridge: The Boydell Press, 2003, bls. 144-145. Howard bendir til
dæmis á að nýlegar rannsóknir sýni að í 38 ára valdatíð Aðalráðs hafi orðið veruleg
fólksfjölgun á Englandi, verslun aukist og þjóðarauður vaxið, þrátt fyrir allan þann
skaða sem víkingaherimir ollu.
25 Sjá Ann Wdliams, Æthelred the Unready - The Ill-Counselled King, London: Hamble-
don and London, 2003, bls. 19. Orðaleikurinn felst í merkingu nafnsins Aðalráður
(Æthelred) sem þýðir hinn eðalráði.
139