Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 143
AÐFONG OG EFNISTOK I ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
inhollir. Norðausturhéruð Englands voru að stórum hluta byggð fólki af
norrænum ættum, og þar áttu víkmgaherimir jafnan í ömgg hús að
venda. Einnig er talið að ýmsir enskir höfðingjar hafi verið mjög tor-
tryggnir í garð konungs og því ótryggir bandamenn.28 Við slíkar aðstæð-
ur var varla mikils árangurs að vænta.
Að drottinsvikum er víða vikið í Enska annálnum á sjórnarámm
Aðalráðs. Lýsing atburða ársins 1015 má teljast dæmigerð fyrir ástandið
sem ríkti:
Nú lá konungurinn veikur í Cosham. Þá safnaði Játríkur (Ead-
ric) héraðshöfðingi liði og sömuleiðis Játmundur (Edmtmd)
prins norður í landi. En þegar herirnir sameinuðust, þá hugð-
ist Játríkur svíkja prinsinn í tryggðum. Þess vegna skildi leiðir
með þeim, ekki var lagt til orrustu, og óvinurinn fór sínu fram
óáreittur. Þá tókst Játríki að telja áhafiúr 40 skipa á að láta af
hollustu við konung, og þar næst gekk hann til liðs við Knút.29
í Gerplu lýsir Halldór svikseminni sem einkennir liðsmenn Aðalráðs svo:
... þá segir og á enskum bókum að uppi var misklíð og flokka-
drættir í liði eingla, og höfðu foríngjar Aðalráðs konúngs ær-
inn starfa að þraungva hver öðram; vildu nokkrir vera vinir
konúngs, en aðrir svíkja hann í trygðum; og hafa enskir klerkar
fýrir satt að þar hafi á marga góða menn í konúngsliði verið
borið fé af norrænum mönnun; en nokkrir gerðust drottin-
svikarar ókeypis og af sjálfsdáðum í þeirri von að þá mundi
þeim betur vegna; og verða landvamir mjög í skötulíki. (bls.
201)
Ekki er sérstaklega minnst á skattheimtu Aðalráðs í enskum heim-
28 Sjá t.d. F.M. Stenton, Anglo-Saxon England, bls. 386.
29 Mín þýðing. A ensku nútímamáli (G.N. Garmonsway, Tbe Anglo-Saxon Chronicle,
bls. 146) er fomenski texti annálsins svohljóðandi: ,At this time the king was lying
sick at Cosham. Then ealdorman Eadric gathered levies, and prince Edmund gather-
ed others in the north; and when they joined forces, the ealdorman intended to
leave the prince in the lurch, and for this reason they parted without giving battle
and left the field clear for their foes. Then ealdorman Eadric won over forty ships
from their allegiance to the king, and then did homage to Cnut.“