Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 145
AÐFONG OG EFNISTOK I ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
þess í Konungasögu sinni (Chronicle of the Kings ofEngland) að Aðalráður
hafi gerst fráhverfirr Emmu og legið portkonur í stað drottningar.35 Vel
má vera að Halldór geri þessa breytingu svo að þeir feðgar Sveinn og
Knútur geti reitt af Aðalráði það tvennt sem honum er kærast, þ.e. ríkið
og drottninguna, áður en eymd hans verður algjör (bls. 263 og 296).
3.2 Olafiir Haraldsson
Olafur Haraldsson er að vísu ekki kominn til neinna sérstakra metorða í
Englandsþætti Gerplu, en hann ræktar af kappi eiginleika sem geta nýst
valdasjúkum mönnum vel: sadisma og sviksemi. Lesandixm kynnist hon-
um íyrst í Kantaraborg sem pyntingameistara Þorkels háva, þar sem
hann fer fyrir þeim mönnum úr víkingahernum sem „best vóru til fallnir
að fara með ali, teingur, skæri, hnífa og smáar öxar“ (bls. 191). Olafur
gengur svo beint til verks:
Nú vóru gíslar leiddir út; var þar samankominn mikill fjöldi
manna og kvenna, og báru flestir klerklegan búníng. Olafur
Haraldsson segir að þar skulu menn meiddir hver efdr því sem
hann þykir verður til silfurs eða smjörs, og í þeirri röð uppávið
sem hæfði tign manna og göfugleik: skyldi fyrst meiða, og vægi-
legast, þá er minst févon var í eða smjörs ...
Vóru menn þar lestir á ýmsan veg, sumir hamlaðir að hönd-
um og fótum, stýfð nef eða eyru af öðrum ... þar vóru og stúng-
in augu úr ófáum manni. ... A þeim degi voru handhöggnir,
nefskornir og augnastúngnir þeir Alfvörður jarl ... Guðvini
biskup ogLjúfrún abbadissa. (bls. 191-192)
Og ekki er þætti Ólafs Haraldssonar enn lokið því að hann er í aðal-
hlutverki þegar Alfegus erkibiskup er myrtur (bls. 195).
Hvergi er minnst á Ólaf Haraldsson í enskum heimildum, og af lýs-
ingu Óláfs sögu helga af eyðingu Kantaraborgar verður ekki annað ráðið
en að Ólafur sé enn í þjónustu Aðalráðs og berjist þar gegn þegnum kon-
ungs. Aður var drepið á ffásagnir kirkjusagnfræðinga af ffamgöngu vík-
ingahersins í borginni og limlestingum og dauða óbreyttra borgara. En
hér virðist Halldór hafa kosið að styðjast fremur við ófagrar lýsingar
Óláfi sögu helga - eftir að Ólafur hefur verið til konungs tekinn í Noregi
35 Sjá J.A. Giles, William of Malmesbuiy’s Chronicle ofthe Kings ofEngland, bls. 171.
G3