Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 146
MAGNUS FJALLDAL
- á framkomu hans við andstæðinga konimgs og kristni. í Óláfisögu helga
má til dæmis lesa hvemig Olafur „siðar“ VmgulmQrk:
Hann rannsakaði at um kristnihald manna, ok þar er honum
þótti ábóta vant, kenndi hann þeim rétta siðu ok lagði svá mikit
við, ef ngkkurir væri þeir, er eigi rildi af láta heiðninni, at suma
rak hann brot ór landi, stuna lét hann hamla at hgndum eða
fótum eða stinga augu út, suma lét hann hengja eða hQgg\7a, en
engi lét hann óhegndan, þann er eigi rildi guði þjóna.36
Hrœrek lætur Ólafur blinda, en skera tungu úr Guðroði Dalakommgi
(bls. 105) og á Mærini (bls.181) er sripuðum aðförum lýst.
Þessar ffásagnir Óláfs sögu rirðast uppistaðan í þeim meiðingum í
Kantaraborg sem Gerpla greinir ffá, en engu að síður taka þær mikilvæg-
um breytingum í meðförum Halldórs. A Englandi er Ólafur ekki kon-
ungur sem grípur til grimmdarverka gegn órinum sínum; í Kantaraborg
er hann að pynta blásaklaust fólk. I öðru lagi er mikilvægt í persónu-
sköpun Ólafs að í Geiplu lætur hann ekki aðra fremja grimmdanærkin,
líkt og í Oláfs sögu; hann er sjálfur böðullinn og nýtur þess starfa greini-
lega mikið. Þannig er Ólafur ekki lengur grimmur kommgur í meðförum
Halldórs, heldur verður hann holdtekja illskunnar, eins konar djöfull í
mannsmynd.
Eins og áður var getið brennir þessi verðandi þjóðardýrlingur Norð-
manna kirkjur og klaustur í Kantaraborg, en var hann líka einn af morð-
ingjum Alfegusar erkibiskups líkt og Halldór lætur hann vera? Ekki
verður annað ráðið af skýringum Helga J. Halldórssonar en að hann telji
að Halldór hafi sótt þá hugmynd í lýsingu Oláfs sögu af atburðum í
Kantaraborg,37 en svo er ekki. Þar er hvergi á erkibiskupinn minnst. Hins
vegar er ritað að sumir þýðendur sögunnar, t.d. Samuel Laing og Erling
Monsen, höfðu sett ffam þá kenrúngu löngu áður en Halldór Laxness
réðst í að skrifa Gerplu, að Ólafur hefði tekið þátt í að myrða Alfegus/8
36 Bjami Aðalbjamarson, Heimskringla n, bls. 101.
37 Neðanmálsathugasemd Helga er svohljóðandi: „Um atburði þá er hér greinir má
lesa í enskum annálum, t.d. The Saxon Chronicle og The Chronicle of Henry of
Huntingdon. Lífláti Alfegus erkibiskups er í þeim ritum lýst mjög á sama veg og hér
[þ.e. í Gerplu]. Aðild Olafs Haraldssonar er þar ekki nefiid en hana er að finna í
Heimskringlu" (bls. 195).
38 Sjá Ian Howard, Swein Forkbeard’s Invasions and the Danish Conquest ofEngland 991-
1017, bls. 159.
Í44