Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 147
AÐFÖNG OG EFNISTÖK í ENGLANDSÞÆTTI GERPLU
en hvort Halldór sótti hugmyndir sínar til þeirra verður ekki vitað. I
nýlegum ævisögum um þjóðardýrlinginn er hvergi minnst á aðild Olafs
að þessu voðaverki.39
I Gerplu lætur Halldór sér ekki nægja að segja frá illvirkjum Ólafs til
að sýna hvert varmenni hann er. Uditi Olafs og umhverfi, eins og því er
lýst í sögunni, er greinilega ætiað að endurspegla innræti hans.40 Um
Olaf er þess fýrst getið að hann sé „lágur vexti en ákaflega feitur og
hlatmameiri [= mjaðmameiri] en flestir menn, svo að hann kjagaði í
spori“ (bls. 191) og síðar í sögunni er hann sagður „svíradigur ístrumað-
ur, og þó bernskur, ilsiginn og kiðfættur" (bls. 274-275). I stuttum en
hnitmiðuðum mannjöfnuði milli þeirra Ólafs og Knúts konungs leggur
Halldór áherslu á hið viðbjóðslega, menningarsnauða og ruddalega um-
hverfi sem Ólafur er sprottinn upp úr:
Ólafur hinn digri var uppfæddur á skipum við seltu og tjöru,
fúka [= ódaun] og spýu, lús og ýldu, hrýfi [= útbrot] og óþverra,
skyrbjúg og kláða og þann sveita með búkþefjan sem verður af
skipamönnum sakir lángra óþvotta. Hann nam eigi mentan
utan lygisögur þær og kveðskap saman og sífleyttan er skipa-
menn höfðu uppi með sér af orustum og sjávarháskum, afrek-
um og frægðarverkum, til þess að verjast lángsemi og stæla sig,
svo og blautiegt flím um tröllkvennalæti norður í heimi eða
klámfeinga kviðh'nga um goðin. (bls. 273-274)
Þá er klæðnaður Ólafs og skartmtmir sambland af því sem trúðar eða
smekklausar konur mundu kjósa sér:
... reka píkur upp hlátra stóra að gesti þessum, er skoldu [=
dingluðu] við hann hríngar og kíngur [= kringlótt málmplata
sem konur báru á brjósti til skrauts] og nálar og mart annað
glys, svo og kápur margar kruklaðar, nokkrar ofsíðar, aðrar helsti
þraungvar. (bls. 275)
39 Sjá t.d. Lars Roar Langslet, Olav den Hellige. Oslo: Gyldendal, 1995, bls. 26.
40 Um þetta atriði hafa áður fjallað bæði Bergljót Kristjánsdóttir („Um beinfætta menn
og bjúgfætta, ldðfætta, kringilfætta og tindilfætta“, Tímarit Máls og menningar, 1988,
bls. 292-295) og Dagný Kristjánsdóttdr („Aidrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri
móður ...: um ástina og óhugnaðinn í GerphT, Tímarit Máls og menningar, 1988, bls.
310-317).
!45