Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 148
MAGNÚS FJALLDAL
/ /
I þessari mannlýsingu, þar sem Olafur er gerður mjaðmamikill og látinn
bera kvennaskart, er lesandinn enn og aftur minntur á óeðli hans til allra
hluta, en í öllu þessu fer Halldór vísvitandi að mestu leyti á snið við Oláfs
sögu, en þar er Olafi þannig lýst:
Óláfr Haraldsson, er hann óx upp, var ekki hár, meðalmaðr ok
allþrekligr, sterkr at afli, ljósjarpr á hár, breiðleitr, ljóss ok rjóðr
í andliti, eygðr forkurmar vel, fagreygr ok snareygr, svá at ótti
var at sjá í augu honum, ef hann var reiðr. Óláff var íþrótta-
maðr mikill um marga hluti.41
Þetta er á engan hátt neikvæð mynd og maðurinn greinilega tignarlegur.
Halldór gætir þess hins vegar vandlega að ekkert í þá veru einkenni þann
Olaf sem hann skapar.
Olafur Haraldsson kórónar vist sína á Englandi með því að leita
hófanna hjá Knúti Sveinssyni og svíkja þannig bæði Þorkel háva og Aðal-
ráð í tryggðum, og það eru engin smávegis drottinsvik sem hann býðst
til að fremja:
Það býð eg þér, meðtn því að eg þyki maður sléttmáll, að eg
mun telja um fýrir mönnum á flotanum Þorkels, í fyrstu leynt
en síðar ljóst, og bera ffam mínar tillögur: er það minn vilji að
vér svíkim Aðalráð en gerumst yðrir landvarnarmenn. Veit eg
að margir eru þeir gildir menn í ossum flokki, er gerast \dlja
vinir yðrir góðir ef þér gefið þeim skíri eða borgir að halda sér
til hfsffamflutníngar; en sumir munu láta sér nægja reiðufé.
(bls. 276)
Sjálfur vill Ólafur fá 50 skip fýrir vikið. Hyggst hann sigla þeim til Nor-
egs og heimta þar kommgdóm yfir arfleifð sinni, eins og hann kallar það.
Þessu tilboði hafnar Knútur með ómældri fyrirlitningu, ekki af því að
hann virðist hafa neina skömm á sviksemi Olafs, heldur af eigin valda-
græðgi:
Fim mikil era slíkt er búandkarlasynir úr Noregi ómannaðir
og snauðir þykjast til bomir til að ráða löndum. Er vandséð
hvort fiflska þín barnsleg er af dirfsku runnin, eða dirfska þín
41 Bjami Aðalbjamarson, Heimsbingla II, bls. 4.
146