Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 152
MAGNÚS FJALLDAL láns atriði svo sem riddaraskap og kurteisi sem þróuðust seinna á miðöld- um. I útliti er Knútur „bleikur maður og fiskeygur ... og hafði stórt hár gult“ (bls. 274). Hér virðist Halldór taka nokkuð mið af Knýtlinga sögu sem segir um Knút að hann var „ljóslitaðr, fagrhárr ok mjok hærðr“, en augnsvip Knúts hrakar heldur frá lýsingu sögunnar þar sem hann er sagður hverjum manni „betr eygðr, bæði fagreygðr ok snareygðr'1.46 Knýt- linga saga bætir svo við að Knútur hafi verið maður „Qrr,” en í Gerplu er hann „oflætismaður við gleði“ (bls. 274). Ekki gerir tignarlegt fas Knúts hann betri en aðra konunga í Geiplu. Hann er hrokagikkur, eins og svar hans við málaleitan Olafs Haralds- sonar sýnir, og jafh grimmur og aðrir valdsmenn í Gerplu: „... skyldi hver sá maður er eigi gerðist vinur Knúts fullkominn frá upphafi, aungu fyrir týna nema fé og lífi“ (bls. 271-272). Ekki er Knúti lýst sem grimmum harðstjóra í Olafssögu eða Knýtlinga sögu, en í enskum heimildum eru ófá dæmi sem sýna hann í því ljósi, og virðist Halldór hafa tekið nokkuð mið af þeim þegar hann mótar persónu Knúts. Enski annállinn greinir til dæmis frá því að árið 1014, eftir dauða Sveins, hafi Knútur látið skera hendur, nef og eyru af þeim gíslum sem föður hans höfðu verið fengnir,4 og William frá Malmesbury bætir því við að hann hafi einnig látið gelda þá.48 Fræg er svo saga sem Henry frá Huntingdon segir af mikilmennsku- tilburðum Knúts er hann lét bera hásæti sitt niður í fjöru og reyndi að skipa sjávarföllum að hlýða vilja sínum, en árangurslaust.49 4. Niðurlag í Englandsþætti Gerplu umskapar Halldór ríki Aðalráðs, landafræði Eng- lands og atburðarás fyrstu ára 11. aldar þar í landi og sveigir allt þetta undir lögmál skáldsögu sinnar. En fyrst og fremst umskapar hann þá 46 Sama rit, bls. 127. 4' Sjá G.N. Garmonsway, The Anglo-Saxon Chronicle, bls. 145. 48 Sjá J.A. Giles, William ofMahnesbury 's Chronicle ofthe Kings of England, bls. 190-191. 49 Sjá Diana Greenway, Henry, Archdeacon ofHuntingdon - Historia Anghrum - The His- tory of the English People, bls. 367-369: „at the height of his ascendancy, he ordered his chair to be placed on the sea-shore as the tide was coming in. Then he said to the rising tide, ‘You are subject to me, as the land on which I am sitting is mine, and no one has resisted my overlordship with impunity. I command you, therefore, not to rise on my land, nor to presume to wet the clothing or limbs of your master.’ But the sea came up as usual, and disrespectfully drenched the king's feet and shins.“ Í5Q
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.