Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Blaðsíða 164
EDWARD W. SAID
sjónarsamt þetta virðist og hver fellur fyrir því, ef svo má segja. Það
versta er að þegar eðlishyggjan ræður ríkjum, hverfur mannleg þjáning í
öllu sínu magni og sársauka út í buskann. Minningar um fortíðina eru
þurrkaðar út og með þeim sjálf sagan af sömu ÚTÍrlimmgu og virðingar-
leysi og felst í hinu algenga bandaríska orðalagi „you’re history" („þú
heyrir sögunni til“).
Þótt mttugu og fimm ár séu hðin frá því að OrientaUsm kom út, vekur
bókin enn spumingar um hvort heimsvaldastefha nútímans hafi nokkru
sinni liðið undir lok, eða hvort hana hafi ávallt mátt finna í Austur-
löndum, allt frá því Napóleon hélt inn í Egyptaland fyrir weimur öldum.
Aröbum og múslímum hefur verið sagt að með því að líta á sig sem
fómalömb og hugsa of mikið um rányrkju heimsveldisins séu þeir að
skjóta sér undan ábyrgð í samtímanum. Ykkur hefur mistekist, allt hefur
farið úrskeiðis hjá ykkur, segir Austurlandafræðingur nútímans. Af þess-
um toga er að sjálfsögðu einnig framlag VS. Naipauls tdl bókmenntanna,
að fómarlömb heimsveldisins harmi hlutskipti sitt á meðan land þeirra
fari í hundana. En í slíku viðhorfi felst einstaklega grunnfæmislegt mat
á átroðningi heimsveldisins, það lýsir mjögyfirborðslega þeirri gífurlegu
afskræmingu sem heimsveldið hefur orsakað í tilveru „óæðri“ þjóða og
„undirokaðra kynþátta“, kynslóð efdr kjmslóð, og í því felst einnig mjög
takmarkaður vilji til að horfast í augu við þá löngu arfleifð sem gerir það
að verkum að heimsveldið teygir áhrif sín enn þann dag í dag inn í líf
Palestínumanna, Kongóbúa, Alsírbúa og Iraka, svo dæmi séu neftid. Mð
viðurkennum réttilega að helförin hafi breytt skdningi okkar á sam-
tímanum til frambúðar: Hvers vegna hafa afleiðingar heimsvaldastefin-
unnar og þau áhrif sem hugmyndir óríentahsmans hafa enn í dag ekki
leitt til sams konar þekkingarfræðilegrar stökkbreytingar í hugum okk-
ar? Hugsum um ferhð sem hefst með Napóleon, heldur áfram með upp-
gangi í rannsóknum á Austurlöndum og yfirráðum í Norður-Afríku, síð-
ar með sambærilegum leiðöngrum í Víetnam, Egyptalandi og Palestínu,
og að lokum má sjá hvemig það heldur áfram alla tuttugustu öldina í
baráttunni um ofiu og yfirráð yfir hemaðarlega mikilvægum svæðum í
Persaflóanum, Irak, Sýrlandi, Palestmu og Afganistan. Hugsum síðan á
móti um uppgang þjóðernishyggju í andstöðu við nýlendustefhuna, um
hið smtta skeið frjálslyndis og sjálfstæðis, síðan tímabil sem einkennist af
valdaránum herja, uppreisnum, borgarastríði, trúarofstæki, órökrænum
átökum og ósegjanlegri grimmd í garð þess hóps „innfæddra“ sem næst
162