Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 31

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 31
manns hafi látist, en sumir nefna allt að 7000 manns. í kjölfarið fylgdu fjölda- handtökur. „Við getum dregið þann lær- dóm af þessum atburðum að við verðum að slökkva hvern andspyrnuneista um leið og við komum auga á hann,“ fullyrti Deng Sjáping. Aðgerðir stjórnvalda vöktu hrylling og fordæmingu um allan heim, en það bitn- aði hvorki á stjórnmála- né viðskiptasam- böndum við Kína. Fregnir af voðaverkum stjórnvalda bárust seint og illa eða jafnvel alls ekki til fjarlægari héraða í Kína. Það mætti því ætla að stjórnvöld hafi sloppið vel frá ódæðinu og geti unað vel við sitt. Ekki er allt sem sýnist. Menn mega ekki gleyma að klofningur kom upp í flokknum, og líka hernum. Herinn hafði hikað; „Alþýðuherinn tilheyrir fólkinu,“ hljóðaði bréf frá yfir hundrað háttsettum liðsforingjum, stuttu áður en látið var til skarar skríða, „hann má aldrei skjóta á fólkið.“ Einn herforingi neitaði að fram- fylgja þvílíkum skipunum. Fréttir af upp- reisn innan hersins voru þó á misskilningi byggðar. Samt er ljóst að eftir blóðbaðið jókst mjög óánægja með einn æðsta yfir- mann hans, harðlínumanninn Jang Sjangkún. Þá má velta fyrir sér hvers vegna ákveð- ið var að beita valdi. Þeir eru til sem segja að flokkurinn hafi verið kominn á fremsta hlunn með að ganga að helstu kröfum námsmanna; að leiðari málgagnsins frá í apríl, sem brennimerkti námsmenn sem óábyrgar bullur, yrði dreginn til baka, og verið minnst, og gaf námsmönnum sem voru farnir að safnast saman á Torgi hins himneska friðar byr undir báða vængi. Um miðjan mánuðinn voru þúsund þeirra komnir í hungurverkfall á torginu. Þá tók Gorbatsjof Sovétleiðtogi hús á þeim Pekingherrum. Hagur mótmælenda vænkaðist frekar, því yfirvöld gátu ómögulega brotið þá á bak aftur þegar hann var í heimsókn og heimurinn horfði á. Þar fór í verra fannst mörgum, og meira en það; það tók að bera á misklíð innan flokksins. Fyrir harðlínumönnum fór Lí Peng, forsætisráðherra, flokksformaður- inn Sjá Sjang leiddi þá hófsamari. Öllu skipti hvorn Deng Sjáping styddi. Hann varð að gera upp hug sinn — og það gerði hann. Sjá Sjang var sviptur völdum. 20. maí tóku herlög gildi í höfuðborginni. En þetta var seint í rassinn gripið. Mótmælin mögnuðust nú stig af stigi, frá borg til borgar, og almennir borgarar bættust í hóp námsmanna. í Peking var hermönn- um vörnuð leið að Torgi hins himneska friðar, hvar yfir hundrað þúsund manns héldu fyrir. Eitthvað varð þó að gera. Lí Peng reyndi að tala mótmælendur til. Flokks- linan varð þessi: þið hafið að vissu leyti rétt fyrir ykkur, við verðum að uppræta spillingu, en svona aðgerðir er alls ekki hægt að samþykkja. Farið heim, við höf- um heyrt kvartanir ykkar og ætlum að kippa þessu í liðinn. Frá sjónarhóli mót- mælenda féllu öll vötn til Dýrafjarðar, eða þannig. Við skulum talast við, sögðu þeir, en einungis á jafnréttisgrundvelli. Við krefjumst róttækra breytinga á þessu kerfi sem hefur leitt til spillingar og alls kyns óréttlætis, og við verðum að vera fullvissir um að ekki verði setið við orðin tóm. Fyrr förum við ekki fet. Hér mættust stálin stinn. Deng, Lí Peng og félagar misstu þolinmæðina. „Þetta var orðið óþolandi,“ sagði Deng seinna, „þeir vildu greinilega afnema sós- íalisma í landinu.“ Þriðja til fjórða júní braut Alþýðuherinn sér leið að Torgi hins himneska friðar. Yfirvöld staðhæfðu að um það bil 300 hermenn hafi verið myrtir af „blóðþyrstum glæpamönnum", en ein- ungis 23 námsmenn hafi týnt lífi. Hinu opinbera er alls ekki treystandi, vitað er að mörg lík voru fjarlægð af torginu og seinna brennd. Flestir giska á að milli 500 og 1000 Klofningur kom upp í hernum og í flokknum. Herinn er líka blóðugur upp fyrir axlir eftir harmleikinn. ÞJÓÐLÍF 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.