Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 44

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 44
•• LOGREGLAN í HNEYKSLIS- MÁLUM Breska lögreglan í vondum málum. Imynd hinnar vingjarnlegu löggu að hverfa. Sökuð um ofbeldi og margvísleg önnur brot. Saklaust fólk árum saman ífangelsi á grundvelli rangra upplýsinga frá lögreglunni GUÐMUNDUR JÓNSSON BRETLANDI Traust almennings á bresku lögreglunni hefur sjaldan verið minna en nú að und- anförnu. Gagnrýni á starfshætti hennar og trúverðugleik hefur magnast með hverju hneykslinu á fætur öðru, þar sem hún er með einum eða öðrum hætti bendluð við að trufla gang réttvísinnar. Alvarlegar sakir eru bornar á lögreglu- menn; brot á starfsreglum, fölsun sönn- unargagna, ljúgvitni, líkamlegt og and- legt ofbeldi gagnvart grunuðu fólki. il er goðsögn um enska lögregluþjón- inn, „the bobby“ eins og þeir kalla hann. Þetta er vinaleg lögga sem er stöð- ugt á vappi um hverfið sitt eða miðbæinn, allir í hverfmu þekkja hana og í raun og veru er hún ein af þeim. Hún er óvopnuð en samt verndari þeirra, lögga sem hægt er að treysta og er alltaf boðin og búin að koma í veg fyrir glæpi — eða leysa þá ef ekki vill betur. Þótt þetta sé goðsögn hefur hún sann- leikskorn að geyma. Áður fyrr var meiri áhersla lögð á hverfislöggæslu og eftirlit á götum úti, en í dag eru flestar löggur komnar inn á stöð eða hafa hreiðrað um sig í hraðskreiðum bílum. Og eitt er víst að lögreglan naut áður meira trausts og virð- ingar almennings en hún gerir nú. Þetta vaxandi vantraust á lögreglunni stafar að sumu leyti af því að hlutverk hennar hefur breyst. Hún þarf að fást við meiri og alvarlegri glæpi en áður fyrr. En lögreglan hefur líka verið notuð á undan- förnum árum og áratugum sem pólitískt verkfæri til að halda aftur af fólki í mót- mælaaðgerðum af ýmsu tagi og hemja verkfallsaðgerðir; jafnvel brjóta verkföll á bak aftur í blóðugum átökum eins og í verkfalli kolanámumanna 1984-85. Og hinar umfangsmiklu óeirðir á fyrri hluta níunda áratugarins urðu ekki til að bæta sambúð almennings og lögreglu. ímyndin um hinn góðlátlega bobbý var óðum að þoka fyrir annarri miklu ófrýnilegri: vopnum búinni óeirðarlögreglu. Síðustu árin eru þó annars konar mál sem hafa grafið undan trausti fólks á lög- reglunni. Hvert hneykslið hefur rekið annað þar sem lögreglan hefur orðið upp- vís að því að hafa logið upp sakargiftum á fólk, borið ljúgvitni í réttarsal, „týnt“ mikilvægum málskjölum og misþyrmt fólki í varðhaldi. Þó nokkur mál hafa verið tekin upp að nýju þar sem dæmdir menn hafa verið sýknaðir við nánari skoðun sönnunargagna, sem reyndust fölsuð eða véfengjanleg. Ein afleiðing alls þessa er sú að vitnisburður lögreglumanna er ekki tal- inn eins trúverðugur og áður. I fyrrasum- ar var maður sýknaður af ákæru um að hafa eiturlyf undir höndum, þrátt fyrir vitnisburð 66 lögregluþjóna gegn honum. Dómur komst að þeirri niðurstöðu að lög- reglan hafi reynt að „negla“ manninn, það er falsað sönnunargögn til að fá hann dæmdan. f hneykslismálum undanfarinna missera ber hæst mál þeirra sem dæmdir voru á áttunda áratugnum fyrir sprengjutilræði á vegum írska lýðveldis- hersins. í október á síðasta ári voru „Guildford-félagarnir fjórir“ sýknaðir eft- ir að hafa eytt tæplega 15 árum ævi sinnar í fangelsi. Þetta írska fólk var dæmt í ævi- langt fangelsi árið 1975 sakað um að hafa staðið að sprengjutilræði írska lýðveldis- hersins í krám í Guildford og Woolich árið Skynsamleg íhaldssemi Bretar eru fastheldnir á forna siði. Þegar formleg atkvæðagreiðsla fer fram í þing- inu í Westminster ganga þingmenn út úr þingsal og safnast saman í tvö herbergi, já-herbergið og nei-herbergið, eftir því hvar í málinu þeir vilja standa. Síðan ganga þeir gegnum hlið í herberginu þar sem þingverðir standa til sitt hvorrar handar og telja þá sem út fara. Loks ganga þingmenn inn í þingsalinn önd- vert við þær dyr sem þeir fóru út um og hefur þá atkvæðagreiðslan farið fram svo óyggjandi sé. Talsverður tími getur farið í þessar atkvæðagreiðslur, hver um sig getur tekið um 20 mínútur. Nýjungagjörnum þingmönnum finnst þetta gamaldags aðferð og hafa þeir reynt að fá því framgengt að bjöllur verði settar við sæti þingmanna. Þeir benda á að góð reynsla sé nú fengin af notkun rafmagns og þetta muni flýta fyrir afgreiðslu mála. En fylgjendur óbreytts kerfis eru á því að það hafi marga ótvíræða kosti að loka menn inni í atkvæðaherbergjunum í 10-20 mínútur. Þá eigi nefnilega ráðherrar enga undan- komuleið þegar óbreyttir þingmenn vilja ná tali af þeim og engir embættis- menn eru til að skýla þeim. 44 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.