Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.07.1990, Qupperneq 54
MENNING toba-háskóla í Winnipeg og lauk þar námi í kennslufræðum, varð Bachelor of Education. Næstu sex árin var hann menntaskólakennari í Manitoba, en hélt þá til háskólans í Iowa City og lauk þar námi í fagurbókmenntum, varð Master of Fine Arts. í Iowa tók hann þátt í svo- nefndum „Writers Workshops", þarsem upprennandi rithöfundum eru kennd undirstöðuatriði bókmenntasköpunar, og telur sig hafa lært margt nytsamlegt á þeim námskeiðum. Eftir dvölina í Iowa bauðst Bill staða aðstoðarprófessors í enskum bókmennt- um við kvennaháskóla í Nevada í Mis- souri-fylki í Bandaríkjunum, Cottey Col- lege, og starfaði þar á árunum 1970-74. Á námsárunum í Winnipeg komst Bill í kynni við ýmsa áhrifamenn meðal Vestur- íslendinga og minnist sérstaklega Walters Líndals dómara, sem þá var allt í öllu í félags- og útgáfumálum samlanda sinna. Walter gerðist andlegur leiðtogi Bills, fól honum ýmis verkefni, kom honum meir- aðsegja í ritnefnd The Icelandic Canadi- an, og lét hann finna að við hann væru bundnar miklar vonir. Þetta efldi honum kjark og metnað, og hann einsetti sér að bregðast ekki traustinu sem honum var sýnt. Telur hann Walter Líndal vera einn sinn mesta velgerðamann. Bill var kvæntur maður og tveggja barna faðir þegar hann hélt til Nevada. Þráttfyrir tímafrek kennslustörf og marg- víslegar annir heimilisföður var hann þegar farinn að skrifa og hafði fengið smá- sögur birtar í ýmsum tímaritum í Kanada og Bandaríkjunum. Segja má að vatnaskil hafi orðið þegar hann var sæmdur banda- rísku forsetaverðlaununum fyrir bestu smásögu ársins 1971. Sú var Bloodflowers og varð titilsagan í fyrsta smásagnasafni hans árið 1973. Árið 1974 var Bill skipaður prófessor í ritlist (Creative Writing) við háskólann í Victoria, höfuðborg Bresku Kólumbíu, og hefur gegnt því starfi síðan. Starfið er erilsamt og kröfuhart, því það útheimtir lestur handrita sem berast í stríðum straumum, viðræður við verðandi höf- unda, einkunnagjöf og kynningu á tækum verkum, sem síðan eru rædd í þaula af nemendum. En Bill kann þessu vel. Hann er í stöðugu sambandi við ungt og hæfi- leikaríkt fólk og nýtur þess að sjá afrakstur erfiðisins þegar nemendur spjara sig á rit- vellinum og verða þjóðkunnir höfundar, sem ósjaldan kemur fyrir. Sjálfur hefur hann minni tíma til skrifta en hann hefði kosið, en ekki verður á allt kosið og hann horfir með tilhlökkun til efri ára, þegar hann kemst á eftirlaun og fær allan þann tíma sem hann þarf til að sinna helsta hugðarefni sínu. Til skamms tíma hefur Bill átt sér annað hugðarefni sem hefur veitt honum ómælda ánægju. Hann var félagi í þjóð- dansaflokki sem kom fram tvisvar til þrisvar í viku á skemmtistöðum og við ýmis opinber tækifæri. Á efnisskránni voru þjóðdansar hvaðanæva úr heimin- um, ekki síst af Balkanskaga, og var jafn- an líf í tuskunum þarsem dansflokkurinn lét að sér kveða. ill Valgardson hefur til þessa sent frá sér sex bækur, smásagnasöfnin Bloodflowers (1973), God Is Not a Fish Inspector (1975) og Red Dust (1978), skáldsöguna Gentle Sinners (1980) og ljóðabækurnar In the Gutting Shed (1976) og The Carpenter of Dreams (1986). Margar þessara bóka hafa komið út í fleiri en einu upplagi. Síðar á þessu ári er von á fjórða smásagnasafninu, What Can’t Be Changed, Shouldn’t Be Mourned. Efnivið sagna sinna og ljóða sækir Bill einkum til bernskustöðvanna á Nýja Is- landi, en því fer fjarri að hann einskorði sig við íslendinga eða íslendingabyggðir, enda hefur hann átt náið samneyti við ým- is önnur þjóðarbrot í Kanada, og þá ekki síst indíána, Úkraínumenn, Pólverja og Finna. Indíánar og Úkraínumenn voru næstu nágrannar íslensku landnemanna og í miklu vinfengi við þá. Aukþess er Bill hálfur íri og eys vitaskuld af nægtabrunni frænda sinna frá Eynni grænu. Ritdómarar hafa sumir hverjir líkt hon- um við Thomas Hardy og rússnesku meistarana á síðustu öld að því er varðar lýsingar hans á járnhörðum lögmálum mannlífsins og viðleitni einstaklingsins við að rjúfa hömlur ytri nauðsynjar. Aðrir hafa líkt snörpum, beinskeyttum og dramatískum stíl hans við stílbrögð Hem- ingways á yngri árum, nema hvað Bill er sagður hafa meira hold á beinunum en Hemingway. Hvað sem líður þvílíkum samanburði, þá verður því trauðla neitað að sögur Bills eru einkennilega markvísar, áhrifasterkar og nærgöngular. Það stafar ugglaust öðrum þræði af því, að hann beit- ir sig miklum sjálfsaga og endurskrifar hverja sögu frá tuttugu uppí fjörutíu sinn- um, þartil hann hefur náð fram því sem fyrir honum vakir. Slík vinnubrögð hljóta að bera áþreifanlegan árangur. Bill hefur á seinni árum lagt sig æ meir eftir leikritasmíð og samið fjöldann allan af útvarpsleikritum, sem kanadíska ríkis- útvarpið hefur flutt, en um þann þátt í ritferli hans er mér persónulega ókunn- ugt. Hinsvegar hef ég orð fróðra manna fyrir því, að orðstír hans í Kanada eigi ekki síður rætur að rekja til leikrita hans og kvikmynda en til bóka hans, og eru þær þó mikið lesnar um land allt og kenndar við marga háskóla. uk verðlaunanna sem áður getur, hefur hann verið sæmdur árlegum verðlaunum CBC fyrir sagnagerð og verð- launum tímaritsins Books in Canada fyrir bestu frumsmíð í skáldsagnagerð á árinu 1980. í fróðlegu viðtali, sem Kristjana Gunn- ars átti við Bill fyrir bókmenntatímaritið Prairie Fire á liðnu ári, lýsir hann vinnu- brögðum sínum og segir meðal annars frá því, hvaða aðdraganda sögur hans eiga. Hann segir til dæmis að Gentle Sinners hafi átt upptök sín í draumi, enda hafi hann um sjö ára skeið þjálfað sig í að skrá drauma sína og brjóta þá til mergjar. I þeirri viðleitni hafi þeir Freud og þó eink- um Jung komið að góðu liði. Hann kveðst hafa séð í draumi hvar drengur stóð í rign- ingu á forugum þjóðvegi. í baksýn voru nokkrar byggingar dæmigerðar fyrir slétt- urnar í Manitoba. Hann vissi að drengur- inn var að bíða eftir rútubíl, en ekki hvers- vegna. Hann skráði drauminn hjá sér og fór síðan að lýsa því, hversvegna drengur- inn væri þarna staddur, hvern hann ætlaði að hitta og þar frameftir götum. Þremur árum síðar var skáldsagan fullbúin. í þessu sambandi bendir hann á, að rithöf- undurinn lýsi ekki að jafnaði ytra um- hverfi, heldur leiti hann inní innra um- hverfi sem sé samtvinnað úr því sem hann hefur séð, heyrt og reynt og því sem dul- vitundin hefur sankað að sér og unnið úr. Um sé að ræða könnunarleiðangur inná óþekkt innlönd þarsem leita beri raun- verulegrar lífssýnar höfundarins. Til fróðleiks birti ég hér stuttan kafla úr viðtali þeirra Kristjönu:,, K.G.: Hvernig mundirðu flokka þetta innra umhverfi þitt? Er það í teikni raun- sæis? Bill: Kannski er félagslegt raunsæi nær sanni. Gallinn við þvílíka merkimiða er bara sá, að þeir gera ráð fyrir að merkimið- inn sé á einhvern hátt bundinn því, hvernig maður lýsir ytra umhverfi. Ég held það sé ekki gild skilgreining. Um er að ræða ófullburða þekkingu höfundar- ins. Fólkið sem ég skrifa um er hluti af mínu innra umhverfi vegna þess að mér er ómögulegt að vita, hvernig einhver annar einstaklingur raunverulega er. Ég get ekki gert annað en snerta og bragða og sjá og svo framvegis, þannig að hversu vel sem 54 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.