Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 107

Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 107
Gunnar Salvarsson skólastjóri ræðir við nemendur í matsal skólans. forsenda þess að heyrnarlausir unglingar geti hafið framhaldsnám, sagði Gunnar og benti á að heyrnarlausir hefðu vilyrði menntamálaráðherra fyrir því að komið verði upp samskiptamiðstöð sem hefði það hlutverk að stuðla að menntun tákn- málstúlka og sjá til þess að heyrnarlausir gætu nýtt sér þjónustu þeirra t.d. í námi á framhaldsskólastigi. Eins og staðan er í dag er hægt að segja að framhaldsskólarnir séu lokaðir heyrnarlausum. Gunnar sagð- ist vonast til að samskiptamiðstöðin tæki til starfa á komandi hausti, og með því yrði stigið stórt framfaraspor fyrir heyrnar- lausa. — Það er óhætt að segja að hér við Heyrnleysingjaskólann sé vagga menn- ingar heyrnarlausra á Islandi. Hér er starf- rækt auk skólans sjálfs, forskóli fyrir börn á aldrinum 0-6 ára, hér er heimavist fyrir heyrnarlaus börn utan af landi og hér opn- uðum við síðastliðið haust félagsmiðstöð fyrir nemendur. Við erum ákaflega stolt yfir þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fram að því urðum við að senda börnin heim strax að skóladegi loknum. Heima í hverfunum beið þeirra oft lítið annað en einangrun þar sem flest þeirra eiga fáa eða enga heyrandi vini, sagði Gunnar og bætti við að margir fullorðnir heyrnarlausir lifðu mjög einangruðu lífi. Hann sagði að það hefði komið fram í könnun sem Fé- lagsvísindastofnun hefði gert fyrir nokkr- um árum að heyrnarlausir búi við erfiðar aðstæður, flestir vinni láglaunastörf og fá- ir hefðu lagt stund á framhaldsnám. Þá sagði Gunnar að það væri fátítt að heyrnar- lausir giftust heyrandi. — Heyrnarlausir halda mikið hópinn og það má segja að þeir séu eins og stór systkinahópur, það hefur orðið til þess að heyrnarlausir flytjast úr landi og leita sér að maka erlendis, sagði Gunnar. Hann sagði að þó heyrnarlausum færi fækkandi þá væri nokkuð stór hópur af heyrnarskertum börnum hér á landi. Gunnar sagði að þessi hópur ætti við veru- leg vandamál að stríða. í raun væri hann milli tveggja vita, tilheyrði hvorki heyr- andi né heyrnarlausum. — Sjálfsmynd heyrnarskerts barns er oft á tíðum mjög neikvæð, það er ekki spurningin hvort þessir krakkar hætta í skóla heldur hvenær þau hætta. Okkur er ekki kunnugt um heyrnarskerta sem hafa lokið háskólanámi. Þetta er ekki spurning um greind heldur það að þau fá ekki nám við hæfi og hafa orðið undir í sínum skóla- samfélögum, sagði Gunnar og bætti við að gera mætti ráð fyrir að á forskóla og grunnskólaaldri væru eitthvað um 100 heyrnarskert börn. — Eg held að það sé mikilvægast fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta að fordóm- um í garð þeirra, sem ekki geta beitt fyrir sig mælsku eða orðum, verði eytt. Fólk sem hefur enga heyrn eða er heyrnarskert býr yfir jafnmiklum hæfileikum og annað fólk þó svo að það geti ekki tjáð sig eins auðveldlega, sagði Gunnar Salvarsson skólastjóri Heyrnleysingjaskólans að lok- um. 0 ÞJÓÐLÍF 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.