Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 86

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 86
UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR 3000 plöntur innihalda ef ni sem eru virk gegn krabbameini JJm 70% af plöntunum vaxa í regnskógunum. Lyfsem unnin eru úr plöntum seldust fyrir um 50 milljarða dala árið 1980 unnið háþrýstingi en runn- inn sem lyfið er unnið úr hefur verið notaður árþúsundum saman í róandi te. *Natríum krómóglýkat er virka efnið í Intal en það er eitt besta lyf sem völ er á gegn asma. Natríum krómóglýkat plöntu sem vex við Miðjarðar- hafið og hefur verið notuð frá örófi alda til þess að lina iðrakveisu. *Forskólín er unnið úr Coleus forskolis, plöntu sem er náskyld álfa- möttli. Þetta lyf er upprunnið á Indlandi og er notað gegn hjartveiki. Nú hefur komið í ljós að lyflð er ef til vill enn máttugra við ýmsum lungna- og augnkvillum. Rúmlega 300 nýlegar lærðar greinar eru til um áhrif þessa efnis, og sýnir það best hversu miklar vonir eru bundnar við það. Lækn- andi máttur þess er þó langt í frá nýlega uppgötvaður. Fyrstu lýsingu á heilsusamleg- um eiginleikum þess er að finna í æva- fornum læknaritum hindúa (Veduritunum), sem rituð eru á sanskrít. *Pílókarpín er lýtingur sem unninn er úr plöntunni Pilocarpus jaborandi. Lyfið er notað gegn gláku. *Þjóbrín er sýklalyf sem uppgötvaðist í ýmsum pilju- tegundum (Aspilia). *Nabílón er uppsölulyf sem er eitt margra virkra efna í hampjurtinni (Cannabis sat- iva). Ofangreind lyf eru öll unn- in úr plöntum en lyfjafræðing- ar leita fanga víðar en í regn- skógaflóru jarðar. Ymis dýr framleiða efni sem hafa reynst virk lyf. Þar á meðal er eitur sem hundruð ólíkra kóngulóa mynda og rannsóknir beinast nú í auknum mæli í þessa átt. Nefna má lyfið Kaptópríl sem er unnið úr eitri snáks sem lifir á Amasónsvæðinu í Suður- Ameríku. Það hefur reynst mjög öflugt við háþrýstingi. Þessi upptalning er stutt en hún ætti að sýna hversu mikil skammsýni það er að fórna náttúru jarðar í skammvinnu gróðakapphlaupi. Á hverjum einasta degi útrýmir manns- Bandaríska krabbameins- stofnunin hefur á skrá heiti 3000 plantna sem innihalda efni sem eru virk gegn krabbameini. Sjötíuafhundr- aði þeirra vaxa í ört minnk- andi regnskógum heims. Árið 1980 seldust í Banda- ríkjunum lyf sem unnin eru úr plöntum fyrir um átta millj- arða dala. Samsvarandi tala fyrir heiminn allan er nú um 50milljarðar dala. Eftirfarandi lyf eru meðal þeirra fjölmörgu sem sótt eru til plantna: *Sterahormónið díós- genín var uppgötvað í villtum kínakartöfl- um í Mexíkó og Guatemala og var notað í fyrstu getnaðar- varnarpill- una. Yfir 3000 aðrar plöntur eru not- aðar til þess að stýra frjósemi fólks. *Læknar hafa notað reserpín í yfir 30 ár til þess að ráða bót 86 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.