Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 T ækifærið Ísland er yfirskrift þessa sprotablaðs. Nýsköpun og sprotar færa okkur fram veginn í lífskjörum. Það fer vel á því þegar fimm ár eru liðin frá falli gömlu bankanna að benda á tækifærið Ísland þegar umræðan virðist fremur andsnúin íslensku atvinnu ­ lífi – og jafnvel sterkum frumkvöðlum. Það er mik ið afl sem felst í frumkvæði og dugnaði fólks. Sam ­ keppnishæfni Íslands við útlönd felst í orkunni, náttúrufegurðinni, fiskinum, hreina vatninu, hreina loftinu, staðsetningunni, sterkum innviðum – en ekki síst í hugmyndaríku fólki sem sér tækifæri í þessu umhverfi og vill gera sér mat úr þeim. Einhverjum kann að finnast of mikið sagt að ræða um tækifærið Ísland og með því sé dregin upp 2007­glansmynd; einhvers konar Holly wood ­ tjald sem ekkert sé á bak við. Að hljómurinn sé holur vegna þess að „hér varð hrun“. Vissulega er við ramman reip að draga í ríkisfjármálum, skattar eru íþyngjandi, fjárfestingar ónógar, vextir háir, talsverð verðbólga, skuldir ríkissjóðs of miklar, ólga á vinnumarkaði, gjaldeyrishöft sem skekkja myndina – og loks eru miklar umræður um gildi gjaldmiðilsins. Þetta eru viðfangsefni. En þegar kemur að sprotum og nýsköpun er stóra myndin sjálf viðskiptahugmyndin – peningar leita alltaf í góða hugmynd sem líkleg er til vinsælda og að verða að seljanlegri vöru. Því miður vex þeim ásmegin sem eru fastir í þeirri trú að nýjar auðlindir sé að finna í skatt lagn ingu á þá sem búa til verðmætin. Margir ná t.d. ekki andanum yfir því að sérstakt veiðgjald á útgerðir sé „aðeins“ 10 milljarðar króna, eða sama fjárhæð og á síðasta ári. Á sama tíma hafa fræðimenn fært fyrir því rök að of hátt veiðigjald leggi lítil og miðlungsstór fyrir tæki í sjávarútvegi í rúst – auk þess sem sjávar ­ út vegsklasinn á Íslandi og sú mikla nýsköpun sem þar á sér stað snúist um annað og meira en bara útgerðirnar. Innflæði þekktra erlendra frumkvöðla til lands ­ins með hugmyndir og fjármagn er til vitnis um tækifærið Ísland. Þeir trúa á íslenskt frumkvæði og áræði þegar nýsköpun er annars vegar. Þetta eru menn eins og Jón von Tetzchner, Róbert Wess­ man, Skúli Mogensen og Róbert Guðfinnsson. Eflaust toga átthagarnir í – römm er sú taug – en þeir koma inn með milljarða króna. Þá er upp ­ örv andi að sjá hvernig erlendir fjárfestar, eins og Bala Kamallakharan og KC Tran, trúa á land tæki ­ færanna. Eflaust dregur það ekki úr viljan um að erlendir fjárfestar hafa getað nýtt sér fjárfest ingar ­ leið Seðlabankans en sú leið veitir 20% afslátt af krónukaupum sé fjárfest hér á landi til langs tíma – en sá aflsláttur ræður tæplega úrslitum um fjár ­ festinguna heldur sjálf viðskiptahugmyndin. Lífskjör á Íslandi hefðu aldrei orðið jafngóð á síð ustu öld – og á svo stuttum tíma – nema vegna þess að hér voru einstaklingar sem tóku af skarið. Sterkt atvinnulíf án duglegra einstaklinga og frumkvöðla er ekki til. Frumkvöðlarnir í sjávar ­ út veginum eru löngu þekktir en einnig skal bent á frumkvöðlana í fluginu, menn eins og Al­ freð Elíasson og Kristin Olsen, en þeir stofnuðu ásamt fleirum Loftleiðir á lýðveldisárinu 1944 og hófu reglulegt flug frá Íslandi til Ameríku fyrir 65 árum. Enn er Ameríkuflugið ein af grunnstoðum Icelandair og leiðakerfi félagsins á milli Evrópu og Ameríku, með viðkomu á Íslandi, talið ein helsta auðlind Íslands. Stundum vaxa sprotafyrirtæki út fyrir Ísland og flytjast út. Hvað er raunar íslenskt við fyrir tæki þegar eigendurnir eru erlendir, sem og obbinn af starfsmönnum, stjórnendum, birgjum, við skipta vinum og lánardrottnum? Er það að kenni talan sé íslensk? Róbert Guðfinnsson segir í viðtali í þessu blaði að hann sjái í Bandaríkjunum, sér stak ­lega Kísil dalnum, hvað dáðst sé að mönnum sem stöðugt reyna að skapa og framkvæma. „Þar eru frum kvöðlar endurreistir aftur og aftur og eini glæp ­ ur inn sem menn geta framið er sá að gera ekki neitt.“ Eðlilega eru nokkrar umræður um það hvort fjármagnshöftin og gjaldmiðillinn fæli erlendra fjárfesta frá íslenskum sprotafyrirtækjum og ný ­ lega sagði formaður Samtaka iðnaðarins að sífellt fleiri erlendir fjárfestar óskuðu eftir því að sprota ­ fyrirtæki flyttu höfuðstöðvar sínar til útlanda. Þá væri sömuleiðis erfitt fyrir sprotafyrirtæki að fá hingað erlenda starfsmenn vegna lakra lífskjara og lágra launa. Gjaldeyrishöftin þvælast augljóslega fyrir þótt erlendir fjárfestar geti að vísu fengið arðgreiðslur af fjárfestingum sínum út til sín. En innflæði fjárfesta, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin, sýnir að fjárfestar koma og fara. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir frumkvöðla að komast frá hugmynd og á markað. Þannig var það líka fyrir tíma gjald eyris ­ haftanna. Áhugi fjárfesta snýst fyrst og fremst um það hvort sprotafyrirtækin sé með seljanlega vöru. Lág laun á Íslandi eru bæði veikleiki og styrk leiki þegar kemur að samkeppnishæfni. Framleiðsla færist frekar til landa þar sem vinnu afl er hlut falls ­ lega ódýrt og oft geta ung sprota fyrirtæki hvorki greitt há laun né hafa efni á að taka lán. Það er hins vegar rétt að menntaðir Íslend ingar erlendis, sem og útlendingar, í góðum störfum flytjast síður til Íslands ef laun, lífskjör og starfs aðstaða hér eru miklu lakari en erlendis. Og þeir fara sömuleiðis frekar út eigi þeir kost á því. Þetta er ekki nýtt vandamál og ekki bundið við Ísland – kallast í hagfræðinni „að speki leki“ á milli landa. Lífskjör á Íslandi munu alltaf snúast um verð ­ mæta sköpun, nýsköpun, áræði og þor frumkvöðla. Gróska í heimi sprotafyrirtækja er tákn um tækifærið Ísland. Tækifærið Ísland Jón G. Hauksson Gróska í heimi sprotafyrir- tækja er tákn um tækifærið Ísland. LEiðaRi islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við út á hvað starfið gengur. Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf fyrir stór og smá fyrirtæki í smásölu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt smásölufyrirtækjum þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga. Rúnar Björgvinsson hefur 25 ára reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja í smásölu. Rúnar er útibússtjóri hjá Íslandsbanka. E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 8 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.