Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 73
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 73 Startup Reykjavík er ný sköpunarsmiðja þar sem sprotafyrirtæki eru valin til þátttöku í verkefni sem stendur yfir í tíu vikur ár hvert. Fyrirtækin sem eru valin hverju sinni fá tvær milljónir króna frá Arion banka gegn 6% hlut hans í fyrirtækjunum. Rúm lega tvö hundruð umsóknir bárust í ár og voru tíu fyrirtæki valin til þátttöku. „Fyrirtækin fá sameiginlega vinnuaðstöðu og leiðsögn frá rúmlega sextíu mentorum – for stjórum, sérfræðingum og athafnamönnum. Þau fá síðan að endingu tækifæri til að kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir fjárfestum á lokuðum viðburði með það að markmiði að fá frek­ ara fjármagn,“ segir Einar Gunn­ ar Guðmundsson, sérfræðingur frumkvöðla­ og nýsköpunarmála hjá Arion banka. „Markmiðið er að gera eins mik ið og mögulega er hægt á þessum tíu vikum og að öll verk ­ efnin verði fjárfestingarhæf að þeim loknum.“ Startup Reykjavík var haldið í fyrsta skipti árið 2012 og segir Einar Gunnar að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá hvað varðar skipulagningu og utanumhald. „Við höfum reynt að gera þetta betur, bæta við ólíkum stuðningi og gera verkefnið sýni­ legra og aðgengilegra fyrir alla.“ Óskipulagt fjárfestaum­ hverfi Einar Gunnar segir að fyrirtæki með ólíkar áherslur taki þátt í Startup Reykjavík. Fyrirtæki í tækni­ og upplýsingatæknigeir­ anum voru áberandi þegar sótt var um í fyrra en meiri fjölbreyti­ leiki einkenndi þátttakendur í ár. Þar má nefna vínframleið anda, upplýsingatækni­, ferða þjón ­ ustu­, hönnunar­ og lyfja fyrirtæki. „Þetta gefur hugmynd um hvað er að gerast í íslensku frum ­ kvöðla umhverfi, sem er afar blómlegt í dag.“ Einar Gunnar bendir á að Arion banki sé orðinn virkur þátt tak­ andi í að byggja upp öflugt frumkvöðlaumhverfi hér á landi og sé eini skipulagði fjárfestir­ inn á sprotastiginu. „Startup Reykjavík er í fyrsta lagi stærsta og mikilvægasta verkefnið okkar. Við styðjum í öðru lagi duglega við Sprotaþing Íslands, sem er haldið í bankanum tvisvar á ári. Svo höfum við verið að halda nám skeið m.a. í samstarfi við Ný sköpunarmiðstöð. Ég myndi segja að frumkvöðla­ umhverfið í heild sinni hér á landi væri orðið nokkuð gott; jafnvel í samanburði við önnur lönd. Stuðningur af ýmsum toga er nú í boði sem ekki var áður. Það sem liggur hins vegar mest á að gera núna er að þroska fjárfestaumhverfið á sama hraða og hefur gerst hvað varðar frumkvöðlaumhverfið síðustu misseri. Þar eru nokkrir þættir sem skipta máli. Fjárfestar þurfa aðgang að fjárfestingum. Oftar en ekki er sú leit tilviljanakennd. Það eru mikil tækifæri fólgin í að skipuleggja sig betur, bæði m.t.t. þess að skanna markaðinn og í betri samvinnu fjárfesta á milli. Ef fjárfestar hafa áhuga á ungum fyrirtækjum ættu þeir að fjárfesta í mörgum en ekki fáum upp á áhættudreifingu að gera. Minni upphæðir í hvert en jafnvel nokkrir saman í hverri fjárfest ingu. Einhver einn þarf að fara fyrir fjárfestahópnum og eiga samskipti við fyrirtækið. Skipu lagning eins og þessi er vænlegri til árangurs fyrir bæði fjárfestinn og fyrirtækið. Þarna eru enn mikil tækifæri og þeir sem vinna svona munu líklega uppskera eftir því. Arion banki stefnir á að vinna enn frekar með bæði frumkvöðlum og fjárfest­ um.“ „arion banki er orð­ inn virkur þátttak­ andi í að byggja upp öflugt frum kvöðla ­ umhverfi hér á landi.“ Fjárfestingarhæf verkefni arion banki og klak innovit stóðu á bak við startup reykjavík í annað skipti í sumar. Um er að ræða nýsköpunarsmiðju þar sem sprotafyrirtæki fá tíu vikna þjálfun og ráðgjöf frá reynsluboltum hverjum á sínu sviði og má þar nefna forstjóra, sérfræðinga og athafnamenn. Hugmyndin er að hjálpa til svo að nýjar viðskiptahugmyndir verði að veruleika. A r i o n b a n k i – S t a r t u p R e y k j a v í k Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson Einar gunnar guðmundsson. „arion banki stefnir á að vinna enn frekar með bæði frumkvöðlum og fjárfestum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.