Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
gJaLdEyRiShöFtiN
Þetta er mjög tvíbent staða. Erlendur fjárfestir fær gengisafslátt ef hann flytur fé til landsins. Á móti
kemur hin pólitíska óvissa.
Hvenær verða gjaldeyrishöft
in leyst? Og erlendir fjárfestar
töpuðu sexfaldri þjóðarfram
leiðslu Íslands á íslensku
bönkunum. Þarna takast því á
afslátturinn sem er í boði og ótt
inn við að tapa öllu,“ segir Már
Wolfgang Mixa fjármálafræðing
ur um áhrif gjaldeyrishaftanna
á möguleika frumkvöðla til að
nálgast vaxtarfé.
Í viðtölum Frjálsrar verslunar
við frumkvöðla hefur komið fram
að erlendir fjárfestar óttast efna
hagsumhverfið á Íslandi. Þeir
hafa áhuga á hugmyndum frum
kvöðlanna en vilja ekki fjárfesta
af ótta við að festast með fé sitt
bak við gjaldeyrishöft á Íslandi
og fá það aldrei aftur. Því hefur
viðkvæðið stundum verið: Kæri
íslenski frumkvöðull, komdu með
hugmynd þína til útlanda og þá
færðu vaxtarfé.
Helga Valfells, framkvæmda
stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnu
lífsins, segir að gjaldeyrishöftin
séu vissulega ekki til bóta en
þau fæli ekki endilega erlenda
fjárfesta frá góðum hugmyndum.
„Fyrir tíma haftanna var líka
erfitt að fá erlent áhættufé í
ný sköpun á Íslandi. Og núna
á tíma gjaldeyrishaftanna hafa
álitleg fyrirtæki náð samningum
við erlenda fjárfesta ef þau eru
þegar komin með seljanlega
vöru. Það hefur alltaf verið erfi tt
stig að komast frá líklegri hug
mynd og á markað,“ segir Helga.
Ókunnugleikinn fælir frá
Helga segir að ókunnugleiki og
óvissa fæli frá en samt ekkert
sem útilokar að erlendir fjár festar
komi til Íslands. „Það eru þó
nokkur dæmi um nýsköpunar
fyrirtæki sem hafa fengið erlent
vaxtarfé. Þar virðist ráða úrslitum
að hugmyndin sé góð og sum
eru enn með höfuðstöðvar á
Íslandi,“ segir Helga.
Már Mixa segir líka að óttinn
við íslenskt fjármálaumhverfi
ráði miklu. Þessi ótti stafi af
póli tískri óvissu á Íslandi. Enn
hafi ekki komið fram skýr stefna
um hvernig gjaldeyrishöftum
verði aflétt. Hins vegar geti hinn
erlendi fjárfestir flutt arð úr landi
og fengið betri ávöxtun á fé sínu
þannig en að hafa peningana í
banka á lágum vöxtum. Þar að
auki megi færa fyrir því rök að
kaup í félögum sem íslensku
lífeyrissjóðirnir hafa ekki heimild
til að kaupa í séu hagstæð.
„Gengisafslátturinn, arðvonin
og hagstætt verð ættu því að
freista erlendra fjárfesta en
á móti kemur óttinn við lokað
hagkerfi og ótryggt efnahags
umhverfi,“ segir Már.
Hversu alvarleg hindrun eru gjaldeyrishöftin
fyrir nýsköpun á Íslandi? Enginn mælir höftunum
bót en þau bjóða líka upp á möguleika. Erlent fé
fjárfesta kemur í einhverjum mæli inn þótt margir
frumkvöðlar kvarti undan fjárþurrð.
TexTi: Gísli KrisTjánsson
Hversu alvarleg hindrun
eru gjaldeyrishöftin?
„Fyrir tíma haftanna
var líka erfitt að fá
erlent áhættufé í ný
sköpun á Íslandi.“
Gjaldeyrishöft og nýsköpun:
helga Valfells, framkvæmda stjóri
Nýsköpunarsjóðs.
már Wolfgang mixa.