Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 31 „Vaxtarmöguleikar eru gríðarlegir en fjármögnunarkostir þröngir vegna gjaldeyrishafta.“ Davíð Guðjónsson framkvæmdastjóri og tveir skólabræður hans stofnuðu fyrir fjórtán árum nýsköp un arfyrirtækið Handpoint um hugmynd sem enginn sá þörf fyrir þá; snjallposa, sem eru þráðlausir posar fyrir greiðslukort. SnjallgreiðSlur Núna eru svokallaðir kortagreiðslupos­ar sjálfsagðir á veitingastöðum, verslunum og raunar hvar sem er. Fólk greiðir fyrir matinn með greiðslukorti við afgreiðslukassann, við borðið eða úti í mörkinni. Í posanum er í raun innbyggður farsími sem sinnir tengingunni við bankann. Sjálf sagt mál á okkar þráðlausu öld. Davíð segir að lausn Hand­ point hafi þá sérstöðu að hún sé ódýrari og öruggari en aðrir posar. Þetta er annars tiltölu­ lega dýr tækni. Margir eigendur minni veitingahúsa og verslana hafa ekki efni á dýrum greiðslu­ lausnum og verða fyrir vikið af viðskipum þar sem fæstir ganga með seðla á sér í dag. Einfalt í símalausu landi Þetta er sérstaklega mikið vanda mál í vanþróuðum löndum þar sem þessi tækni er oft mjög dýr. Snjallposinn frá Handpoint er mun ódýrari en hefðbund­ inn posi þar sem hann er án inn byggðs farsíma og prentara sem lækkar verðið um tvoþriðju að sögn Davíðs. „Í flestum vanþróuðum löndum eru farsímar algengir en engar landlínur fyrir hendi. Allir eiga farsíma en fasttengdir símar eru varla sjáanlegir,“ segir Davíð. „Okkar lausn gerir ráð fyrir því að notandi snjallposans tengi hann við farsímann sinn með blátönn og þá þarf hann ekki kaupa eða leigja dýran posa með innbyggðum farsíma. Einn sími er nóg og með þessari leið gerum við kaupmanninum kleift að taka við kortagreiðslum án mánaðargjalda.“ Þessi tækni hefur leitt til þess að Handpoint hefur náð góðum samningum bæði í Afríku og Evrópu. Í Evrópu eru innleiðingar í meira mæli hjá stærri verslunar­ keðjum sem gera þeim kleift að taka við greiðslum hvar sem er í búðinni, með hjálp spjaldtölva. Spjaldtölvan er að skipta út hinum hefðbundna búðarkassa á sama hátt og snjallsímar og spjaldtölvur eru smám saman að skipta út borðtölvum, sem er tækifærið sem Handpoint fangar. Forskot á markaði en vaxtarfé skortir „Vaxtarmöguleikar eru gríðarleg­ ir en fjármögnunarkostir þröngir vegna gjaldeyrishafta. Við erum með mikil tækfæri í höndunum og fullt af viðskiptavinum og tækifærum en þurfum að vaxa hraðar en tekjur leyfa til að missa ekki forskotið og erum því að leita að vaxtarfé,“ segir Davíð. Fyrirtækið getur ekki vaxið ein­ angrað á bak við gjaldeyrishöft á Íslandi, sem er meðal annars ástæðan fyrir því að Davíð býr núna í Cambridge á Englandi þótt flestir starfsmenn fyrritæk­ isins starfi enn heima. „Það er sorglegt að segja það en það er varla hægt að ráð­ leggja frumkvöðlum að byggja sitt fyrirtæki upp á Íslandi vegna þess umhverfis sem íslensk fyrirtæki búa við í dag,“ segir Davíð. Þó segir hann umhverfi til nýsköpunar hafa batnað mikið frá því að hann byrjaði á liðinni öld. Hann segir tækniþróunar­ sjóð Rannís hafa breytt miklu, til urð og stefna Frumtaks fjár festingarsjóðs og skattafrá ­ dráttur vegna rannsókna­ og þróunarkostnaðar hjálpi mikið til. Ómetanleg sé svo ráðgjöf hæfra manna við uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja og nefnir hann þar sérstaklega Þórð Magn ússon, stjórnarformann Handpoint. En án vaxtarfjár­ magns til nýsköpunarfyrirtækja í útflutningi getur róðurinn orðið erfiður. „Svo kemur að því að taka stökkið yfir Atlantshafið. Þá vant ar fjármagn. Það er mjög takmarkaður aðgangur að vaxtarfé og enginn erlendur vaxtarfjár festir vill fjárfesta í gjaldeyris höftum og óvissu í efna hagslífinu,“ segir Davíð. „Það er því mikil áskorun fyrir okkur að fjármagna vöxtinn og heldur ekki hlaupið að því að flytja fyrirtækið úr landi til að nálg ast erlent fjármagn. Ýmis eldri tæknifyrirtæki á Íslandi – t.d. Össur, Marel og Actavis – höfðu greiðan aðgang að ódýru lánsfé og gátu fjármagnað vöxt sinn á sínum tíma en það lánsfé hefur nánast þurrkast upp eftir hrun. Við eigum því miður á hættu að missa af lestinni vegna þess að okkur skortir vaxtarfé. Þróunin er ör og keppinautarnir eiga mun greiðari aðgang að fjármagni. Við náum því kannski ekki að gera fyrirtækið eins stórt og möguleikar gefa tilefni til, en við stefnum eins hátt og hægt er í ljósi aðstæðna,“ segir Davíð Guðjónsson. Davíð Guðjónsson hjá Handpoint: davíð guðjónsson með snjallposann frá handpoint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.