Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 95 Ljúfsárar hækkanir „Margir gæla enn við að N1 grípi tækifærið og komi inn á síð asta ársfjórðungi.“ vonast til að sjá stór félög eins og Sjóvá, Skipti og Reiti fara á markað, fyrr en síðar. Hér annars staðar er bent á þau tækifæri sem skráð félög geta fengið þegar kemur að yfirtökum og hagræðingum. En hvað skyldi hafa einkennt hluta bréfa ­ markaðinn það sem af er ári fyrir utan endalausar hækkanir á Icelandair, rétt eina ferðina? „Það sem stendur upp úr er annars vegar að ný fyrirtæki eru að koma á markað og hins vegar hve hlutabréfaverð hefur hækkað á árinu. Það er sérstaklega gleðilegt að sjá hve ný fyrirtæki fá góðar móttökur á markaði og væntanlega hvetur það önnur til skráningar. Jafnframt er það batamerki að sjá verðbréfaverð hækka og endurspeglar trú markaðsaðila á að hlutirnir séu í réttum farvegi,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, fyrr verandi alþingismaður og nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði efnahags­ og fjármála. En þrátt fyrir batamerki er það ekki svo að íslenskur hlutabréfamarkaður sé búinn að sannfæra alla um að allt sé gleymt og grafið frá fyrri tíð. „Kauphöllin – eða réttara sagt skráð fyrirtæki – á enn langt í land með að vinna sér inn þann trúverðugleika sem er forsenda þess að sæmilega virkur hlutabréfamarkaður myndist hér á landi. Í þeim efnum er sígandi lukka líklega best,“ segir Óli Björn Kárason, hagfræðingur og viðskiptablaðamaður. BóLuMyNDuN OG GJALD- eyRISHÖFT Engum dylst að yfir mörgu er að gleðjast það sem af er ári í Kauphöll. Engu að síður eru fjárfestar enn að velta fyrir sér hættu á bólu myndun í hinu að mörgu leyti ósjálf ­ bæra íslenska hagkerfi. Óli Björn bendir á þá augljósu staðreynd að innlendur hluta bréfa ­ markaður glími eins og aðrir við þann vanda sem fylgir gjaldeyrishöftum. „Í lokuðu peningakerfi verða til bólur. Þetta á jafnt við um hlutabréfamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og fleira. Eðlileg verð ­ myndun er forsenda þess að markaðir geti gegnt sínu hlutverki. Og verðmyndun á íslenskum hlutabréfum verður aldrei eðlileg í umhverfi hafta þegar helstu leikendur á markaði eru stórir stofnanafjárfestar, sem er stjórnað án beins umboðs frá þeim sem eiga fjármunina.“ Óli Björn segir að þótt við getum verið sæmilega bjartsýn á að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin (að mestu) á komandi miss ­ erum sé því miður ekki að sjá að pól itískur vilji sé til þess að tryggja beina aðkomu þeirra sem eiga lífeyrissjóðina að stjórnun þeirra og stefnumörkun. Margir sérfræðingar telja að íslenskir lífeyrissjóðir, sem búa við gjaldmiðilshöft eins og aðrir, séu allt of stórir fyrir íslenska kauphöll og það skapi mikla hættu á bólu myndun. Og sumir hafa ráð við því. Við skulum ganga í smiðju reynds stjórn ­ málamanns og fjárfestis. „Það mætti hugsa sér að lækka iðgjöld meðan flæði fjármagns til og frá landinu er heft eða minnka greiðslur í hefðbundna lífeyrissjóði með því að koma samhliða á svipuðu fyrirkomulagi og í Bandaríkjunum með K401­sparnaðarformi. K401­lífeyrissjóðir eru alfarið í eigu viðkomandi einstaklings og eigandinn getur sjálfur haft áhrif á hvern ­ ig þeim sparnaði er varið. Ákvarðanir um viðskipti í kauphöll dreifast því mun meira en þegar allt fjármagn er í höndum stjórn ­ enda fárra lífeyrissjóða,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fjárfestir og fyrrverandi alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.