Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að starfsmenn þar hafi undanfarin misseri
verið í töluverðum samskiptum
við smærri fyrirtæki, Klak og fleiri,
sem koma að sprotafyrirtækjum.
„Skoðun okkar er að litlu
félögin hafi meira og minna litið
framhjá fjármögnun á markaði.
Við rekum markað bæði hér á
landi og í systurkauphöllunum á
Norðurlöndum, First North, ætl
aðan litlum félögum. Þarna eru
mörg félög af stærðargráðunni
1820 starfsmenn og 400500
milljónir króna í árstekjur. Þessi
markaður gerir vægari kröfur en
Aðalmarkaðurinn og við teljum
að það séu mikil tækifæri fyrir
íslensku sprotafyrirtækin að líta
á þennan vettvang. Auðvitað
hentar þetta ekki öllum en við
sjáum fjölmörg fyrirtæki sem
ættu fljótlega að líta á þennan
möguleika.“
Páll segir að Kauphöllin sé æski
legur vettvangur fyrir félög sem
eru komin af örstiginu og þarfn ast
stökkpalls til að fara á næsta stig,
sem er erfitt að kom ast á nema
geta fjármagnað sig með sæmi
lega myndarlegum hætti.
Þarf lagabreytingu
Kauphöllin hefur verið í ágætu
samstarfi við Klak Innovit en
markmið þess er m.a. að vera
farvegur nýrra sprotafyrirtækja.
„Við komum m.a. að Gullegginu
– samkeppni sprotafyrirtækja –
og höfum stutt við það og haft
mikinn áhuga á því. Við höfum
reynt að stuðla að því með
sam tölum okkar við stjórnvöld
og samtök sprotafyrirtækja og
fleiri að lífeyrissjóðunum yrði
gert auðveldara að fjárfesta í
sprotafyrirtækjum í gegnum First
Northmarkaðinn. Það hefur verið
mikill einhugur með okkur og
sprotasamfélaginu um að greiða
þeim þessa leið að fjármagni.
Við höfum heimsótt fjölmörg
sprota fyrirtæki undanfarna
mánuði og fengið þau í heim sókn,
einfaldlega til þess að reyna að
komast að því hvernig við gætum
sem best aðstoðað þau, og erum
að velta fyrir okkur ýms um leiðum
í þeim efnum.“
Páll bendir á að lífeyrissjóðirnir
hafi takmarkaðar heimildir til fjár
festinga á First Northmarkaðn um
en fjárfestingar þar eru skráðar
í bókum lífeyrissjóðanna sem
óskráð bréf. „Þetta hamlar getu
sjóðanna til þátttöku á þessum
vettvangi þrátt fyrir að hann
í raun og veru uppfylli allar
helstu kröfur um fjárfestavernd.
Að okkar mati þarf að koma á
lagabreytingu. Ef okkur tækist
að byggja upp þennan vettvang
gæti að okkar mati verið þarna
gríðarlega mikil breyting fyrir
fjármögnunarumhverfi sprota
fyrirtækja.“
Skapa stóran hluta nýrra
starfa
Páll segir að sér finnist vera
óvenju mikill kraftur í sprotasamfé
laginu á Íslandi og mörg spenn
andi verkefni í far vatninu. „Við
sáum það síðast í tengslum við
Gulleggið og Startup Reykjavík
þegar mörg öflug fyrirtæki kynntu
hugmyndir sínar.
Aðalhættan er að margar
gjald gengar hugmyndir nái ekki
fram að ganga vegna þess að
fjármögnun skilar sér ekki. Auð
vitað leysir markaðurinn ekki allan
vanda í þeim efnum en hann
getur greitt aðgang að fjár magni.
Ég held að þarna séu mikil
tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf
því smá vaxtarfyrirtæki erlendis
eru að skapa hlutfallslega mjög
stóran hluta nýrra starfa og ég
sé enga ástæðu til annars en að
það eigi eftir að verða raunin líka
hér á landi.“
Þegar Páll er spurður hvort
hann telji að gjaldeyrishöftin séu
ungum sprotafyrirtækjum til traf ala
segir hann engan vafa leika á því.
Höftin flæki mjög sókn á erlenda
markaði og fjölþjóðlega starfsemi.
„Slíkt vefst fyrir stærri fyrirtækjum,
hvað þá fyrirtækjum á sprotastigi.
Sumir flýja einfaldl ega höftin og
koma sér fyrir erl endis með þeim
afleiðingum að aldrei verða úr
starfseminni verðmæti fyrir íslenskt
þjóðarbú.“
„Óvenjumikill kraftur
er í sprotasamfélagi
nu á íslandi og mörg
spennandi verkefni í
farvatninu.“
„við höfum reynt að stuðla að því með samtölum okkar við stjórnvöld ásamt samtökum
sprotafyrirtækja og fleirum að lífeyrissjóðunum yrði gert auðveldara að fjárfesta í sprota
fyrirtækjum í gegnum First northmarkaðinn. Það hefur verið mikill einhugur með okkur
og sprotasamfélaginu um að greiða þeim þessa leið að fjármagni,“ segir Páll Harðarson,
forstjóri kauphallarinnar.
Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
páll harðarson. „aðalhættan er að margar gjaldgengar hugmyndir
nái ekki fram að ganga vegna þess að fjármögnun skilar sér ekki.“
First North-markaðurinn
ætlaður litlum félögum
K a u p h ö l l i n ( N A S D A Q O M X I c e l a n d )