Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 80
80 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
ÁhöFNiN Í SEXtÍU og Fimm ÁRa aFmÆLiSFLUgiNU. Frá vinstri: Jóhann axel thorarensen flugmaður, geirþrúður alfreðsdóttir flugstjóri og flug-
freyjurnar Stefanía Rós benónýsdóttir, katrín guðný alfreðsdóttir, Ásdís Sverrisdóttir, halldóra Finnbjörnsdóttir og gunnhildur mekkinósson.
Þ
að fór vel á því áhöfnin í sextíu og
fimm ára afmælisflugi Icelandair til
New York, væru afkomendur frum
herjanna sem flugu til borgarinnar
fyrir sextíu og fimm árum.
Flugstjóri í fluginu 25. ágúst sl. var Geirþrúður
Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Elíassonar,
fyrrverandi forstjóra Loftleiða og Flugleiða,
en hann var einmitt flugstjóri í fyrsta fluginu.
Lagt var af stað í fyrstu áætl unarferðina til
Bandaríkjanna klukkan rúm lega níu að kvöldi
25. ágúst 1948 á 46 sæta Skymasterflugvél sem
bar nafnið Geysir. Ferðin tók um fjórtán tíma.
Millilent var í Goose Bay í Kanada til að taka
eldsneyti og lenti svo vélin á Idlewildflugvelli
í New York rétt eftir hálftvö hinn 26. ágúst, en
flugvöllurinn var endurskírður JFK 1963. Koma
Geysis til New York vakti talsverða athygli
og birtust fréttir af þessu fyrsta íslenska áætl
unarflugi í helstu dagblöðum vestra.
FRUmkVöðLaR Í FLUgiNU
Frá vinstri: Stefanía Ástrós og Jökull alfreð, börn
geirþrúðar alfreðsdóttur flugstjóra, geirþrúður
og systir hennar katrín alfreðsdótttir.
geirþrúður alfreðsdóttir flugstjóri og Jóhann
axel thorarensen flugmaður í afmælisfluginu.
Afkomendur frumherja
við stjórnvölinn til New York
Áhöfn Geysis til New York
25. ágúst 1948
Alfreð Elíasson, flugstjóri og síðar
forstjóri.
Kristinn Olsen, flugmaður og síðar
stjórnarmaður í félaginu.
Halldór Guðmundsson, flugvélstjóri
og síðar yfirmaður viðhalds.
Axel Thorarensen yfirsiglingafræðingur.
Bolli Gunnarsson yfirloftskeytamaður.
Sigríður Gestsdóttir flugfreyja.
Fríða Mekkinósdóttir flugfreyja.
Áhöfn ICE 615 til New York hinn 25. ágúst 2013
Allir í áhöfninni tengdust eitthvað ferðinni fyrir sextíu og fimm árum.
Geirþrúður Alfreðsdóttir flugstjóri, dóttir
Alfreðs Elíassonar flugstjóra, síðar forstjóra.
Jóhann Axel Thorarensen flugmaður, barna
barn Axels Thorarensen siglingafræðings.
Katrín Guðný Alfreðsdóttir flugfreyja,
dóttir Alfreðs Elíassonar flugstjóra.
Gunnhildur Mekkinósson flugfreyja,
bróður dóttir Fríðu Mekkinósdóttur flugfreyju.
Ásdís Sverrisdóttir flugfreyja, barna
barn Sigurðar Magnússonar, blaðafulltrúa
Loftleiða og farþega í ferðinni.
Halldóra Finnbjörnsdóttir flugfreyja, dóttir
Finnbjörns Þorvaldssonar, skrifstofustjóra
Loftleiða.
Stefanía Ástrós Benónýsdóttir flugfreyja,
dóttir Geirþrúðar og barnabarn Alfreðs
Elíassonar.
Eru snjalltæki þinna
starfsmanna örugg?
Vodafone Secure Device Manager gerir þér
kleift að vernda gögn og stýra notkun.
Örugg samskipti bæta lífið
vodafone.is
„Í afmælisferðinni
spjöll uðum við Jó hann
axel mikið um þessa
fyrstu ferð og veltum
t.d. fyrir okk ur í hvaða
hæð þeir hefðu flogið og
hvort þeir hefðu verið í
skýjum eða ókyrrð.“