Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Patrick Lencioni er höf­undur bókarinnar The Ad vantage og segir Ásta Bjarna dóttir að í henni sé að finna aðgengilegt líkan sem tengist því að hvaða leyti fyrirtæki geti talist heil brigt. Ásta segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að hópur æðstu stjórn ­ enda myndi sterka liðsheild, að á meðal þeirra ríki opin skoð ana ­ skipti, að þeir treysti hver öðrum, viðurkenni mistök, taki sameigin­ lega ábyrgð og setji heildina framar hagsmunum hverrar ein­ ingar sem þeir séu fulltrúar fyrir. Stjórnendur þurfi síðan að standa við þær sameiginlegu ákvarðanir sem teknar eru. „Annað atriðið er að fyrirtækið hafi skýra stefnu en í því felst að hafa skýr svör við ákveðnum lykil­ spurningum um tilgang, viðmið og gildi fyrirtækisins, starfssvið, sérstöðu, hvernig menn ætli að ná árangri og hvert sé megin­ mark miðið á hverjum tíma. Þriðja atriðið tengist því að þess ari stefnu sé miðlað stans­ laust til starfsmanna þannig að þeir fái það miklar upplýsingar um stefnuna að allir viti svörin við lykilspurningunum.“ Fjórða atriðið er útfærsla stefn­ unnar í ýmsum mannauðsstjórn­ unarkerfum þannig að fyrirtækið nái að stýra hegðun starfsmanna í samræmi við stefnuna. Stefnan þarf t.d. að koma fram í ráðn­ ingar stefnu, þjálfunaráherslum, frammistöðumati og öllum hvata­ og umbunarkerfum. Svo fyrirtæki geti talist heilbrigt dR. Ásta BjaRnadóttiR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN SkoðUN Ásta segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að hópur æðstu stjórn enda myndi sterka liðsheild, að á meðal þeirra ríki opin skoð- ana skipti, að þeir treysti hver öðrum, viðurkenni mistök. Oft heyrir maður fólk lýsa því yfir að skrítið sé að ein staklingur án sér fræðigráðu á starfssviði ráðu neytis sé ráðherra. Hvað er dýralæknir að gera sem fjár málaráðherra? Hvað er flug freyja að gera í forsætisráðu ­ neyt inu? Svarið er að hlutverk ráðherra er að gæta hagsmuna kjósenda sinna gagnvart stjórn ­ sýslunni og tryggja að hún starfi í samræmi við vilja meirihluta kjósenda. „Sérfræði“ ráðherra felst í því að hafa áunnið sér traust meðal hóps kjósenda og komið sér upp tengslaneti sem nær víða um þjóðfélagið. Nær er að líta á ráðherra sem tengilið á milli kjósenda og stjórn sýslunnar. Reyndar má segja að þetta hlutverk tengi ­ lið arins vinni í báðar áttir. Innan ráðuneytisins talar ráðherra máli kjósenda sem hann sækir umboð sitt til. Út á við kemur ráð herrann svo fram sem talsmaður ráðuneytisins gagn­ vart þingi og almenningi. Sú staðreynd að íslenskir ráðherrar velja sér oft aðstoðarmenn úr hópi ungliða innan flokka sinna sýnir hversu mikilvægt ráðherr­ ar í gegnum tíðina hafa talið það vera að rækta tengslin við flokksmenn. Jafnframt bendir hún til þess að nýir ráðherrar treysti þeim sérfræðingum sem á vegum ráðuneytanna starfa. Að auki starfa auðvitað sérskip­ aðar nefndir og sérfræðinga ­ hópar að stefnumótun sem fellur að áherslum ráðherra.“ Í hverju er ráðherra sérfræðingur? dR. stefanía óskaRsdóttiR – lektor við Hí STJÓRNMÁL Það er ekkert í hendi ÁRni ÞóR ÁRnason – stjórnarformaður oxymap ehf. FYRIRTÆKJA- REKSTUR Árni Þór Árnason segir að það sé sérstakur rekstur sem gengur út á að gera út á styrki og þá sérstaklega þeg ­ ar sótt er á mið sem þykja duttl ­ unga full og byggjast að miklu leyti á lobbíisma að hætti Was hintgton. „Íslendingar eru ekki slyngastir á þessu sviði þótt við séum næst ­ um því best á mörgum öðrum sviðum. Þetta er eins og með íslenska veðrið – það er ekkert í hendi og það getur samtímis verið rigning og sólskin og auk þess pínulítill vindur eða rok.“ Árni Þór segir að nýjasta uppá­ koman sé tengd Matís og öllum aðlögunarstyrkjunum að ESB. „Forstjórinn sýnir spilin og kemur fram í fréttatímum og harmar þetta og gefur í skyn að stofnunin sé í andarslitrunum. Hann talar m.a. um allar kröfurnar sem þurfi að uppfylla og að engir peningar séu í spilinu. Fjölmiðlar taka þessu fagnandi í gúrkutíðinni og úr verður mikið fár.“ Árni Þór veltir upp þeirri spurn ­ ingu hvort það sé ekki alltaf stjórn unarleg lausn í sjónmáli og hvort Matís geti ekki fengið alla peningana sem spöruðust við það að senda alla þingmenn ina og starfsmenn ráðuneyta og ráð gjafa til Brussel á fundi til að hlusta og sækja gögn og krossa próf. „Svo kom líka einhvers staðar fram að við þurfum að leggja í púkkið dýrmætan gjaldeyri. Allir dagpeningar, hótelreikningar, matarreikningar og ferðakostn­ aður hljóta að fara langt með að fylla upp í gatið. Við ættum að hysja upp um okkur buxu­ rnar, hætta að væla og fara í þau verkefni sem henta Íslandi. Látum hitt eiga sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.