Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 iNNFLÆði FRUmkVöðLa Róbert Wessman er for ­stjóri bandaríska lyfja ­fyrir tæki sins Alvogen. Fyrirtækið er á leiðinni með mikið fjármagn til landsins og stefnir það að heildarfjárfestingum hér fyrir um 25 milljarða króna á næstu árum. Er um eina mestu erlenda fjárfestingu á Íslandi að ræða frá hruni verði hún að veru ­ leika. Alvogen hyggst reisa um ellefu þúsund fermetra bygg ingu undir Hátæknisetur við Sæm ­ undargötu og mun hún kosta um sex milljarða króna. Hátæknisetrið verður starfrækt í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið innan tveggja ára og að fyrstu líftæknilyf Al vogen verði sett á markað á árinu 2019. Í Hátæknisetri Alvogen er fyrir hugað að þróa og framleiða sam heitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðs setja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári. Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu há tækni ­ seturs. Ýmsir þættir hafa hins vegar áhrif á endanlega niður ­ stöðu, s.s. leyfisveitingar. Hátæknisetrið verður rekið sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og munu um 200 starfsmenn Alvogen vinna þar og hafa m.a. samstarf við deildir og stofnanir innan Háskóla Íslands, þar á meðal verkfræðideildir og lyfjafræðideild skólans. Dr. Fjalar Kristjánsson, fram ­ kvæmdastjóri tækni­ og gæðasviðs Alvogen, mun stýra hönnun og uppbyggingu setursins, sem m.a. hefur verið unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur áratuga reynslu af lyfjageiranum og hefur verið lykilstjórnandi hjá Alvogen, Actavis og Delta. Erlendir lykilstjórnendur með áratuga reynslu á sviði líftækni ­ lyfja hafa einnig verið ráðnir til Alvogen og munu styðja við vöxt félagsins á þessu sviði. „Ísland er ákjósanlegur stað ur fyrir lyfjaþróun þar sem einka ­ leyfaumhverfi hér á landi gerir fyrirtækjum kleift að hefja þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra renna út. Þetta skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir Alvogen á heimsvísu. Við sjáum því mikil tækifæri á þessu sviði og áhugavert er að byggja upp slíka starfsemi á Íslandi. Við vonumst til að þetta verkefni nái fram að ganga og stjórn félagsins mun taka lokaákvörðun um málið þegar allir fyrirvarar eru frágengnir,“ segir Fjalar. Í fréttatilkynningu segir að heims markaður fyrir líftæknilyf sé í miklum vexti en þau eru mun árangursríkari við ákveðnum alvarlegum sjúkdómum, m.a. krabbameini, gigtarsjúkdómum, ýmsum blóðsjúkdómum og sykur sýki, en hin hefðbundnu kemísku lyf. Aukaverkanir slíkra lyfja eru umtalsvert minni og árangur meðferðar sömuleiðis betri. Meðferð er hins vegar dýr en með innkomu samheitalyfjaútgáfu líftækni lyfja lækkar sá kostnaður verulega. Þegar einkaleyfi frum ­ lyfja renna út eru samheitalyf sett á markað. TexTi: jón G. HauKson / Mynd: aðsend Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftækni- lyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Alvogen stefnir að heildarfjárfestingum hér fyrir um 25 milljarða króna á næstu árum. Er um eina mestu erlenda fjárfestingu á Íslandi að ræða frá hruni. Róbert Wessman Hluthafar Alvogen eru fjársterkir alþjóðlegir fjár festar sem m.a. koma frá Jórdaníu (GMS), Saudi­Arabíu (Al Mazeera) og Bandaríkjunum (AFI Partnes). Al Maseera og GMS eru samanlagt stærstu hluthafar í Alvogen og fara saman með 67% eignarhlut í Astra International sem er skráð félag í Saudi og eigandi að Tabuk, sem er stærsta samheitalyfjafyritæki í Saudi. Alvogen er vel fjármagnað til áframhaldandi vaxtar og hefur nýlega lokið endurfjármögnun félagsins í Bandaríkjunum í samstarfi við fjárfest­ ingabankana Morgan Stanley og Jefferies og fengið opinbert mat hjá matsfyrirtækjunum Moody’s og S&P (B­). AFI Partners er bandarískt fjárfestingafélag í New York. Astra International er gríðarlega fjársterkt félag og í hópi stærstu skráðu félaga í Saudi­ Arabiu og er önnur stærsta fyrirtækjasamsteypa landsins í einkaeigu. Astra rekur fjölda fyrirtækja á sviði fjarskipta, framleiðslu, landbúnaðar og heilbrigðismála auk umfangsmikillar banka og fjármálastarfsemi. http://www.astra.com.sa/history.asp. Astiq pharma er alþjóðlegur fjárfestinga sjóð ur sem er m.a. í eigu fjársterkra aðila í Banda ríkj ­ un um og Mið­Evrópu sem hafa áður fjárfest í lyfjageiranum. Róbert stýrir þessum sjóð. Verkefnið felur í sér eina stærstu erlendu fjárfestingu einka­ fyrirtækis á Íslandi frá hruni. Heildar­ fjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 mill­ jarðar króna. Eigendur Alvogen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.