Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 57 Fjárfestirinn bala kamallakharan, eigandi greenQloud: kínverskur málsháttur segir: besti tíminn til að planta tré var fyrir fjórum árum, næstbesti tíminn er í dag. Bala Kamallakharan um hjá frumkvöðlunum hugsa þeir sem svo að það sé ekki þeirra vandamál. Þetta er röng nálgun.“ Hann bendir á að hann hafi verið þátttakandi í öllum ákvörðunum er vörðuðu uppbyggingu og þróun Clöru um leið og hann hafi setið í stjórn félagsins. Vegna ungs aldurs frumkvöðlanna hafi verið nauðsynlegt að vinna sérstaklega náið með þeim, sem hafi verið mjög gefandi. Hann hafi að hluta til verið í hlutverki læriföður. Það sé áhugavert hlut ­ verk þar sem lærifaðirinn læri jafnóðum og nemandinn. Hann segist reyndar vera aðdáandi þeirrar hugmyndarfræði sem segi að þeir sem vilji vera góðir nemendur þurfi einnig að vera góðir kennarar. Með það í huga hafi hann ákveðið að læra frum ­ kvöðlafræði með því einfald lega að kenna þau! Bala segist ekki hafa haft úr miklum fjármunum að moða í upp hafi en sér hafi tekist að fá fjölskyldu sína til að fjárfesta með sér. Fyrsta fjárfesting hans og fjölskyldunnar var í Clöru en hann hafði þá unnið með þeim í þrjá mánuði við að undirbúa viðskiptaáætlun fyrir tækisins. Fjárfestingin hafi þannig verið eðli legt framhald af undir bún ­ in gn um sem hafi gert alla sam­ stiga, bæði frumkvöðla og fjárfesta. „Menn verða að hafa hugfast að þegar fjárfest er í nýsköpunar­ fyrirtæki er oft á litlu að byggja í upphafi. Ómögulegt er að vita hvað er framundan, hvort hug ­ myndin eða mennirnir sem eiga að framkvæma hana endast. Hvað þá hvort markaður sé fyrir hendi fyrir það sem á að framleiða. Menn verða einfaldlega að vera tilbúnir að leggja upp í þessa ferð og treysta á að þeir geti leyst þau vandamál sem verða á leiðinni og að málum þoki fram. Ég sé því miður ekki mikið af þessu á Íslandi. Oft er farið af stað og treyst á guð og lukkuna. Ég hef ekki trú á slíkum vinnubrögðum. Það sem skiptir mestu er að finna rétta fólkið og hjálpa því að þróast, skapa því rétt umhverfi til að þrífast í.“ Bala segir að það sé mikil ­vægt að byggja upp liðs ­anda innan fyrirtækja og fá menn til að læra að þróast saman. Einstaklingshyggja sé rík í Íslendingum, sem sé mikil ­ vægur kostur en til að skapa sam starfsanda innan nýsköp­ unar fyrirtækisins þurfi að horfa á margt annað. „Mitt hlutverk er að fá menn til að vinna saman þannig að styrkleikar og veikleikar þeirra einstaklinga sem vinna að verkefninu tvinnist saman og úr verði góð liðsheild. Að því leyti er ég eins og knattspyrnuþjálfari,“ segir Bala sem játar að hann hafi meiri áhuga á liðsskipulagi og strategíu liða en beinlínis leiknum sjálfum. Bala er einnig í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem hefur áhuga á að byggja lúxushótel við Hörpu, en samningaviðræður standa yfir um þau mál. Sami hópur hefur verið að skoða ferða þjón ustuupp ­ byggingu á Skála brekku við Þingvelli. Að sögn Bala saman stendur þessi hópur af fimm ein stakl ing um sem hafi mikla reynslu af hótel fjár ­ festingu, bæði í Bandaríkjunum og á Indlandi. Bala segir að það sé áhugavert að tengjast þeim tveimur geirum sem hafi mesta möguleika til vaxtar á Íslandi; hátækni og ferðaþjónustu. „Ég hef mikla trú á Íslandi sem heppi­ legum stað til fjár­ festinga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.