Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Frumkvöðlastarfið þá og nú var gerólíkt enda höft á öllu í kringum 1950 og þurfti t.a.m.
fyrst að sækja um leyfi til að
kaupa og flytja inn bíl. Viðhorfið
til einkabílsins hefur einnig
breyst til muna og í dag horfa
stórfyrirtækin í bílaiðnaðinum
aðallega til nýtingar annarra
orkugjafa, t.a.m. rafmagns og
metans. Nýsköpun á þessu sviði
er ráðandi og væri t.d. bylting
fyrir okkur Íslendinga að geta
framleitt vistvæna orku á okkar
eigin vistvænu bíla og verið
þannig svolítið sjálfbær,“ segir
Friðbert Friðbertsson, annar
eigandi Heklu.
Frumkvöðlastarf í stórfyrirtæki
segir Friðbert vissulega vera
annað í eðli sínu en þegar
ein staklingur reyni að koma
hug mynd á framfæri. Fyrirtæki
sópi upp góðum hugmyndum
og lítill hluti þeirra sitji eftir.
Hjá bílafyrirtækjum sé ógrynni
peninga varið í að velta fyrir sér
framtíðinni og reyna t.d. að ímynda
sér hvernig fólk muni fara á milli
staða eftir 20 eða 30 ár.
„Frumkvöðlastarf í þessum
geira felst í því að ákveða lausnir.
Það hefur t.a.m. náðst gríðar
legur árangur í að gera bíla spar
neytnari. Í dag er hægt að keyra
á sæmilegum fjölskyldubíl frá
Reykjavík til Akureyrar á 3½ lítra
á 100 km en fyrir örfáum árum
hefði þessi bíll eytt 10 lítrum.
Auk þess eru bílar í dag miklu
vist vænni hvað varðar útblástur
og stórfyrirtækjum á borð við t.d.
Wolksvagen og Audi er umhug
að um hvað verður um vöruna
þegar notkun er hætt. Helst stefna
menn að því að sem mest úr
bílnum sé endurnýtanlegt og járn
eða stál notað aftur í hlut af sömu
gæðum,“ segir Friðbert.
Telur þú sprotaumhverfið
hagstætt í dag?
„Margt hefur áunnist hér hvað
frumkvöðlastarfsemi varðar og
ég tel fyrirtæki eins og t.d. Marel
og Össur, sem spruttu upp úr
sprotastarfsemi, mikla hvatningu
fyrir fólk sem ætlar að leggja í
slíkan leiðangur. Það er mikil
vægt að geta bent fólki á þann
gríðarlega árangur sem þar
hefur áunnist. Um leið finnst mér
að stjórnvöld mættu styðja enn
betur við bakið á fyrirtækjum til
að þróa hugmyndir til lengri tíma
litið. Á Íslandi eigum við það til
að hugsa hlutina á of skömmu
tímaspani og hafa ekki úthald
eða þolinmæði til að nýta góðar
hugmyndir,“ segir Friðbert.
Friðbert Friðbertsson, annar eigandi heklu.
„Frumkvöðlastarf í
þessum geira felst í
því að ákveða lausn
ir. Það hefur t.a.m.
náðst gríðarlegur
árangur í að gera bíla
sparneytnari.“
Reynt að sjá inn í framtíðina
Fyrirtækið Hekla ehf. var stofnað árið 1933 af ungum frumkvöðli, sigfúsi Bjarnasyni, sem þá
hóf að flytja inn ávexti frá spáni og skapaði markað sem ekki var til hérlendis. Þetta var vísir
inn að bílaumboðinu Heklu en í framhaldi af ávaxtainnflutningnum fór fyrirtækið að flytja inn
jarðýtur í kringum 1950 og fékk í kjölfarið umboð fyrir volkswagen og síðar fleiri tegundir bíla.
H e k l a
stofnár: 1933.
stofnendur: sigfús Bjarnason.
markmið fyrirtækisins: Hekla er í eigu Friðberts Friðbertssonar
og danska fyrirtækisins semler group, sem einnig hefur umboð
fyrir volkswagen í danmörku. markmið eigenda Heklu er að
byggja upp fyrirtæki á bílamarkaði sem býður viðskiptavinum
sínum framúrskarandi vörur og þjónustu. Hekla hefur m.a. verið
umboðsaðili volkswagen á íslandi í 60 ár en volkswagen ag er
stærsti bílaframleiðandi heims og er gæða og tæknileiðtogi á
bílamarkaði.
Texti: María Ólafsdóttir Mynd: Geir Ólafsson