Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 108

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 108
108 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Hæfileikinn til að ná athygli fólks og halda henni getur ráðið úrslitum um hvort við náum árangri sem stjórnendur og leiðtogar. Þeir sem hafa þennan hæfi­ leika geta haft gríðarleg áhrif á samfélag sitt og öðlast mikið vald á skömmum tíma. Oft er sagt um slíka leiðtoga að þeir hafi „karisma“ (charisma). Hversu hrífandi ertu? Við eigum ekki alltaf auðvelt með að festa fingur á eða lýsa því nákvæmlega hvað það er í fari fólks sem heillar okkur. En það er alveg ljóst að það er eitthvað meira og stærra en bara útlits­ leg fegurð. Sjálfsagt getur gott útlit hjálpað til en það eru líka til dæmi um að það geti skemmt fyrir; spyrjið bara ljóshærðar og fallegar konur. Stjórnendur sem eru hrífandi og ná vel til fólks í samskiptum augliti til auglitis eiga auðveld­ ara með að koma markmiðum sínum og sjónarmiðum á fram­ færi. Þeim tekst að vekja áhuga, fá fólk til að sýna frumkvæði, til að taka þátt og leggja sig fram í verkefnum af heilum hug. Það er því til mikils að vinna. Orðið „karisma“ er í sjálfu sér ekki góð íslenska en orð eins og útgeislun, persónutöfrar, sjarmi (charm) eða að vera hríf andi hafa einnig verið notuð til að lýsa þessum fágæta eigin ­ leika. En er þetta meðfæddur eiginleiki eða áunninn? Hvers vegna hafa sumir þetta en aðrir ekki? Eitt er víst að þeir sem hafa þetta eiga auðveldara með að fá fólk til fylgis við sig og kom­ ast til valda og halda völdum. Allir sem leggja sig fram og eru meðvitaðir um áhrif sín á umhvefið og annað fólk ættu að geta áunnið sér þennan eigin­ leika og þróað hann með sér. Ef við leggjum okkur fram um að vera aðlaðandi í framkomu og samskiptum við annað fólk og tekst með því að skapa jákvæða upplifun getum við aflað okkur og málstað okkar fylgis. Gildir þá einu hvort um er að ræða faglegar, hugmynda­ fræði legar eða félagslegar forsendur. Með fylginu getum við svo öðlast vald. Vald í krafti persónutöfra Það eru alls ekki allir sem hafa persónutöfra sem sækjast eftir völdum. En persónutöfrar geta haft áhrif á gildismat, viðhorf og athafnir fólks, hvað það gerir eða gerir ekki, og það veitir fólki vald. Vald er vandmeðfar­ ið og flókið fyrirbæri og er auðvitað eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt. Vald hefur á sér margar hliðar og getur komið úr ólíkum áttum. Menn geta öðlast vald stöðu sinnar vegna, vegna sérfræðiþekkingar eða vegna þess að þeir eru í aðstöðu til að refsa eða umbuna öðrum. Við getum einnig áunnið okkur vald, með því að fá fólk til að fylgja okkur af öðrum ástæðum. Til dæmis vegna þess við tölum fyrir góðum málstað. Góður málstaður einn og sér dugir þó alls ekki alltaf. Til að Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. StJÓRNUN Temdu þér jákvætt viðhorf til allra hluta. Sjáðu það besta í fari annarra, í aðstæðum og viðburðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.