Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 85
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 85 Þar sem starfsemi líftæknifyrirtækja er í eðli sínu flókin og krefst mikillar sér ­ þekk ingar er oft á tíðum þörf á áralöngu rannsóknarstarfi áður en vörur þeirra eru fullþróaðar. Því eru mörg líftækni ­ fyrir tækjanna í sjávarklasanum á Íslandi lítil og hafa jafnvel ekki hafið eiginlega framleiðslu. Á Íslandi eru mörg spennandi fyrirtæki í þessum flokki sem hafa mikla vaxtar möguleika. Sem dæmi má nefna Genís, sem vinnur að þróun kítósans til notkunar við bæklunarskurðlækningar með ígræðslu í beinvef. Kítósan er unnið úr rækjuskel. Annað dæmi um fyrirtæki sem vinnur að þróun vara fyrir lyfja­ og lækningavaramarkaðinn er Lipid pharma­ ceuticals, en fyrirtækið framleiðir vörur úr ómega­3­fitusýrum sem unnar eru úr þorskalifur. Mörg líftæknifyrirtækjanna framleiða vörur fyrir matvæla­ eða fæðu ­ bótarmarkaðina og má þar nefna MPF Iceland. Auk þess að framleiða fisk ­ prótein úr afskurði og beinmarningi fyrir mat vælavinnslu er fyrirtækið að þróa þurrkað prótein sem ætlað er að selja sem fæðubótarefni. Mörg dæmi mætti taka til viðbótar um þau fjölbreyttu líftæknifyrirtæki sem starfa á Íslandi. Mikilvægt er að fóstra sprota fyrirtæki og önnur lítil fyrirtæki á þessum sviðum þar sem rannsóknarstarf krefst mikils fjármagns. Ennfremur er mikilvægt að rannsóknarstarfi fylgi öflugt markaðsstarf, sem er nauðsynlegt til að ná árangri á erlendum mörkuðum og þannig skapa möguleika á hröðum og miklum vexti. Ljóst er að mikil tækifæri eru hér fyrir hendi og spennandi tímar framundan fyrir þessi fyrirtæki. Auk fyrirtækja í líftækni eru mörg önn ­ ur framsækin fyrirtæki á Íslandi sem koma að bættri nýtingu aukaafurða. Sem dæmi um starfsemi þessara fyrirtækja má nefna þurrkun hausa og beina, lifrar ­ niður suðu auk nýtingu hrogna, roðs og annarra hráefna. Umrædd fyrirtæki eru nú vel á annan tug talsins. Greining Íslenska sjávarklasans leiddi í ljós að velta fyrir ­ tækjanna nam um 19 milljörðum á árinu 2012. Þetta samsvarar 19% vexti frá árinu 2011 og er til vitnis um þá miklu vaxtar ­ möguleika sem tækifæri í vinnslu auka ­ af urða fela í sér. Mörg þessara fyrir tækja standa framarlega í alþjóðlegum saman­ burði. Í töflu 3 má sjá lista yfir stærstu full ­ vinnslufyrirtæki landsins. stæRstu full- vinnslufyRiRtæki landsins: 1. Lýsi Lifrarbræðsla, þurrkun og framleiðsla gæludýrafóðurs 2. Haustak Þurrkun fiskafurða 3. Vignir G. Jónsson Vinnsla hrogna 4. Frostfiskur (Klumba) Þurrkun fiskafurða 5. Klofningur Þurrkun fiskafurða 6. Langa Þurrkun fiskafurða 7. Akraborg Niðursuða þorskalifrar 8. royal Iceland Vinnsla hrogna 9. Félagsbúið Miðhrauni Þurrkun fiskafurða 10. ægir Seafood Niðursuða þorskalifrar Jafnvel þótt aflanýting íslensks sjávar útvegs sé mjög góð í alþjóðlegum saman burði liggja fjölmörg frekari tækifæri í líftækni og annarri fullvinnslu. Framleiðsla verðmætra vara úr hráefnum sem til falla við hefðbundna vinnslu er mjög mikilvæg fyrir framtíðarþróun íslensks sjávarútvegs. Mikilvægt er að fyrirtæki í sjávarútvegi, líftækni, fullvinnslu og annarri fiskvinnslu sameini krafta sína til að nýta þau tækifæri sem fyrir liggja. Með öflugu klasasamstarfi geta fyrirtæki skapað samlegð og vettvang til að útvíkka hefðbundna starfsemi sjávarútvegs og margfalda þau verðmæti sem liggja í auðlindum þjóðarinnar. Codland í Grindavík Klasasamstarf í sjávarútvegi er þegar farið að bera ávöxt og á árinu 2012 var full ­ vinnslu fyrirtækið Codland sett á lagg irnar í Grindavík. Codland er sam starfsverkefni Íslenska sjávarklasans og sjö fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdri framleiðslu og er ætlað að stuðla að stórbættri nýtingu afurða þorsksins með áherslu á aukaafurðirnar. Codland er þannig vísir að fullburða full vinnsluklasa sem vaxið getur hratt á næstu árum. Innan Codlands er stefnt að því að þær aukaafurðir sem til falla við hefðbundna framleiðslu þorsks verði nýttar í þróun og framleiðslu hágæðasöluvara sem hámarka virði afurðanna, til dæmis með framleiðslu lyfja og heilsuvara. Með þessu er ætlunin að tvöfalda virði hvers þorsks sem landað er á Íslandi. Í samstarfi við Codland starfa nú fyrirtæki á borð við Norður, sem framleiðir ensím úr þorskaslógi, Zymetech, sem notar þorskaensím til framleiðslu á græðandi og rakagefandi húðvörum, North Taste, sem framleiðir náttúruleg bragðefni, og Ægir Seafood, sem framleiðir niðursoðna og reykta þorskalifur. Framleiðsla og sala ýmissa ólíkra aukaafurða er því þegar hafin. Þá vinnur Codland að uppsetningu heilsu vöruverksmiðju á Reykjanesi sem nýta mun aukaafurðir þorsks við fjöl breytta framleiðslustarfsemi. Það er því eng inn vafi á að gríðarleg tæki færi liggja á sviði líftækni og fullvinnslu sjávara furða. Þessi tækifæri þarf þó að grípa og krefjast þau mikillar vinnu, fjármagns, rann sókna og þróunarstarfs. Hér er um augljósan vaxtarsprota að ræða sem mun þarfn ast fjármagns á komandi árum. Miklir hags munir eru í húfi að þróun í átt að bættri afla nýtingu verði haldið áfram og að vel takist til við verðmætahámörkun þess tak markaða afla sem landað er ár hvert, ekki síst þegar litið er til þess hve mikið má auka útflutningstekjur þjóðarbúsins með þessum hætti. „Tæknigeirinn í sjávar - klasanum vex um fram sjávarútveg og fiskeldi, umfram fiskvinnslu og um fram þjóðar fram - leiðslu. Með tilliti til þess mikla vaxtar sem tækni - fyrirtæki sjávar klas ans hafa sýnt má ætla að aukin fjárfesting í þessum fyrir tækjum geti haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan efnahag og atvinnulíf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.