Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
FJÁRmÁL
vilhjálmur vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá IFS greiningu, segir vísbendingar um að
fjárfestar sæki í aukna áhættu og að einstaklingum sem fjárfesti í hlutabréfum hafi fjölgað.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá IFS grein ingu, segir að verðbréfa mark
aðurinn sé að koma upp aftur
og vísbendingar séu um að
fjárfestar sæki í aukna áhættu.
Hann segir að mikil umræða
almennings um nýskráningar
og góða ávöxtun hlutabréfa sé
merki um aukna jákvæðni og
breytt viðhorf.
„Við bankahrunið þurrkaðist
íslenski hlutabréfamarkaðurinn
nánast út og einstaklingar
með laust fé og fagfjárfestar
settu fjármuni fyrst og fremst í
innlán og ríkisskuldabréf,“ segir
Vilhjálmur.
„Á tímabili hárrar verðbólgu
og lækkunar á ávöxtunarkröfu
skuldabréfa hefur nafnávöxtun
víða verið mjög góð. Eftirspurn
eftir öðru sparnaðarformi en
innlánum bankanna hefur hins
vegar verið að aukast.“
Vilhjálmur segir að hið breytta
viðhorf sjáist meðal annars í því
að með auknum nýskráningum
hlutabréfa hafi þeim einstakl
ingum sem fjárfesta í hlutabréf
um fjölgað. „Bankar og
eigna stýringarfyrirtæki hafa
auk þess verið að setja á stofn
hluta bréfasjóði, sem gera ein
staklingum kleift að fjárfesta á
hlutabréfamarkaði en ná fram
betri eignadreifingu en með
kaupum á einstökum bréfum.“
Hann segist aðspurður telja
að hlutabréfamarkaðurinn haldi
áfram að dafna og gerir ráð fyrir
35 nýskráningum á markaði
næstu 12 mánuðina. „Ávöxtun
nýskráðra hlutabréfa hefur
að meðaltali verið mjög góð.
Fjárfestar eru því væntanlega
með gott eftirbragð í munni og
bíða spenntir eftir fleiri fjárfest
ingakostum.“
Það er eðlileg þróun að hluti
langtímasparnaðar leiti inn á
hlutabréfamarkað og eftir atvik
um í aðra eignaflokka eins og
fasteignir. „Það fé kemur vænt
anlega af innlánsreikningum
eða með sölu skuldabréfa.“
Töluverður vöxtur hefur verið
á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði.
Að mati Vilhjálms á sá markaður
eftir að vaxa enn frekar á
næstu árum. „Eiginfjárhlutfall
bankanna er hátt, samkvæmt
kröfum FME, og til stendur
að innleiða svokallað BASEL
III reglukerfi fyrir bankakerfið.
En þegar það verður innleitt
er ólíklegt að hlutfallið lækki
svo einhverju nemi. Þetta mun
auka líkur á að fyrirtæki leiti inn
á skuldabréfamarkað vegna
fjármögnunar.“
Vilhjálmur sér merki þess að
aðilar á markaði beiti öðrum
vinnubrögðum eftir bankahrunið
og segir að áhættustýring hjá
lífeyrissjóðum hafi verið efld til
muna. Þá sjáist þess merki að
fjárfestar leiti í auknum mæli
eftir óháðri greiningarþjónustu
eins og frá IFS greiningu og hafi
það færst í aukana að fjárfestar
fari fram á að útgefendur fái
lánshæfismat hjá lánshæfis
matsfyrirtækinu REITUN, dóttur
félagi IFS.
„Þetta, ásamt til dæmis aukn
um kröfum í skilmálum skulda
bréfa, eru dæmi um breytt
viðhorf og bætt vinnubrögð á
markaði,“ segir Vilhjálmur.
fjárfestar sækja í aukna áhættu
Er tími verðbréfamarkaðar kominn aftur?
„Ég tel að hluta
bréfamarkaðurinn
haldi áfram að
dafna með auknum
nýskráningum og
geri ráð fyrir að 35
ný félög verði skráð
á markað næstu 12
mánuðina.“
TexTi: jón G. HauKsson / Mynd: Geir ólafsson
Töluverður vöxt ur
hefur verið á
fyrirtækjaskulda
bréfa markaði. Að
mati Vilhjálms á sá
markaður eftir að
vaxa enn frekar á
næstu árum.