Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
TexTi: siGurður Már jónsson / Myndir: Geir ólafsson
Óhætt er að segja að fjárfestirinn Bala Kam allakharan hafi tekið íslenskan ný
sköpunarmarkað með trompi.
Hann hefur nú um nokkurt skeið
byggt upp samstarfsvettvanginn
Startup Iceland og hyggst breyta
honum í fjárfestingasjóð innan
skamms. Um leið hefur hann fjár
fest í tæknifyrirtækjum og náði
athyglisverðri útgöngu úr tækni
fyrirtækinu Clöru sem selt var
erlendum fjárfestum fyrr á ár inu
eftir stuttan upp bygg ingar tíma.
Blaðamaður hittir hann í hús
næði GreenQloudfyrirtækisins
sem hefur hreiðrað um sig á 6. hæð
í Borgartúni 25. Það hefur verið
kallað Græna skýið í netheiminum
og býður upp á „ský“ fyrir t.d.
netþjóna og geymslu gagna.
Straum ur fjárfestingarbanki
var upphaflega með húsnæðið
en Bala vann einmitt í íslenska
banka kerfinu fyrir hrun. Nú er
Bala búinn að koma sér þar fyrir
ásamt 22 öðrum starfsmönnum
GreenQloud en félagið stækkar
nokkuð hratt þessi misserin.
Mikið stendur til og eftirvænting
í loftinu þegar Bala gefur sér tíma
til að setjast niður með blaða
manni. Eldmóðurinn skín af
honum og síminn hringir stöðugt,
meira að segja indverski sendi
herrann þarf að fá ráð. Bala er
af indverskum ættum, kvæntur
íslenskri konu og hann segir að
börn hans séu íslensk þótt hann líti
á sig sem alþjóðlegan fjárfesti.
Bala segist þó hvergi vilja vera
annars staðar en á Íslandi, hér séu
tækifærin segir hann og brosir.
Hann segist ekki hafa trú á fjár
festum sem komi eingöngu til að
fjárfesta, þeir verði að hafa einhver
tengsl við Ísland til þess að hlut
irnir gangi upp. Hann segist
hins vegar hafa gríðarlega trú á
Íslandi sem heppilegum stað til
fjárfestinga. Hér séu tækifæri til að
byggja upp nýsköpunarumhverfi
sem geti jafnast á við það fremsta
í heiminum, jafnvel Kísildalinn í
Kaliforníu. Til að það geti orðið
þurfi að stefna eins mörgum
sprota fjárfestum til landsins og
unnt er.
Hann segir að þyngdarafl fjár
festinganna skipti miklu máli,
nýjar fjárfestingar kalli á fleiri
fjárfestingar. Það eigi sérstaklega
við um tæknifyrirtæki eins og
hann hefur mestan áhuga á. Vita
skuld séu hindranir og þar eru
gjaldeyrishöftin fyrirferðarmest.
„Þau eru mikil hindrun og hafa
fælt marga fjárfesta frá. Gallinn er
að gjaldeyrishöftin eru eins fyrir
alla, sem er röng hugsun. Þau ættu
að vera meira klæðskerasaumuð
utan um stærð og umfang fjárfest
inga.“
Þegar Bala rifjar upp fjárfesting
una í Clöru, sem átti sér stað 2010,
bendir hann á að tvennt skipti
höfuðmáli við fjárfestingar; tími og
peningar. „Ég geri mikið af því að
stúdera aðra fjárfesta. Það má hafa
í huga kínverska málsháttinn sem
segir; besti tíminn til að planta tré
var fyrir fjórum árum, næstbesti
tíminn er í dag. Fjárfestar verða
að læra að tíminn skiptir máli.
Ekki bara stundin þegar fjárfest er
heldur einnig sá tími sem varið er í
fjárfestinguna.“
Bala segist ekki hafa nokkurn áhuga á hlutabréfamarkaði, alvörufjárfestar hugsi á
öðr um nótum. Þeir fjárfesti í tíma,
vinnu og samstarfi við frum
kvöðla. Hann segist hafa áhyggjur
af því hve fjárfestar horfi mikið
til hlutabréfamarkaðar en lítið til
nýsköpunar. Þar séu ákveðnar
hindranir í fjárfestingar stefnu
lífeyrissjóðanna sem verði að
taka á. Mikilvægt sé að beina fjár
festingu þangað sem ódýrast er að
skapa ný og áhugaverð störf. Það
verði Íslendingar að hafa í huga.
Þótt fjármagn sé mikilvægt sé
stundum mikilvægast að verja
tíma með frumkvöðlunum til að
hjálpa þeim að þróast og þroskast.
„Það er erfiðara og tímafrekara en
að leggja bara til fjármuni en ég
held ég geti fullyrt að umbunin sé
mun meiri. Niðurstaðan er þannig
oftar en ekki ofin inn í ferlið sjálft.
Ég held að fjárfestingar mistakist
oft vegna þess að fjárfestarnir
hugsa sem svo; hér eru pening
arnir og nú verður þú að standa
þig. Og svo þegar harðnar á daln
„Þyngdarafl fjár
festinganna skiptir
miklu máli. Nýjar
fjárfestingar kalla á
fleiri fjárfestingar.
Það á sérstaklega við
um tæknifyrirtæki.“
Fjárfestirinn Bala Kamallakharan hefur látið til sín taka í heimi ný sköp -
unar á Íslandi. Hann rekur fyrirtækið GreenQloud við Borgartún 25 en fyrir -
tækið hefur verið kallað Græna skýið í netheiminum. Af fjárfestingum Bala má
nefna kaup hans í Clöru 2010, en fyrirtækið var nýlega selt fyrir 1 milljarð
króna til bandarískra fjárfesta.
iNNFLÆði FRUmkVöðLa
Bala Kamallakharan