Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 114

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 114
114 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 FÓLk TexTi: svava jónsdóTTir Jón halldórsson, framkvæmdastjóri unglingasviðs dale Carnegie. Ég hef starfað hjá Dale Carnegie síðan 2007 og er starf mitt þrískipt; þjálfun og ráðgjöf á einstaklings­ og fyrirtækja­ sviði en stærsti hluti starfsins er framkvæmdastjórn unglinga­ sviðs Dale Carnegie,“ segir Jón Halldórsson. „Framkvæmdastjórastarfið felst í öllum daglegum rekstri, markaðssetningu námskeið­ anna, allri almennri kynningu á þeim, gæðamálum og þjálfun þjálfara. Anna Steinsen, eiginkona mín, starfar með mér í öllu sem tengist námskeiðum fyrir ungt fólk hjá Dale Carnegie en það var hún sem fór upphaflega af stað með þessi námskeið fyrir níu árum. Hvað varðar markaðssetning­ una þá vinnum við með auglýs­ ingar í fjölmiðlum og á netinu, við höldum kynningar í skólum og vinnum með fagaðilum eins og sálfræðingum og starfsfólki hjá þjónustumiðstöðvum til að kynna þessi námskeið sem úr ræði fyrir ungt fólk sem vill ná auknum árangri í lífinu.“ Jón segir að rúmlega 3.700 ungmenni hafi sótt námskeið hjá Dale Carnegie á þeim níu árum sem unglinganámskeið hafa verið haldin og að á þessu ári muni um 700 ungmenni sækja námskeið. Unnið er að fimm markmið­ um á námskeiðunum. Það fyrsta tengist sjálfstraustinu þann ig að ungmennin þori að vera þau sjálf og geti tekið ákvarðanir hvort sem þær tengj­ ast einkalífinu, félögunum eða skólanum. „Sjálfstraustið er í raun grunnurinn að öllum árangri.“ Þá er lögð mikil áhersla á samskipti – farið er í samskipta­ reglur og hvað ungmennin geta gert til þess að efla sig í samskiptum. „Þriðja markmiðið tengist tján­ ingu. Við kennum þeim að tjá sig, svo sem fyrir framan hóp fólks og einnig hvernig þau tjá sig í smærri hópum eða bara þegar þau eru að ræða við einhvern einn. Fjórða markmiðið tengist leið­ togahæfileikum; við leggjum áherslu á að ungmennin hafi sjálfstraust, þor og kjark til að vera leiðtogar í sínu eigin lífi sem þýðir að þau þori að taka sjálf­ stæðar ákvarðanir burtséð frá því hvað allir í kringum þau gera. Fimmta markmiðið tengist jákvæðu viðhorfi þannig að ungmennin venji sig á að sjá frekar jákvæðar hliðar lífsins en þær neikvæðu.“ Jón er íþróttakennari að mennt og starfaði sem framkvæmda­ stjóri í líkamsræktarstöðinni Þokkabót á árunum 1996­2001. Hann fór síðan í Lögreglu skól­ ann og starfaði sem lögreglu­ maður í fimm ár. Hann er menntaður sem Dale Carne­ gie­þjálfari og þessa dagana er hann að ljúka ACC­vottun sem markþjálfi. Fjölskyldan er stór: Eiginkonan Anna og fjögur börn á aldrin­ um 5­20 ára. Svo kom einn ferfætlingur inn á heimilið í vor; hvolpurinn Baltasar. Fjölskyldan hefur gaman af að ferðast á sumrin. „Okkur finnst mjög gaman að ferðast og þá sérstaklega í fellihýsinu okkar. Í sumar fórum við m.a. á Arnarstapa, í Húsafell og til Ísafjarðar.“ Áhugamálin eru nokkur. „Það er almenn heilsu­ og líkamsrækt en ég er búinn að vera á kafi í því. Ég var í handbolta fram eftir öllu og æfði með Val alla mína hunds­ og kattartíð. Ég reyni að fara í líkamsrækt fjórum sinnum í viku yfir vetrartímann en á sumrin tekur golfið við. Veiði er líka annað áhugamál sem ég hef mikinn áhuga á en ég er einmitt forseti Urriðans, fallegasta veiðifélags lands­ ins, en Urriðinn stundar allar teg undir veiða, þó aðallega stangveiði og skotveiði.“ Svo er það nýja áhugamálið: Baltasar. „Ég ætla að þjálfa hann upp og gera hann að skemmtilegum hundi og von ­ andi hundi sem getur verið sam ferða mér í veiðinni í fram ­ tíðinni.“ Jón Halldórsson – framkvæmdastjóri unglingasviðs Dale Carnegie „Jón segir að rúmlega 3.700 ungmenni hafi sótt námskeið hjá Dale Carnegie á þeim níu árum sem unglinganámskeið hafa verið haldin og að á þessu ári muni um 700 ungmenni sækja námskeið.“ Nafn: Jón halldórsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 9. mars 1970. Foreldrar: Steinunn Þórjónsdóttir og halldór Jónsson. maki: anna guðrún Steinsen. börn: agnar Smári, 19 ára, Emma, 10 ára, aron, 7 ára, og Eva, 5 ára. menntun: Íþróttakennari, lögreglu- maður, dale Carnegie-þjálfari og markþjálfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.