Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 23
Valdimar Sigurðsson segir að sér finnist fyrirtæki oft vera of upptekin við að ná í nýja neytendur í
stað þess að reyna að halda
í þá sem fyrir eru. „Fyrirtækin
vita yfirleitt ekki varðveisluna;
hve margir halda áfram yfir á
næsta tímabil eða ár. Í stað
þess að reyna að skófla enda
laust inn nýjum neytendum með
dýrum auglýsingum og annarri
kynn ingarstarfsemi ættu fleiri
að huga að svokölluðum upplif
unarhring neytenda, þ.e.a.s.
að skipuleggja vel hvað eigi
að gerast í fyrsta skipti sem
neytandi verslar – það ætti t.d.
að kynna alla þjónustu vel í
byrjun; hvernig eigi að fylgja
viðskiptunum eftir, minna t.d.
á sig með lítilli afmælisgjöf
– fyrir bæði endur og kross
sölu. Fyrirtæki þurfa að hafa
mark mið in og aferðafræðina
á hreinu. Þegar neytendur eru
komn ir inn er markmiðið að halda
þeim ánægðum og reikna út
svo kall aða líftímavirðiskúrfu fyrir
þá, sem felst í því að framreikna
væntanlegan ábata viðskipt
anna. Maður sér það sjaldan
gert. Ef fyrirtæki gera þetta og
vita að þau geta haldið kannski
7080% af neytendum sínum
á milli ára geta þau alveg eins
gefið þjónustuna í fyrsta skiptið
því að neytendur koma aftur og
aftur. Þannig er mögulegt fyrir
sum fyrirtæki að ná fram frekari
vexti neytendahópsins og
fyrirtækisins – t.d. hárgreiðslu
stofur, veitingahús eða hótel
– með markvissri þjónustu
stjórnun.“
dR. valdimaR siguRðsson
– dósent við við skiptadeild HR
MARKAÐS-
HERFERÐIN
Hver getur gefið
þjónustuna?
CIPA, samtök mynda vélafram leið enda, sendu ný lega frá sér tölur um sölu á
mynda vélum fyrstu sex mánuði
ársins. Það er enginn skemmti
lestur. Salan hefur hrunið. Hún
dróst saman um 43% frá fyrra
tímabili og endaði í 29,7 milljón
um seldra myndavéla.
Mest dróst salan saman í litlum
myndavélum en um helmingi
færri vélar seldust af þeim, eða
um 22,2 milljónir. Salan á stærri
myndavélum, með skiptanlegum
linsum, dróst mun minna saman,
eða um 18%, en alls seldust 7,6
milljónir slíkra myndavéla.
Hvað veldur? Svarið er einfalt.
Snjallsímar hafa tekið við sem
tækisfærismyndavélar. Enda eru
margir þeirra eins góðir – ef ekki
betri – og ódýrustu myndavélarn
ar. Síðan er mun einfaldara að
senda, geyma og nota myndir
úr snjallsímunum. Það liggur við
að myndirnar séu komnar á netið
á sama augnabliki og þær eru
teknar.
iPhone hefur undanfarin misseri verið sá sími – eða á maður að segja myndavél – sem á flestar myndir inni á
myndavefjum eins og Instagram
og Flickr. En þar er að verða
breyting á. Margir símaframleið
endur eru komnir langt fram úr
Apple í myndgæðum, eins og
toppsímarnir frá HTC, Sony og
Samsung Galaxy III og IV. Svo
maður tali nú ekki um Nokia, sem
var að kynna Lumina 1020ofur
myndavélarsímann um daginn.
Þetta er sími sem tekur 41 mill
jónar pixla myndir; myndir sem
standast samanburð við góðar,
dýrar myndavélar og tekur upp
myndbönd í HDgæð um með
hristivörn og hljóði í Dolbysteríó.
Það er engin furða þótt mynda
vélabransinn viti ekki sitt rjúkandi
ráð. Það eru erfiðir tímar fram
undan hjá þeim framleiðendum
sem hafa einbeitt sér að ódýrum
og litlum myndavélum. Dýrari
vélarnar munu lifa af, ekki hinar,
það er deginum ljósara.
PÁll stefÁnsson
– ljósmyndari
GRÆJUR
Veit ekki sitt rjúkandi ráð
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is