Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
og eru vélar fyrirtækisins mikið notaðar í
bátum, landvinnslu og fiskeldi erlendis,
sem er stærsti markaðurinn okkar.“
Thor Ice setur fljótlega á markað nýja
umhverfisvæna línu í vélum auk þess sem
byrjað er að framleiða vélar í minni báta
en áður sem eru ódýrari en eldri útgáfur.
„Við erum þannig að reyna að ná til fleiri
aðila og tryggja jafnvel að litlu bátarnir geti
kælt aflann hratt og vel.“
Rekið með hagnaði
Þorsteinn segir að rekstur Thor Ice hafi
gengið upp og ofan eins og eigi oft við um
sprotafyrirtæki. „Markmiðið var alltaf að
fyrirtækið yxi ekki hraðar en við réðum við
fjárhagslega. Fyrirtækið hefur yfirleitt verið
rekið með hagnaði og fékk í fyrra viður
kenningu iðnaðarráðherra, vaxtarsprotann,
í sínum flokki. Við notum allan hagnað
til þess að fjármagna fyrirtækið áfram
og hef ur aldrei verið greiddur út arður
heldur er hann nýttur í vöxt hvað varðar
markaðsmál og þróunarmál.“
Um 8090% af framleiðslu fyrirtækisins
eru seld utan og segir Þorsteinn að stór
hluti þess tengist umhverfisvænum lausn
um sem önnur fyrirtæki bjóði ekki upp á.
„Við höfum verið að vinna verkefni í um
hverfis vænum vélum með styrk frá Tækni
þróunarsjóði auk þess sem við höf um unnið
mikið með Matís og fengið mikil vægan
stuðning frá Íslandsstofu. Það er hluti af því
sem hefur tryggt velgengni fyrir tækisins.“
Ískrapavélar Thor Ice eru
mikið notaðar í bátum,
landvinnslu og ekki síst
fiskeldi erlendis.
Umhverfisvænar rafmagnsvindur
Naust Marine var stofnað fyrir tuttugu árum og var lögð á hersla á þróun og markaðssetningu á búnaði fyrir sjávarútveg og annan iðnað. Þar
má nefna þróun og framleiðslu á sjálfvirku
togvindukerfi, ATW CatchControl, en nokkr ir
stofnendur Naust Marine höfðu verið að
þróa kerfið frá árinu 1971. Fyrirtækið hefur
auk þess þróað AUTO GENkerfi til rafa la
stjórnunar sem er ætlað að stjórna og sam
ræma kraft mótora sem og að hámarka afköst
mótora þegar raforkuþörf er mikil. Þá hefur
Naust Marine framleitt rafknúið vírastýri sem
stýrir og bætir röðun á tromlu.
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmda
stjóri fyrirtækisins, segir að það hafi tekið
sinn tíma að koma fyrirtækinu á fót þannig
að reksturinn gæti orðið eins góður undan
farin ár og raun ber vitni. Starfsmenn eru
tuttugu og einn og rekur fyrirtækið verslun
og iðnstýrideild auk þess að vera með
söluskrifstofu í Bandaríkjunum.
Fjárhagslega hagkvæmt
„Rafmagnsvindurnar eru mjög umhverfis
vænar og mun minni olíunotkun er um borð
í skipum með rafmagnsvindum en í skipum
með glussavindum. Þá kemur oft upp
olíuleki frá glussanum og þá lekur alltaf ein
hver olía í sjóinn. Það eru því margir kostir
við rafmagnsvindur. Sífellt fleiri nýir togarar
eru með rafmagnsvindur um borð og kerfið
okkar borgar sig upp á frekar skömmum
tíma þar sem olíuverð er alltaf að hækka.“
Bjarni Þór segir að Naust Marine selji
rafmagnsvindur til fjölda landa og að fram
undan sé að reyna að komast á enn fleiri
markaði.
„Það þarf að bæta búnaðinn; halda áfram
að þróa hann og gera hann enn betri í
saman burði við keppinauta okkar. Við þurf
um einnig að koma með nýjar vörur sem
henta vel á þennan markað. Síðan von umst
við til að markaðurinn á Íslandi fari að opnast
aftur og eru öll teikn á lofti um að það fari að
gerast þar sem skipakostur Ís lendinga er
orðinn mjög gamall. Við erum að heltast úr
lestinni miðað við aðrar þjóðir.“
bjarni Þór gunnlaugsson. „Rafmagnsvindurnar eru mjög umhverfisvænar og mun minni olíunotkun
er um borð í skipum með rafmagnsvindum en í skipum með glussavindum.“
„Sífellt fleiri nýir togarar
eru með rafmagnsvindur
um borð og kerfið okkar
borgar sig upp á frekar
skömmum tíma þar sem
olíuverð er alltaf að hækka.“
Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
SJÁVaRkLaSiNN
Naust Marine: