Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Þeir eru líklega fáir sem tengja saman nýsköpun og hugmyndafræði straumlínustjórnunar (Lean).
Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki
hafa almennt ímynd óreiðu,
sveigj anleika og krafts sem gerir
það að verkum að oft komast
ótrúlegir hlutir í verk. Sömu
orsakir gera hins vegar oft að
verkum að frábærar hugmyndir
ná ekki flugi og þeim árangri
sem spáð hafði verið.
Höfundur bókarinnar The Lean
Startup vill með kenningum sín
um um að blanda saman hug
myndafræði straumlínustjórn
unar og frumkvöðlakraftinum
auka líkur á því að nýjar hug
myndir fái brautargengi og nái
flugi, gjarnan með minni sóun
en alla jafna.
Bókin The Lean Startup fékk
strax við útgáfu mikla athygli
og stökk hratt upp metsölulista.
Skýringar vinsældanna má m.a.
finna í því að höfundurinn Eric
Ries hafði um árabil haldið úti
vinsælu bloggi þar sem hann
fjallaði um kenningar sínar
og hafði jafnframt unnið með
mörg um stærstu fyrirtækjum og
opinberum stofnunum í Banda
ríkjunum.
Í bókinni dregur hann saman
lærdóm sinn af þeirri vinnu
ásamt eigin reynslu sem frum
kvöðull á tæknisviðinu. Markmið
hans er einfaldlega að draga úr
þeirri sóun sem gjarnan fylgir
nýsköpun og frumkvöðlastarfi til
að auka megi líkur á árangri nýrra
vara og verkefna. Með sóun á
hann við þann tíma, þá peninga
og þær auðlindir sem fara í
vinnu við verkefnin. Bókin hefur
átt fastan sess á metsölulistum
og var í hópi bestu viðskiptabók
anna á Amazon árið 2013.
Minni líkur en meiri á
árangri
Allar rannsóknir sýna að þegar
farið er út í ný verkefni, vara
sett á markað eða ný þjónusta
markaðssett eru í raun minni
líkur en meiri á því að árangur
náist. Samkvæmt Harvard Busi
ness Review munu 75% allra
fyrirtækja sem stofnuð eru ekki
ná fótfestu. Þau sprotafyrirtæki
sem ná raunverulegum árangri
eru því örfá. Þegar höfundur
hafði sjálfur rekið sig á veggi í
frumkvöðlastarfi sínu fór hann að
skoða kenningar fyrir utan þau
fræði sem ná yfir frumkvöðla og
rakst á hugmyndafræði straum
línustjórnunar í framleiðslu sem
upprunnin er hjá Toyota í Japan.
Hann heillaðist af hugmynda
fræðinni og fór að beita hlutum
hennar sem hann lagaði að
heimi frumkvöðulsins og úr varð
The Lean Startup, eða straum
línulagaða sprotafyrirtækið. Í
grunninn gengur það út á að
beita hugmyndafræði straumlínu
stjórnunar á nýsköpun og
frumkvöðlastarf. Nokkuð sem
mörgum finnst langsótt tenging
í ljósi ólíkrar ímyndar hvors póls
um sig.
Hvað klikkar?
En hvað er það sem klikkar hjá
frumkvöðlunum og sprotunum?
Af hverju ná svo fáir árangri?
Höfundur heldur því fram að
orsakirnar séu nokkrar, eins
og ofurtrú á áætlunum, niður
njörvaðar leiðir að markmiðum
og ítarlegar markaðsrannsóknir.
Þessi atriði eru vissulega
nauðsynleg í almennum rekstri
og því freistandi að ætla að
þau séu sprotafyrirtækinu og
frumkvöðlinum nauðsynleg líka.
En það er ekki svo samkvæmt
kenningum Ries.
Óvissan sem þessir aðilar búa
Höfundur bókarinnar The Lean Startup vill með kenningum sínum um
að blanda saman hugmyndafræði straumlínustjórnunar og frumkvöðla-
kraftinum auka líkur á því að nýjar hugmyndir fái brautargengi og nái
flugi, gjarnan með minni sóun en alla jafna.
TexTi: unnur valBorG HilMarsdóTTir
Myndir: Geir ólafsson
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
stjórnendaþjálfari hjá vendum
„Lean startuphug
myndafræðin er
þróuð til að kenna
hvernig á að drífa
sprotafyrirtæki
áfram.
bÆkUR
Straumlínulagaða
nýsköpunarfyrirtækið