Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 37
„Þetta byggist á sömu hugmyndafræði og Píratar og er
pólitískt starf í vissum skilningi.“
Bjarni Rúnar Einarsson hjá Mailpile segir að viðmót nýja póstforritsins verði ósköp líkt því
sem almennt er þekkt. Engar
stór kostlegar nýjungar munu
blasa við á skjánum þegar frum
útgáfan fer í loftið eftir ára mótin.
Samt er þetta byltingarkennt.
„Nýjungin hjá okkur snýst um
friðhelgi einkalífsins. Núna er
tölvupóstur álíka leynilegur og
póstkort. Þeir sem vilja geta
lesið á kortið. Þessu ætlum við
að breyta,“ segir Bjarni.
Verkefnið hefur verið í undir
búningi síðan 2011, en í sept
ember 2013 lauk fjáröflun sem
mun gera þremur starfsmönnum
kleift að vinna að því í rúmt ár.
Hugmyndin felur að nokkru í sér
afturhvarf til þeirra tíma þegar
tölvupóstur var bundinn við
net þjóna einstakra fyrirtækja en
ekki almennt opinn á netinu.
Núna láta fyrirtæki eins og
Google auglýsendum í té upp
lýsingar um hvað fólk sendir
sín á milli í pósti og sala á
aug lýsingum er sniðin að því.
Stjórnvöld geta líka fylgst með
því sem almúginn skrifar. Stóri
bróðir fylgist með þér!
„Hugmynd okkar er að hver
og einn hafi sinn eigin netþjón.
Netþjónninn getur ýmist verið
venjuleg tölva eða hugsanlega
lítið tæki eða box eins og er fyrir
þráðlausa tengingu. Málið er að
aðeins eigandinn hefur aðgang
að netþjóni sínum og getur náð
dulkóðuðu sambandi við hann
hvar sem er,“ segir Bjarni.
Gefendur í gjaldeyris
höftum
Vinnan við forritið fer fram fyrir
opnum tjöldum. Allir sem áhuga
hafa geta fylgst með þróunar
vinnunni og lagt gott til málanna.
Tekjur koma með samskotum
í netsamfélaginu Ingiegogo.
Gefendur leggja fram smáupp
hæðir vitandi að tilraunin getur
misheppnast og allt tapast.
Bjarni segir að Mailpile fái ekki
einkarétt á forritinu, ætluninn er
ekki að raka saman fé á einni
leynilegri hugmynd. Allt er opið.
Þó geta leynst viðskiptamögu
leikar í þessari lausn. Í Bandarík
junum er t.d. von á Freedom
box – Frelsisdós – sem er lítill
heimilis netþjónn og fleiri ku
vera að þreifa fyrir sér á sama
markaði. Þá þarf enginn að vista
gögn sín og póst hjá öðrum.
Bjarni Rúnar og einnig Smári
McCarthy, sem unnið hefur að
verkefninu, voru í framboði fyrir
Pírata við síðustu þingkosningar.
Mailpile er þó að sögn Bjarna
ekki útibú frá Pírötum en samt
ekki óskylt.
„Þetta byggist á sömu hug
myndafræði og Píratar og er
pólitískt starf í vissum skiln
ingi. Markmiðið er að auðvelda
fólki að verjast eftirliti ríkis og
stórfyrirtækja,“ segir Bjarni
Rúnar Einarsson.
Bjarni Rúnar Einarsson
hjá Mailpile:
Hvernig dettur fáliðuðum hópi manna í hug að búa til nýtt forrit
fyrir tölvupóst þegar stórfyrirtækin hafa þegar lagt þetta svið undir
sig? Bara Gmail frá Google er alheimsforrit. Samt eru þremenningar hjá
Mailpile á lokasprettinum með nýja gerð af tölvupósti.
bróðursnúa á stóra
bjarni Rúnar Einarsson hjá mailpile.