Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn sé á svipuðu róli og verið hefur
síðustu mánuði og hafa samning
ar verið á bilinu 110120 á viku
upp á síðkastið.
„Nýbyggingum er að fjölga
og byggingarkranar farnir að
sjást víða en það er ákveðin
vísbending um aukna bjartsýni
á fasteignamarkaði. Fasteigna
verð hefur hækkað jafnt og
þétt síðustu mánuði og vísitala
íbúðaverðs komin nálægt 370,
sem er u.þ.b. 5% hækkun frá
áramótum. Það er talsverð
eftirspurn eftir minni eignum
og í raun og veru er frekar að
það vanti eignir en að það sé
offramboð.“
Ingibjörg segir að jákvæðni ríki
á fasteignamarkaðnum. „Ég sé
ekki annað en að markaðurinn
horfi til enn betri vegar. Verði af
fyrirhuguðum lánaleiðréttingum
mun það leiða til þess að margir
sjá sér fært að losa um eignir
og þá annaðhvort minnka við
sig eða jafnvel stækka húsnæði
eftir þörfum fjölskyldunnar hverju
sinni.“
Vantar eignir
ingiBjöRg ÞóRðaRdóttiR,
– formaður félags fasteignasala
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Högni Óskarsson segir að streita og áreiti séu ekki einu orsakavaldar
starfskulnunar og að starfskuln
un komi líka upp þó að rekstur
gangi vel. Hann tekur sem dæmi
frumkvöðla sem hafa unnið mikið
í að fyrirtækjareksturinn gangi vel.
„Þeir hafa oft byrjað með lítið
umleikis, orðið fastir í að vera
eina driffjöðrin í vextinum, hafa
þurft að ganga í öll verk og
tryggja að allt gangi upp 110%.
Þetta tekur á þegar fyrirtækið
stækkar og verður flóknara.
Vissulega eru sömu áhættu
þættir fyrir starfskulnun hér og
í stærri fyrirtækjum; mikið álag,
lítill stuðningur, óljós markmiðs
setning og agaleysi í tímastjórn
un og framsali verkefna.
Lausnirnar eru vel þekktar en
þær felast m.a. í að skapa gott
jafnvægi milli vinnu og einkalífs,
koma upp óformlegu stuðnings
neti vina og fagmanna utan
fyrirtækisins til að tryggja örvandi
umræðu og svo má nefna ferska
sýn og hvatningu.“
Högni segir að í vinnunni sé
skilvirkt framsal lykilatriði, hár
beitt tímastjórnun, með nógan
tíma fyrir frávik auk þess sem
draga þurfi úr fullkomnunaráráttu.
„Auk þessa er mikilvægt að
leita fleiri skýringa á mögulegri
starfskulnun en þeim sem tengj
ast vinnuferlum. Frumkvöðull
inn getur hafa fest í hlutverki
bardagamanns upphafsáranna;
velgengni fer þá að grafa undan
sjálfsmyndinni, efasemdir um
eigið ágæti og ákvarðanir verða
ríkjandi. Þetta kallar á endurskil
greiningu á eigin hlutverki með
eða án ytri aðstoðar. Stóra málið
fyrir þennan áhættuhóp, þótt það
hljómi eins og öfugmæli, er að
skapa sér nýjar ögranir; kannski
nýtt fyrirtæki eða umbreyta því
gamla.“
Högni óskaRsson
– geðlæknir og stjórnendaþjálfari
SKIpULAGIÐ Í
vINNUNNI
SkoðUN
Starfskulnun og
endurnýjun
ingRid kuHlman
– framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar
HOLLRÁÐ Í
STJÓRNUN
Ingrid Kuhlman segir það skipta máli fyrir stjórnendur að gera fundi sína árang urs
ríkari. „Kostnaðurinn og tíminn
sem fer í að halda fundi er
gríðar legur og oft engan veginn
sam bærilegur við árangur fund
anna.“
Ingrid bendir á nokkrar leiðir
til að gera fundi árangursríkari.
Hún segir að í fyrsta lagi sé
gott að halda fundi eins oft og
mögulegt er en aldrei meira en
nauðsynlegt er. „Ef viðkomandi
stjórnandi er með fullnægjandi
upplýsingar þarf ekki að halda
fund né ef vandamálið er skýrt
og einfalt. Gott er að halda fund
ef mikilvægt er að allir þurfi að
vera sammála um ákvörðun
sem stendur til að taka.“
Í öðru lagi tengist ákvörðunin
fundarmeðlimum. „Það ætti að
boða aðeins þá sem þarf á að
halda eða munu koma með
mikilvægt framlag. Svo er líka
gott að boða fundarmenn eins
mikið og hægt er fyrir hvern
dagskrárlið þannig að menn
geti þá komið og farið eftir
þörfum.
Í þriðja lagi er oft áhrifaríkara
að halda tvo stutta fundi frekar
en einn langan vegna þess
að menn eru þá oft ferskari og
með meiri einbeitingu. Betri
árangur næst auk þess þegar
fólk er undir tímapressu.“
Ingrid segir að í fjórða lagi
mætti halda oftar standandi
fundi en reynslan sýnir að þeir
eru oft styttri.
Í fimmta lagi er nauðsynlegt
að gera nákvæma tímaáætlun;
taka fram hvenær fundurinn á
að byrja og enda og tímasetja
einstaka dagskrárliði. „Hætta er
á að fundurinn dragist á lang
inn án nákvæmrar tímaáætl
unar eða þá að fólk lendi í
tímaþröng og að sleppa þurfi
dagskrárliðum.“
Það getur í sjötta lagi verið
gott fyrir vinnustaði að reikna út
kostnaðinn við hvern fund.
Árangursríkari fundir
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Andagift · Nýjungar · Ásýnd · Bylting · Virkni · Virði · Fyrirbæri · Hátækni · Ferli
Merkingarfræði · Vörumerkjastjórnun · Þróun · Nanó · Vörur · Hagnaður
Stöðugleiki · Stuðningur · Markhópagreining · Hugvit · Mörkun · Netið · Kraftur · Sýn
Stafrænt · Vitund · Einstaklingar · Loftslag · Útstreymi · Tengslanet · Frumkvæði
Framleiðsla · Heimur · Framfarir · Viðskipti · Afþreying · Forskot · Sprotaþing
Ráðgjöf · Framkvæmd · Skipti · Samherjar · Prófanir · Kennsla · Reynsla · Innblástur
Árangur · Markaður · Mannauður · Örverur · Rannsóknir · Stofnun · Samvinna
Starfsemi · Orðræða · Burðarás
· Fræði · Skýrsla · Ísland
Fólk · Kunnátta · Markmið · Forysta · Sjónarmið · Frumkvæði · Samskipti
Jákvæðni · Teymi · Frumgreinar · Metnaður · Markaðsstarf · Sköpun
Viðskiptavinur · Endurnýjun · Eftirlit · Iðnaður · Fjölþjóðlegt · Uppbygging
Gleði · Sprotafyrirtæki · Alþjóðlegt · Yfirsýn · Hagsæld · Matvæli · Nýtt · Gæði
Hnattvæðing · Þekking · Verndun · Nýting · Raunvísindi · Virkja · Íþróttir
Fyrirbærafræði · Blómstra · Fræði · Sköpunargleði · Vísindi · Gagnagrunnur
Fjöldi · Óvissa · Örvun · Sjóðir · Orka · Hugverk · Ferðaþjónusta · Kynning
Öryggi · Upplýsingar · Könnun · Samkeppnisforskot · Framtíð · Tengsl
Sérfræðiþekking · Sérstaða · Greiðslumiðlun · Lærdómur · Velferð · Nýliðun
Örgjörvi · Þjónusta · Möguleikar · Grunnur · Vöxtur · Vitneskja · Gildi · Sóknarfæri
Verslun · Vörumerkjagreining · Afl · Smíði · Staðsetning · Vörumerki · Verðmæti
Samkeppni · Vinnuafl · Merking · Hugkvæmni · Stuðningur · Áætlun · Tekjur
Rekstur · Rými · Upplifun · Gagnavinnsla · Aðlögun · Tónlist · Boðmiðlun · Tækifæri
Erfðir · Miðlun · Upplýsingastreymi · Vinnsla · Hugmyndir · Framvinda · Heilbrigði
Góðvild · Rafeindasmásjá · Um hvað vilt þú tala? · Tungumál · Leiðsögn
Umhverfi · Bókvit · Hönnun · Verkfræði · Upplýsingaöflun · Vinna · Samstarf
Samfélagsmiðlar · Þekkingargarður · Sjálfstæði · Frumkvöðlar · Verkvit · Sjálfbærni
Athugun · Útgáfa · Framtak · Tækni · Nýsköpun · Brautryðjandi · Gagnaöryggi
Raforka · Þekkingarsvið · Virðisauki · Markhópur · Sérfræðingur · Vöruskipti
Hlutverk · Vöruþróun · Evrópa · Áhugi · Breidd · Framsýni · Hæfileikar · Atvinna
Regluverk · Skapandi · Tölvur · Væntingar · Fræðimennska · Spennandi · Praktík
Norrænt · Handverk · Vindar · Haf · Ferill · Verkefni · Virkjun · Athafnasemi
Tónmennt · Hagsýni · Framtíð · Upplýsingabylting · Forystuhlutverk · Fagmennska
Landamæri · Rannsóknaráætlun · Kerfi · Fræðsla · Menntun · Laugardaginn
9. nóvember stendur Landsbankinn fyrir nýstárlegum nýsköpunarviðburði
á Háskólatorgi í samstarfi við Háskóla Íslands og MassTLC. Þar er hægt að
setjast niður með um 100 stjórnendum og sérfræðingum og fá ráðgjöf varðandi
uppbyggingu og vöxt fyrirtækja. Fáðu nánari upplýsingar og skráðu þig á
landsbankinn.is/unconference.
Reykjavík
9. nóvember 2013
#IIU2013
Iceland
Innovation
UnConference I I U