Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Eldar nefnir sem skýrt dæmi um mikilvægi þess að stunda tilraunastarfsemi og gefa nýjum hugmyndum brautargengi til­ urð nýjasta leiks fyrirtækisins; EVE Valkyrie. „Leikurinn hófst sem tilraunaverkefni nokkurra starfsmanna okkar, þar sem til gangurinn í fyrstu var að búa til skemmtilega upplifun fyrir gesti á EVE Fanfest­hátíð okkar í Reykjavík. Eitt leiddi af öðru og nokkrum mánuðum síðar var tilraunaútgáfa leiksins sýnd á stærstu leikjaráðstefnu heims, E3 í Los Angeles. Ég skal játa að það kom okk ur á óvart hversu sterk og góð viðbrögð við fengum við leiknum. Lítið tilraunaverkefni sópaði að sér athygli og viður ­ kenn ingum og kjölfarið hófum við framleiðslu á þessum nýja leik í Newcastle­skrifstofu okkar nú í lok sumars. EVE Valkyrie mun líta dagsins ljós á næsta ári sem fullbúinn tölvuleikur,“ segir Eldar. í rótgrónum fyrirtækum Nýsköpun Fyrsti tölvuleikur CCP, fjölspilunar­ leikurinn EVE Online, hefur verið í stöð­ ugri þróun allt frá því að hann kom út árið 2003. Samherji er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækj um landsins og tekur einnig þátt í rekstri sjávarútvegs fyrir ­tækja erlendis. Gestur Geirs son, framkvæmdastjóri land vinnslu Samherja, segir öll um fyrirtækj­um nauðsynlegt að sinna nýsköpun og þróun ella dragist þau aftur úr í samkeppn inni og deyi á end anum eða séu yfirtekin af öðr um sem tileinkað hafa sér nýja tækni og bætt þar með sam keppnisstöðu sína. „Að sjálfsögðu er það misjafnt hversu mikla áherslu fyrirtæki leggja á þessa þætti í starfsemi sinni en í þeirri grein sem við störfum, þ.e. sjávarútvegi, er Sífellt leitað að nýjungum Gestur Geirsson: nýjungarnar felast í breyttum afurðum, breyttum pakkningum, auknum gæðum, meiri fullvinnslu og bættri sölustarfsemi. Össur hf., sem stofnað var árið 1971, er í dag leiðandi afl í framleiðslu stoðtækja, spelka og stuðnings­ vara á heimsvísu og byggir á öflugu nýsköpunarstarfi. Magnús Oddsson, þróunar stjóri stoð tækja hjá Össuri hf., segir að líkja megi nýsköpunar starfi innan fyrirtækis við vél sem framleiði eldsneyti inn á elds­ neytis tank farartækis. „Ef nýsköpunarvélin hættir að starfa verður þess ekki vart fyrr en ganga fer á tankinn og í verstu tilfellum er enginn sem fylgist með eldsneytisstöðunni og farartækið nemur staðar. Sagan geymir fjölmörg dæmi um það hverjar afleiðingar þess eru þegar stjórnendur fyrir ­ tækja hafa vanrækt nýsköpun og talið að stærð fyrirtækisins ein tryggi markaðsstöðu. Þó ber að gera greinarmun á stöðugri nýsköpun og byltingarkenndri nýsköpun. Fyrra hugtakið má nota um það þegar fyrir tæki kemur stöðugt á framfæri endurbótum á tiltekinni tegund vara og því hvernig varan eða þjónustan er boðin fram. Bylt­ ingarkennd nýsköpun á aftur við þegar stjórnendur sýna það hugrekki að endurskilgreina hlutverk fyrirtækis frá grunni og hrinda verkefninu í fram­ kvæmd,“ segir Magnús. Þannig segir Magnús stöðuga nýsköpun eina og sér ekki nægjanlega til þess að tryggja stöðu fyrirtækja á síbreytileg ­ um markaði. Ljósmyndavélar sem noti filmu hafi t.a.m. verið í stöðugri þróun fram til þess dags sem þær á nánast einni nóttu urðu úreltar er stafræn tækni varð allsráðandi. Þau fyrirtæki sem ekki höfðu sýn eða bolmagn til þess að mæta þróuninni með byltingar kenndri nýsköpun séu ekki lengur til eða eigi nú í verulegum erfið ­ leik um þar sem eldsneytið sé gengið til þurrðar. nýsköpunarstarfið framleiðir eldsneyti Magnús oddsson: fjölmörg dæmi eru um afleiðingar þess að vanrækja vöruþróun og nýsköpun og telja að stærð fyrir - tækisins ein tryggi markaðsstöðu magnús oddsson. Magnús segir nýsköpun eina og sér ekki nægjanlega til þess að tryggja stöðu fyrir­ tækja á síbreytilegum markaði heldur verði fyrirtækið einnig að hafa bolmagn til að mæta tækniþróuninni. Össur Samherji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.