Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 47
Ég er fyrst og fremst að hjálpa, annað býr ekki að baki. Það er engin kvöð á að ég komi inn
í þau fyrirtæki sem hér munu
starfa. Ég rek þetta ekki með
fjár hagslegan ágóða í huga.
Hugs un mín er að bjóða ódýrt,
skapandi umhverfi fyrir sprota
fyrir tæki svo þau fái notið sín;
bjóða aðstöðu sem einkennist af
orku, samheldni, sköpunarkrafti
og dýnamík,“ segir Jón von
Tetzchner þegar hann sýnir
nýtt frumkvöðlasetur sem hann
opnar á næstunni í 800 fer metra
húsnæði á Eiðistorgi á Seltjarnar
nesi.
Hugmyndin er að sprotafyrir
tækin á Eiðistorgi geti nýtt sér
tengsla net Jóns við frumkvöðla
setur í Noregi, Berlín, Boston og
Kísildalnum – og komist þannig
í stærra umhverfi þótt aðstaðan
sé á Íslandi.
Frumkvöðlasetur Jóns á Eiðis
torgi og fyrirhugað setur hans í
Boston munu bæði bera nafnið
Innovation house.
Á Eiðistorgi eru tvær álmur
með tólf vel útbúnum skrifstof
um hvor. Öll tækniaðstaða er
fyrsta flokks. Þarna verður því
rými fyrir allt að 24 fyrirtæki og
auk þess sameiginleg aðstaða,
eins og tvö fundarherbergi, stórt
eldhús og salur sem tekur yfir
hundrað manns.
Klak Innovit er eitt þeirra fyrir
tækja sem flytjast á Eiðistorgið en
þessi tvö frumkvöðlasetur, Klak
og Innovit, sameinuðust sl. vor.
Jón er Seltirningur, alinn upp
á Nesinu, en fluttist til Noregs
eftir stúdentspróf og stofnaði
þar síðar hið kunna fyrirtækið
Opera. Opera framleiðir samnef
ndan vafra sem er m.a. vinsæll í
farsímum vegna þess hve hrað
virkur og fyrirferðarlítill hann er.
Hann trúir á átthagana á Nes
inu. „Hér er afar gott útsýni yfir
sjóinn og Snæfellsjökull blasir
við í góðu veðri. Það er auðvelt
að finna orkuna og kraftinn
hér fyrir utan. Þá er lítið mál að
ganga niður að sjónum og slaka
á, jafnvel fara í gönguferð út í
Gróttu. Þetta er hvetjandi um
hverfi – og setrið getur raunar
orðið svolítil lyftistöng í leiðinni
fyrir Eiðistorgið.“
Jón hefur um áraraðir verið
með kunnustu mönnum í við
skipta lífi Noregs. Opera var í
fyrra metið á um 75 milljarða
króna og hlutur Jóns, um 10%,
þar af leiðandi um 7,5 milljarðar
króna. Opera er núna metið á
um 150 milljarða króna.
Hann fluttist á síðasta ári
til Boston og hefur minnkað
hlut sinn í Operu og fjárfest
þess í stað í nýjum verkefnum
víða, t.d. í Bandaríkjunum og
Ís landi. Hann hefur komið
með um 2,7 milljarða króna
til Íslands og fjárfest fyrir um
tvo milljarða í fasteignum og
atvinnuhúsnæði og sett um 300
milljónir í minni fyrirtæki, eins og
nýsköpunarfyrirtæki. Af fyrirtækj
um sem hann hefur fjár fest í
má t.d. nefna OZ.com, Spyr.is,
Hringdu.is, SmartMedia.is og
Budin.is.
Þegar hann kynnti frumkvöðla
setrið á Eiðistorgi voru tveir af
fyrrverandi samstarfsmönnum
hans hjá Operu á staðnum.
Annar þeirra er Rolf Assev,
fyrrverandi sölu og markaðs
stjóri Operu, sem stýrir núna
frumkvöðlasetrinu StartupLab
í Noregi sem hýsir 55 sprota
fyrirtæki. Tor Bækkelund var líka
á staðnum, en hann vinnur með
Rolf í StartupLab.
„Hugmyndin er sú að það
verði formleg samskipti héðan
við frumkvöðlasetur Rolfs í Nor egi
en það hefur aftur sterk tengsl við
svipuð setur í Berlín og Kísildaln
um í Kaliforníu,“ segir Jón.
Hann bætir því við að Rolf sé
hugmyndaríkasti maður sem
hann þekki, snjall að kynna
vörur og koma þeim á fram færi.
„Hann er einstakur markaðs
mað ur. Það er ekki nóg að vara
sé góð, það þarf líka að koma
henni á framfæri.“
Þá er í bígerð hjá Jóni að stofna
frumkvöðlasetur í Gloucester
sem er í um klukkutíma aksturs
fjarlægð norður af Boston í
Banda ríkjunum – en Jón býr
einmitt í Gloucester – og jafnvel
að þar bjóðist frumkvöðlum
héðan ódýr gistiaðstaða þann
tíma sem þeir dvelja ytra.
„Hugsunin er að fyrirtæki hér
í frumkvöðlasetrinu á Eiðis
torgi og þau fyrirtæki sem
ég vinn með hér á landi geti
tengst fyrirtækjum og fjárfestum
úti í Boston. Það getur verið
kostnaðar samt fyrir forráðamenn
sprotafyrirtækja að fara til útlanda
og kynnast umhverfinu með því
að dvelja þar um tíma. En tengsl
in við fyrirhugað frumkvöðlasetur
munu gefa færi á þessu.“
Annar fyrrverandi starfsmaður
Jóns hjá Operu, Anne Stavnes,
hefur haft veg og vanda af
breytingum á húsnæðinu á
Eiðistorgi, sem hafði staðið autt
í þrjú ár áður en Jón keypti það,
en Lyfjastofnun var þar áður til
húsa. Húsnæðið hefur fengið
mikla andlitslyftingu.
„Anna er mjög skapandi og
sem starfsmannastjóri í Operu
byggði hún upp skemmtilega
starfsaðstöðu. Hún mun einnig
undirbúa frumkvöðlasetrið fyrir
mig í Boston eftir nokkra mán
uði.“
Jón trúir á sprota og nýsköpun
eftir að hann byggði upp Operu í
Noregi og heldur ótrauður áfram
að takast á við tæknibylting una
um leið og hann styður og vill
koma íslenskum sprotafyrirtækj
um á framfæri.
Hann segist una sér vel í
tækniumhverfinu. „Forritun og
tækni, ég kann á það,“ segir
hann sposkur á svip þegar við
kveðjum Eiðistorg.
Jón opnar frum kvöðla setur
á Eiðistorgi
Jón von Tetzchner opnar á næstunni 800 fer-
metra frumkvöðlasetur á Eiðistorgi. Hugmynd in er
að sprota fyrir tækin á Eiðistorgi geti nýtt sér tengsla net
Jóns við frumkvöðlasetur í Noregi, Berlín, Boston og
Kísildalnum – og komist þannig í stærra umhverfi þótt
aðstaðan sé á Íslandi.
„Hér er afar gott
útsýni yfir sjóinn og
Snæfellsjökull blasir
við í góðu veðri. Það
er auðvelt að finna
orkuna og kraftinn
hér fyrir utan.“
Rolf assev, fyrrverandi sölu- og
markaðs stjóri operu, stýrir
frumkvöðlasetrinu StartupLab
í Noregi.
anne Stavnes, fyrrverandi
starfs mannastjóri operu,
annaðist uppbygginguna á
Eiðistorgi.
TexTi: jón G. HauKsson / Myndir: Geir ólafsson