Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 SkoðUN þau hafa orðið Sigurður B. Stefánsson segir að sumartíminn sé að jafnaði ekki sá besti í helstu kaup­ höllum heims og á ýmsu hafi gengið þetta sumarið. „Hágildi náðist í maí í mörg­ um kauphöllum eftir góðan hækk unarlegg frá nóvember 2012. 10% lækkun heimsvísitölu hluta bréfa tók við í maí og júní og í fyrri hluta september stóð hún um 4% neðan við hágildið frá maí. Árangurinn á Wall Street er nokkru betri en lega S&P 500 er þó einnig um 4% neðan við hágildi frá maí.“ Sigurður segir að það sé eink ­ um á nýmarkaði og í löndum hrávöruútflytjenda sem útkoma sumarsins sé slök. „Shanghai ­ vísitalan í Kína er 13% neðan við hágildið í febrúar og í Brasilíu er Bovespa­vísitalan 15% neðan við gildið sem var um áramót. Sama prósentulækkun á við í Rússlandi. Hrávöruvísitalan er 3% neðan við áramótagildið og þrátt fyrir 6,4% hækkun gullverðs í ágúst sl. er verð í byrjun september enn 15% lægra en um síðustu áramót.“ Sigurður segir að það sem valdi veiku gengi á hrávörumarkaði og veikleika í kauphöllum nýmarkaðs og hrávörulanda sé hækkun á gengi Bandaríkjadoll­ ara á árinu. „Straumur fjármuna á alþjóðleg­ um markaði beinist í átt að Wall Street þetta árið. Tilkynning Bens Bernanke seðlabanka­ stjóra um að kaup seðlabankans á ríkisskuldabréfum yrðu ef til vill minnkuð fyrir lok árs leiddi til þess að fjárfestar hafa selt skuldabréf úr söfnum sínum og vextir hafa hækkað hressilega. Áhrif á hlutabréf á Wall Street hafa ekki verið jákvæð og hugsanlega bíður haustsins að nýr leggur hækkunar taki á sig mynd.“ Beinist í átt að Wall Street siguRðuR B. stefÁnsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Dow Jones síðustu tólf mánuðina Í stjórnunarfræðum er sagt að nýr stjóri hafi hundrað daga til að sanna sig á vinnu stað. Á þessum hundr að dögum verði hann að sýna hver ræður og að hinn nýi stjóri sé ákveðinn, réttsýnn og helst óskeikull. Af einhverjum ástæðum er mið að við hundrað daga. Þetta er líka gert í stjórnmálunum. Eng inn virðist vita með vissu af hverju 100 er einmitt sá dagafjöldi sem máli skiptir. Af hverju ekki 10 dagar eða 1000 dagar? Fræg er bók Arthurs Schles ingers yngri um 1000 daga stjórnartíð Kennedy ­ bræðra í Washington. Þeir voru að allan tímann. Fleiri og fleiri stjórnunarfræð­ ingar efast um að þessi „hundr­ að­daga­kenning“ styðjist við staðreyndir. Það er gott að efast um viðtekin sannindi og það gerði breski stjórnunarfræð ­ ingurinn Bridget Ferrands. Hún tók ítarleg viðtöl við áttatíu for stjóra og mannauðsstjóra um hvenær nýr stjórnandi nái í raun og veru tökum á starfi sínu. Gerist það innan þessara hundr­ að daga? Er nýi stjórinn ef til vill alskapaður á hundraðasta degi? Niðurstaðan varð að þetta væri allt vitleysa. Miklu nær er að miða við heilt ár eða jafnvel enn lengri tíma. Nýr stjórnandi telur sig oftast vera búinn að ná tök ­ um á starfi sínu á öðru ári. Það er niðurstaðan af viðtölunum við stjórana. Þeir höfðu eðlilega allir verið nýir í starfi einu sinni og mundu þetta. Raunar voru svörin mjög breyt ileg. Ef stjórinn færist upp í topp stöðuna innan fyrirtækis er hann oftast kominn á beinu brautina fyrr en ef hann kemur ókunnug ur til leiks. En enginn stjóri kannast við að það taki hundrað daga að ná tökum á starfinu á toppnum. Stjórarnir sögðu líka að þeir hefðu verið hræddir og stress ­ aðir fyrstu hundrað dagana. Þeir reyndu að halda andlitinu en voru skjálfandi á beinunum. Þess ir fyrstu dagar fóru einkum í að kynna sér reksturinn og kynn­ ast starfsfólkinu – og að láta engan taka eftir óöryggi og hiki. Engu að síður er mikilvægt að nýta fyrstu hundrað dagana vel. Það eru til nokkur góð ráð fyrir nýjan stjóra að styðjast við meðan þessir fyrstu hundrað dagar eru að líða – ef ekki er búið að reka hann áður en hundr að­daga­markinu er náð. 1. Verkefnið: Mikilvægt er að skilja hvernig fyrirtækið er rekið. Hvort er þörf á róttækum breyt ingum eða áframhaldandi þróun? Gott er að nota fyrstu hundrað dagana til að átta sig á þessu. 2. Ásýndin: Ekki vera of ákveðinn. Það getur leitt til ein angrunar frá fyrsta degi. Nýi stjór inn má ekki heldur vera of hikandi. Þarna þarf að finna meðalveg. 3. Samskipti: Of náin sam ­ skipti við næstu undirmenn geta skapað tortryggni. Of kuldalegt viðmót getur valdið ein angrun. Þarna þarf líka að finna meðal ­ veg. 4. Þolinmæði: Oftast veit nýi stjórinn minna en allir aðrir í fyrir tækinu. Hann þarf því að hlusta á aðra og hafa þolinmæði til að læra. 5. Snarræði: Nýr stjóri verður stundum að grípa til skjótra úrræða ef vandinn þolir ekki bið. Þá er mikilvægt að hafa augun opin og átta sig fljótt á að ekki er allt eins og það á að vera. 6. Tveir herrar: Stjórinn þarf að þjóna tveimur herrum; stjórninni og starfsmönnunum. Til að þetta takist vel er gott að tala alltaf máli starfsmanna við stjórnina og máli stjórnarinnar við starfs­ mennina. Hundrað-daga-dellan gísli kRistjÁnsson – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 53 85 1 0 /2 01 3 Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: ■ Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. ■ Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. ■ Afsláttur sem Icelandair býður er veittur af fargjöldum á því farrými sem fyrirtæki óska hverju sinni. ■ Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is Vertu með okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.