Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 ekki trú á að þetta ástand vari að eilífu. Aðstæður munu batna,“ segir Jón. Þekkir til aðstæðna Og á meðan beðið er tekur Jón þá áhættu að flytja fé heim til gamla landsins. Hann segir að þarna ráði vissulega miklu að hann þekkir til á Íslandi og að hann er ekki ókunnugur maður í augum Ís lendinga. Hann er því ekki ókunnur fjárfestir sem kemur til framandi lands og veit ekkert um hefðir og venjur – og talar ekki einu sinni tungumálið. „Ég les blöðin og fylgist með því sem er að gerast. Ég tala við fólk og ég þarf ekki að leita til annarra um túlkun á stöðu mála í landinu. Það veitir mér ákveðið forskot,“ segir Jón. Meira fyrir peningana Hann segir líka að það sé kostur fyrir fjárfesti að samkeppnin er ekki mikil. „Það fæst tiltölulega mikið fyrir peningana á Íslandi. Kostnaður er lægri en í nálægum löndum og miklu lægri en í Noregi. Ef ég legg milljón í fyrirtæki á Íslandi endist hún helmingi lengur en ef ég legði hana í fyrirtæki í Noregi. Ég finn að ég get haft meiri áhrif á Íslandi,“ segir Jón. „Það er líka kostur að þjóðfélagið er lítið. Það er stutt á milli manna. Þetta snerist ef til vill upp í and­ hverfu sína þegar útrásarbólan var að þenjast út en það er kostur að geta náð beint tali af mönnum sem ráða. Hlutirnir gerast hraðar,“ segir Jón. Og svo er það kostur við fjárfestingu á Íslandi að það eru ekki margir sem bítast um mögu ­ leikana. Það er tími til að hugsa sig um og skoða hvað er í boði. Rétti tíminn að kaupa „Allt þetta gerir það að verkum að nú er ekki slæmur tími til að fjárfesta á Íslandi þótt áhættan sé einhver,“ segir Jón. Hann er ekki sammála World Economic Forum um að Ísland sé í sama flokki og Angóla og Venesúela. „Það er ekki rétt mat að setja Ísland á botninn þegar kemur að að stæðum fyrir erlenda fjárfesta. Allir innviðir samfélagsins á Íslandi eru miklu sterkari en hjá þess um botnríkjum. Ef menn líta á réttarkerfið, menntakerfið, heil ­ brigðiskerfið og tæknistig þá er þetta ekki sambærilegt. Fjarri því,“ segir Jón. Reglur ósköp venjulegar „Það eru ýmsar takmarkanir á fjárfestingum á Íslandi, til dæmis við kaup á landi eða aðgang að auðlindum, en svona er þetta í flestum nálægum löndum. Þessar takmarkanir á Íslandi eru alls ekki óvenjulegar,“ segir Jón og bendir á að það sé erfiðara að kaupa land í Kína en á Íslandi. Í Danmörku má ekki kaupa sumarbústað nema geta sýnt fram á sérstök tengsl við landið. Í skýrslu World Economic Forum kom einnig fram gagnrýni á þjón ­ ustu bankanna. Þetta kannast Jón ekki heldur við. „Ég verð ekki var við annað en að þjónusta íslenkra banka sé sam bærileg við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og þar er hún hvað best í heimi. Tæknilega eru íslenskir bankar til dæmis betur búnir en bandarískir,“ segir Jón. „Tölur frá Íslandi sýna einnig að margt er í góðu lagi. Það er vel ­ meg un þrátt fyrir allt og aðstæður til nýsköpunar góðar,“ segir Jón. Lítið peningaflæði „Einn versti vandinn er lítið pen ­ inga flæði. Það eru til miklir pen ­ ing ar en þeir flæða ekki eðli lega um samfélagið,“ segir Jón. Þarna á hann sérstaklega við fjár ­ festingar lífeyrissjóðanna. Sjóðirnir vilja helst leggja fé í bréf, hlutabréf og gróin fyrirtæki, en þar er ekki um auðugan garð að gresja. „Það er veruleg hætta á hluta­ bréfa bólu vegna þess að það er svo lítið í boði í Kauphöllinni. Sama á við um fasteignamarkaðinn. Það er ekki hægt að setja alla peninga í fasteignir og bréf án þess að úr verði bóla,“ segir Jón. Hann ráðleggur því lífeyrissjóð ­unum að setja einnig fé í ný sköpun þótt það sé talið áhættu ­ samara. Ekki reynast allar nýjar hug mynd ir góðar og fé tapast á mis heppn uð um tilraunum. Þetta veit Jón en hann segir að það felist líka mikil áhætta í að kaupa verð ­ bréf í bólu. Keppa við sjálfa sig „Lífeyrissjóðirnir hafa stundum stofnað fjárfestingasjóði og eru svo að keppa við sjálfa sig á alltof þröngum hlutabréfamarkaði. Í því felst líka mikil áhætta. Sjóð irnir þurfa líka að hugsa um breidd ­ ina,“ segir Jón. Hann segir að fyrirtæki sem hafi sýnt að þau búa yfir vaxtar ­ mögu leikum vanti vaxtarfé. Þar séu áhugaverðir möguleikar á að kaupa hluti. „Þetta eru ef til vill lítil og ung fyrirtæki en hafa yfir að ráða tækni og mannskap sem ætti að vekja áhuga fjárfesta,“ segir Jón. Vill skilja hugmyndina Sjálfur er hann tölvumaður og segist bara leggja fé í hugmyndir sem hann skilur. „Ég kaupi ekki bara til að kaupa. Ég hef áhuga á hugmyndum sem ég skil og þá beinist áhuginn eðli ­ lega að tölvutækni,“ segir Jón. Það þýðir þó ekki að öll nýsköpun á Íslandi snúist um tölvur. Það eru möguleikar á fleiri sviðum. „Ég hef gaman af að leggja fé í skemmtilegar hugmyndir. Núna er líka nýtt svið að opnast í tölvu ­ tækninni. Það er vaxandi áhugi á friðhelgi einkalífsins. Eiga ríki og fyrirtæki að geta fylgst með öllu sem fólk gerir á netinu? Núna er tölvupóstur jafnopinn og póstkort. Þarna gæti Ísland til dæmis haft sérstöðu í að bjóða meiri persónu ­ vernd,“ segir Jón. Hann bendir einnig á að mikli þróun sé í tækni við vefverslun. Hann hefur lagt fé í íslenskar hugmyndir þar og hann á hlut í tölvufyrirtækninu Oz. Bíðið rólegir heima En óttast Jón ekki að allir þessir sprotar leiti út um leið og þeir komast á legg? Gjaldeyrishöftin ein sér eru næg ástæða til að fyrirtækin leiti í opnara um hverfi. Það er ekki bara hætta á at gervis ­ flótta heldur líka fyrir tækja flótta vegna þess að íslenska hagkerfið er einangrað, án gjald gengs gjaldmiðils og hefur verið það í fimm ár. Jón segir ekkert óeðlilegt við að fyrirtæki leiti út en segir að það verði erfitt fyrir íslenskt efna hags­ líf að búa við gjald eyris höft til lengdar. „Ég bara reikna með að það komi lausn á þessum vanda innan tíðar og að færir menn vinni núna að henni. En ég læt aðra sjá um höft in. Ég legg að mönnum að vera kyrrir og láta fyrirtækin vaxa heima og nýta sóknarfærin núna,“ segir Jón. „Þetta er bara áhætta sem ég tek vegna þess að ég er þess full ­ viss að höftin verði leyst fyrr en síðar.“ iNNFLÆði FRUmkVöðLa Jón von tetzchner í frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi. „Ég hef gaman af að leggja fé í skemmtilegar hugmyndir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.