Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Hjá 3Z eru sebrafiskar eða öllu heldur lirf ur sebrafiska not aðar til að mæla og meta áhrif lyfja. Oft ast eru rottur, kanínur eða mýs notaðar við fyrstu lyfjaprófanir, en aðrar lífverur gætu hentað betur. Hugmyndin að baki 3Z er að flýta slíkum prófunum og gera þær ódýrari með því að nota lirfur se brafiskanna, sem annars eru vinsælir skrautfiskar. „Til að ala hefðbundin tilraunadýr þarf mikið pláss, þau þurfa mikla umönnun og tilraunir á þeim sæta gagnrýni af mannúðarástæðum,“ segir Karl. „Af sebrafiskum er hægt að ala upp fjórar kynslóðir á ári og það er hægt að ala mikinn fjölda í tiltölulega litlu plássi og án mikils tilkostnaðar. Það eru engin inngrip í fiskinn; prófunin á sér stað fyrir utan hann og það er auðvelt að nota fiskinn við myndgreiningu,“ segir Karl ennfremur. Tilgangurinn er að finna aukaverkanir nýrra lyfja og finna út hvort gömul lyf eru nýtileg til fleiri þarfa en þau voru upphaf­ lega ætluð. Úr svefni í lyf Hugmyndin varð til árið 2006 eftir að Karl hafði lokið doktorsprófi í taugavísindum í Bandaríkjunum. Hann kom heim og fékk stöðu við Háskólann í Reykjavík. Þar vann hann að svefnrannsóknum, sem upphaflega voru áhugasvið hans. Ferill Karls er nokkuð sérstæður því að að loknum menntaskóla fór hann til sjós og var á báti frá Þor­ lákshöfn. Hann sá ekki fram á að komast yfir kvóta og þá lá leiðin í skóla á ný eftir fjögurra ára fjar­ veru. Heimspeki og sálfræði urðu fyrir valinu og svo svefnrannsóknir í framhaldi af því fyrir enn frekara nám í taugavísindum ytra. Þar, við rannsóknir á svefnlyfjum, komu sebrafiskarnir fyrst við sögu. Árið 2009 var stofnað fyrirtæki um lyfjaprófanir. Haraldur Þor­ steinsson kom þá inn í fyrirtækið og hafa Karl og Haraldur leitt verkefnið síðan. Fyrirtækið er enn í nánu samstarfi við Háskólann í Reykjavík og þar til húsa. Starfs­ menn eru fjórir og að auki vinna fjórir nemendur að verkefnum á vegum 3Z. Karl segir að verkefnið hafi verið mjög spennandi. Öll stig þessarar þróunar voru óþekkt áður. Það þurfti að smíða öll tæki, forrita hugbúnað og prófa allar aðferðir. Þetta hefur verið dýrt en fé komið úr Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði. Núna segir Karl að fyrirtækið sé á spennandi tímamótum. Þró ­ unarstarfið hefur skilað árangri og samningur náðst við eitt lyfja fyrirtæki, franskt, um prófanir. Næsta skref er að koma hugmynd­ inni á markað víðar. Hugsanlegir notendur eru ekki mjög margir – en ef samningar nást eru þeir stórir. „Það eru engin inngrip í fiskinn; prófunin á sér stað fyrir utan hann og það er auðvelt að nota fiskinn við myndgreiningu.“ Út á hvað á að gera ef þorskkvótinn er farinn? Sebrafisk? Er það matur? Já, í sumum löndum er sebrafiskur borðaður en fyrir Karl Ægi Karlsson er þessi fiskur grundvöllur tilrauna í sameindalíffræði. Þetta er næringin fyrir nýjan sprota sem er að vaxa upp við Háskólann í Reykjavík. SebrafiSk dr. karl Ægir karlsson hjá 3Z. Gerir út á Dr. Karl Ægir Karlsson hjá 3Z: og frumkvöðlar TexTi: Gísli KrisTjánsson Davíð Guðjónsson hjá Handpoint:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.