Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 43 „Það er áhætta að leggja fé í nýsköpun en ágóðinn getur líka orðið mikill ef vel tekst til.“ manna fjárfestingateymi og síðan fer fimm manna stjórn sjóðsins yfir niðurstöðu teymisins. Hagnaður mikilvægur „Við leggjum áherslu á að það sé sátt um hverja ákvörðun. Það er ekki gengið til atkvæða og meiri ­ hluti látinn ráða. Rökin verða að vera það skýr að allir fallist á þau,“ segir Helga. „Þetta eru oft erfiðar ákvarðanir; bæði það að segja nei og eins að segja stopp: Þetta gengur ekki lengur. Hugmynd getur litið vel út þótt hún gangi ekki upp,“ segir Helga. „En það er líka mikilvægt fyrir nýsköpun að sýna að hægt sé að hagnast á henni. Það laðar að aðra fjárfesta. Því viljum við vera vandlát og svo eru þetta peningar okkar allra sem við eigum að ávaxta. Hagnaðurinn hjá okkur fer í endur fjárfestingar.“ NSA skilaði 116 milljóna króna hagnaði árið 2012, sem Helga segir að sýni að hægt sé að hagnast á nýsköpun. Vantar fleiri sjóði Helga segir að vandi nýsköpunar á Íslandi felist í að það vanti meira fé. Helst þyrfti að hennar mati að leggja þrjá milljarða á ári í nýsköpun en nú fer bara í mesta lagi milljarður á ári í nýjar hug ­ myndir. „Okkur vantar fleiri gjaldeyris­ skapandi þekkingarstörf. Það er nauðsynleg viðbót við hefð ­ bundnar greinar, sem ekki geta allar vaxið. Hugvitið getur allt af vaxið og við fjárfestum í hugviti fólks,“ segir Helga. „Best væri að hafa fleiri sjóði og meiri samkeppni og samstarf í fjár fest­ ingum. Það væri gott bæði fyrir okkur hjá NSA og fyrir frum­ kvöðlana.“ Ólíkar manngerðir Helga segir að hún hafi frá árinu 1999 unnið með nýsköpunar fyrir ­ tækjum. Á þessu tímabili hefur margt breyst; tækifærin eru fleiri og frumkvöðlarnir sjálfir faglegri og oft reyndari. „Æ fleiri koma með nýja þekk­ ingu eftir nám í útlöndum og æ oftar er um hópa eða teymi frumkvöðla að ræða,“ segir Helga. Hún segir að 35% fjárfestinga sjóðsins séu í hugbúnaðar geiran ­ um, 35% í heilbrigðis geiran um og afgangurinn skiptist svo á nokkrar ólíkar greinar.“ Helga segir að nýsköpun um allan heim byggist á samstarfi lítilla hópa eða fárra einstaklinga, sem búa yfir þekkingu á mörgum sviðum. Einn frumkvöðull bætir annan upp. Þannig hafa t.d. flest ný störf í Bandaríkjunum orðið til síðustu ár – og þetta hefur ein­ kennt nýsköpun á Íslandi í æ ríkari mæli. helga Valfells, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunar sjóði atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.