Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 43
„Það er áhætta að
leggja fé í nýsköpun
en ágóðinn getur líka
orðið mikill ef vel
tekst til.“
manna fjárfestingateymi og síðan
fer fimm manna stjórn sjóðsins yfir
niðurstöðu teymisins.
Hagnaður mikilvægur
„Við leggjum áherslu á að það sé
sátt um hverja ákvörðun. Það er
ekki gengið til atkvæða og meiri
hluti látinn ráða. Rökin verða að
vera það skýr að allir fallist á þau,“
segir Helga.
„Þetta eru oft erfiðar ákvarðanir;
bæði það að segja nei og eins að
segja stopp: Þetta gengur ekki
lengur. Hugmynd getur litið vel
út þótt hún gangi ekki upp,“ segir
Helga. „En það er líka mikilvægt
fyrir nýsköpun að sýna að hægt sé
að hagnast á henni. Það laðar að
aðra fjárfesta. Því viljum við vera
vandlát og svo eru þetta peningar
okkar allra sem við eigum að
ávaxta. Hagnaðurinn hjá okkur fer
í endur fjárfestingar.“
NSA skilaði 116 milljóna króna
hagnaði árið 2012, sem Helga segir
að sýni að hægt sé að hagnast á
nýsköpun.
Vantar fleiri sjóði
Helga segir að vandi nýsköpunar
á Íslandi felist í að það vanti
meira fé. Helst þyrfti að hennar
mati að leggja þrjá milljarða á ári
í nýsköpun en nú fer bara í mesta
lagi milljarður á ári í nýjar hug
myndir.
„Okkur vantar fleiri gjaldeyris
skapandi þekkingarstörf. Það
er nauðsynleg viðbót við hefð
bundnar greinar, sem ekki geta
allar vaxið. Hugvitið getur allt af
vaxið og við fjárfestum í hugviti
fólks,“ segir Helga. „Best væri
að hafa fleiri sjóði og meiri
samkeppni og samstarf í fjár fest
ingum. Það væri gott bæði fyrir
okkur hjá NSA og fyrir frum
kvöðlana.“
Ólíkar manngerðir
Helga segir að hún hafi frá árinu
1999 unnið með nýsköpunar fyrir
tækjum. Á þessu tímabili hefur
margt breyst; tækifærin eru fleiri
og frumkvöðlarnir sjálfir faglegri
og oft reyndari.
„Æ fleiri koma með nýja þekk
ingu eftir nám í útlöndum og
æ oftar er um hópa eða teymi
frumkvöðla að ræða,“ segir Helga.
Hún segir að 35% fjárfestinga
sjóðsins séu í hugbúnaðar geiran
um, 35% í heilbrigðis geiran um og
afgangurinn skiptist svo á nokkrar
ólíkar greinar.“
Helga segir að nýsköpun um
allan heim byggist á samstarfi
lítilla hópa eða fárra einstaklinga,
sem búa yfir þekkingu á mörgum
sviðum. Einn frumkvöðull bætir
annan upp. Þannig hafa t.d. flest
ný störf í Bandaríkjunum orðið
til síðustu ár – og þetta hefur ein
kennt nýsköpun á Íslandi í æ ríkari
mæli.
helga Valfells, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunar sjóði atvinnulífsins.