Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 37
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 37 „Þetta byggist á sömu hugmyndafræði og Píratar og er pólitískt starf í vissum skilningi.“ Bjarni Rúnar Einars­son hjá Mailpile segir að viðmót nýja póstforritsins verði ósköp líkt því sem almennt er þekkt. Engar stór kostlegar nýjungar munu blasa við á skjánum þegar frum ­ útgáfan fer í loftið eftir ára mótin. Samt er þetta byltingarkennt. „Nýjungin hjá okkur snýst um friðhelgi einkalífsins. Núna er tölvupóstur álíka leynilegur og póstkort. Þeir sem vilja geta lesið á kortið. Þessu ætlum við að breyta,“ segir Bjarni. Verkefnið hefur verið í undir­ búningi síðan 2011, en í sept­ ember 2013 lauk fjáröflun sem mun gera þremur starfsmönnum kleift að vinna að því í rúmt ár. Hugmyndin felur að nokkru í sér afturhvarf til þeirra tíma þegar tölvupóstur var bundinn við net þjóna einstakra fyrirtækja en ekki almennt opinn á netinu. Núna láta fyrirtæki eins og Google auglýsendum í té upp ­ lýsingar um hvað fólk sendir sín á milli í pósti og sala á aug lýsingum er sniðin að því. Stjórnvöld geta líka fylgst með því sem almúginn skrifar. Stóri bróðir fylgist með þér! „Hugmynd okkar er að hver og einn hafi sinn eigin netþjón. Netþjónninn getur ýmist verið venjuleg tölva eða hugsanlega lítið tæki eða box eins og er fyrir þráðlausa tengingu. Málið er að aðeins eigandinn hefur aðgang að netþjóni sínum og getur náð dulkóðuðu sambandi við hann hvar sem er,“ segir Bjarni. Gefendur í gjaldeyris­ höftum Vinnan við forritið fer fram fyrir opnum tjöldum. Allir sem áhuga hafa geta fylgst með þróunar­ vinnunni og lagt gott til málanna. Tekjur koma með samskotum í netsamfélaginu Ingiegogo. Gefendur leggja fram smáupp­ hæðir vitandi að tilraunin getur misheppnast og allt tapast. Bjarni segir að Mailpile fái ekki einkarétt á forritinu, ætluninn er ekki að raka saman fé á einni leynilegri hugmynd. Allt er opið. Þó geta leynst viðskiptamögu­ leikar í þessari lausn. Í Bandarík­ junum er t.d. von á Freedom­ box – Frelsisdós – sem er lítill heimilis netþjónn og fleiri ku vera að þreifa fyrir sér á sama markaði. Þá þarf enginn að vista gögn sín og póst hjá öðrum. Bjarni Rúnar og einnig Smári McCarthy, sem unnið hefur að verkefninu, voru í framboði fyrir Pírata við síðustu þingkosningar. Mailpile er þó að sögn Bjarna ekki útibú frá Pírötum en samt ekki óskylt. „Þetta byggist á sömu hug­ myndafræði og Píratar og er pólitískt starf í vissum skiln­ ingi. Markmiðið er að auðvelda fólki að verjast eftirliti ríkis og stórfyrirtækja,“ segir Bjarni Rúnar Einarsson. Bjarni Rúnar Einarsson hjá Mailpile: Hvernig dettur fáliðuðum hópi manna í hug að búa til nýtt forrit fyrir tölvupóst þegar stórfyrirtækin hafa þegar lagt þetta svið undir sig? Bara Gmail frá Google er alheimsforrit. Samt eru þremenningar hjá Mailpile á lokasprettinum með nýja gerð af tölvupósti. bróðursnúa á stóra bjarni Rúnar Einarsson hjá mailpile.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.