Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
iNNFLÆði FRUmkVöðLa
Róbert Wessman er for stjóri bandaríska lyfja fyrir tæki sins Alvogen. Fyrirtækið er á leiðinni
með mikið fjármagn til landsins og
stefnir það að heildarfjárfestingum
hér fyrir um 25 milljarða króna
á næstu árum. Er um eina mestu
erlenda fjárfestingu á Íslandi að
ræða frá hruni verði hún að veru
leika. Alvogen hyggst reisa um
ellefu þúsund fermetra bygg ingu
undir Hátæknisetur við Sæm
undargötu og mun hún kosta um
sex milljarða króna. Hátæknisetrið
verður starfrækt í samvinnu við
Vísindagarða Háskóla Íslands.
Stefnt er að því að húsið verði
tilbúið innan tveggja ára og að
fyrstu líftæknilyf Al vogen verði
sett á markað á árinu 2019.
Í Hátæknisetri Alvogen er
fyrir hugað að þróa og framleiða
sam heitalyfjaútgáfu líftæknilyfja
sem eru nú þegar á markaði og
markaðs setja þau þegar einkaleyfi
þeirra renna út.
Lyfin eru öll í hópi söluhæstu
lyfja í heiminum í dag og seljast
fyrir tugi milljarða bandaríkjadala
á ári. Undanfarna mánuði hefur
Alvogen lagt mat á ákjósanlega
staðsetningu fyrir starfsemina og
þykir Ísland nú ákjósanlegasti
staðurinn fyrir byggingu há tækni
seturs. Ýmsir þættir hafa hins
vegar áhrif á endanlega niður
stöðu, s.s. leyfisveitingar.
Hátæknisetrið verður rekið
sem hluti af Vísindagörðum
Háskóla Íslands og munu um 200
starfsmenn Alvogen vinna þar og
hafa m.a. samstarf við deildir og
stofnanir innan Háskóla Íslands,
þar á meðal verkfræðideildir og
lyfjafræðideild skólans.
Dr. Fjalar Kristjánsson, fram
kvæmdastjóri tækni og gæðasviðs
Alvogen, mun stýra hönnun og
uppbyggingu setursins, sem m.a.
hefur verið unnin í samstarfi við
íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur
áratuga reynslu af lyfjageiranum
og hefur verið lykilstjórnandi
hjá Alvogen, Actavis og Delta.
Erlendir lykilstjórnendur með
áratuga reynslu á sviði líftækni
lyfja hafa einnig verið ráðnir til
Alvogen og munu styðja við vöxt
félagsins á þessu sviði.
„Ísland er ákjósanlegur stað ur
fyrir lyfjaþróun þar sem einka
leyfaumhverfi hér á landi gerir
fyrirtækjum kleift að hefja þróun
og framleiðslu lyfja áður en
einkaleyfi þeirra renna út. Þetta
skapar ákveðið samkeppnisforskot
fyrir Alvogen á heimsvísu. Við
sjáum því mikil tækifæri á þessu
sviði og áhugavert er að byggja
upp slíka starfsemi á Íslandi. Við
vonumst til að þetta verkefni nái
fram að ganga og stjórn félagsins
mun taka lokaákvörðun um
málið þegar allir fyrirvarar eru
frágengnir,“ segir Fjalar.
Í fréttatilkynningu segir að
heims markaður fyrir líftæknilyf
sé í miklum vexti en þau eru mun
árangursríkari við ákveðnum
alvarlegum sjúkdómum, m.a.
krabbameini, gigtarsjúkdómum,
ýmsum blóðsjúkdómum og
sykur sýki, en hin hefðbundnu
kemísku lyf. Aukaverkanir slíkra
lyfja eru umtalsvert minni og
árangur meðferðar sömuleiðis
betri. Meðferð er hins vegar dýr en
með innkomu samheitalyfjaútgáfu
líftækni lyfja lækkar sá kostnaður
verulega. Þegar einkaleyfi frum
lyfja renna út eru samheitalyf sett
á markað.
TexTi: jón G. HauKson / Mynd: aðsend
Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftækni-
lyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Alvogen
stefnir að heildarfjárfestingum hér fyrir um 25 milljarða króna á næstu árum. Er um eina mestu
erlenda fjárfestingu á Íslandi að ræða frá hruni.
Róbert Wessman
Hluthafar Alvogen eru fjársterkir alþjóðlegir
fjár festar sem m.a. koma frá Jórdaníu (GMS),
SaudiArabíu (Al Mazeera) og Bandaríkjunum (AFI
Partnes).
Al Maseera og GMS eru samanlagt stærstu
hluthafar í Alvogen og fara saman með 67%
eignarhlut í Astra International sem er skráð
félag í Saudi og eigandi að Tabuk, sem er
stærsta samheitalyfjafyritæki í Saudi.
Alvogen er vel fjármagnað til áframhaldandi
vaxtar og hefur nýlega lokið endurfjármögnun
félagsins í Bandaríkjunum í samstarfi við fjárfest
ingabankana Morgan Stanley og Jefferies
og fengið opinbert mat hjá matsfyrirtækjunum
Moody’s og S&P (B).
AFI Partners er bandarískt fjárfestingafélag í
New York.
Astra International er gríðarlega fjársterkt
félag og í hópi stærstu skráðu félaga í Saudi
Arabiu og er önnur stærsta fyrirtækjasamsteypa
landsins í einkaeigu.
Astra rekur fjölda fyrirtækja á sviði fjarskipta,
framleiðslu, landbúnaðar og heilbrigðismála auk
umfangsmikillar banka og fjármálastarfsemi.
http://www.astra.com.sa/history.asp.
Astiq pharma er alþjóðlegur fjárfestinga sjóð ur
sem er m.a. í eigu fjársterkra aðila í Banda ríkj
un um og MiðEvrópu sem hafa áður fjárfest í
lyfjageiranum. Róbert stýrir þessum sjóð.
Verkefnið felur í sér
eina stærstu erlendu
fjárfestingu einka
fyrirtækis á Íslandi
frá hruni. Heildar
fjárfesting Alvogen
vegna verkefnisins er
áætluð um 25 mill
jarðar króna.
Eigendur Alvogen