Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 34
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ lungnasjúkdómi, en oft veldur hún einnig heilabólgu, og var taugasjúkdómur (visna) aðaleinkenni í sumum kindahjörðum, þegar veiran gekk hér á landi á árunum 1933-1965. Sett hefur verið fram sú tilgáta, að sumir MVV-stofnar séu heilasæknari en aðrir og hafa slíkar tilgátur einnig verið settar fram varðandi HlV-stofna. í fyrra verkefni fannst endurtekin núkleótíðröð í LTR (long terminal repeat) MVV sem gerði það að verkum að veirurnar gátu vaxið í æðaflækjufrumum, liðþelsfrumum og fíbróblöstum auk átfrumna, sem eru aðal markfrumur veirunnar in vivo. Vel getur verið að veirurnar þurfi að geta vaxið í öðrum frumugerðum en átfrumum til þess að komast inn í heila. í þessu verkefni voru MVV-stofnar úr mæðilungum og visnuheilum úr faraldrinum 1933-1965 rannsakaðir með tilliti til endurtekinna raða í LTR. Líklegt er að á þessu svæði séu efliraðir sem umritunarþættir úr frumunni þekkja og var þessum mismunandi LTR-svæðum skeytt framan við merkigen á tjáningarplasmíði til þess að komast að því hvort þau stjórnuðu mismikillli tjáningu í hinum ýmsu frumugerðum. Efniviður og aöferðir: LTR DNA úr vaxkubbum frá 1949-1965 var magnað upp með PCR og raðgreint. Fjögur heilasýni og átta lungnasýni voru raðgreind. Einnig var LTR með og án tvöföldunar sett framan við luciferasagen á tjáningarplasmíði og æðaflækjufrumur eða liðþelsfrumur genaleiddar með þessum plasmíðum og magn lúsiferasa mælt. Niðurstöður: Endurtekin núkelotíðröð fannst í LTR úr veirustofnum sem einangraðir voru úr visnuheilum, en slík tvöföld röð fannst ekki í stofnum sem voru einangraðir úr mæðilungum. Hins vegar fannst ekki munur á tjáningu í æðaflækjufrumum hvort sem röðin var einföld eða tvöföld. Niðurstöðurnar styðja því þá kenningu að heilasækni mæði-visnuveiru tengist stofnum sem geta vaxið í öðrum frumum en átfrumum, en stjórn tjáningar er líklega á litnings DNA. E 29 Tíðni sýkinga og afföll af völdum Loma branchialis (Microsporidia) í eldi þorskseiða Matthías Eydal, Árni Kristmundsson, Slavko H. Bambir, Sigurður Helgason Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum meydal@hi.is Inngangur: Undanfarin ár hefur eldi á þorski verið stundað við ísafjarðardjúp. Seiði á fyrsta aldursári eru veidd og alin í strandkerjum frá hausti til næsta vors og þá flutt í sjókvíar til eldis í sláturstærð. Fylgst hefur verið með sýkingum af völdum sníkjudýra, sveppa og baktería. Loma branchialis, sem er innanfrumusníkill (sníkjusveppur) sem sýkir tálkn, milta og fleiri líffæri, hefur valdið hvað mestum afföllum í eldinu. Náttúruleg sýkingartíðni í seiðum í ísafjarðardjúpi er 5-10%. Efniviður og aöferðir: Fylgst var sýkingum í seiðaárgöngum 2002 og 2003. Samhliða voru alin jafngömul þorskseiði af eldisuppruna, ýmist sér eða í bland með villiseiðunum í strandeldinu, en alltaf í blönduðu eldi í sjókvíum. Tekið var tilviljanakennt úrtak fiska og deyjandi fiskar rannsakir sérstaklega. Niðurstöður: Afföll af völdum Loma sýkinga komu fram eftir fjögurra til fimm mánaða eldi, en einungis í veiddum seiðum og tíðni sjúklegra breytinga jókst smám saman. Eftir sex mánaða eldi í sjókvíum, náði sýkingartíðni um það bil 60% í bæði fiskum af villtum uppruna og eldisuppruna. Næstu sex mánuði lækkaði tíðnin í 36% í villifiski og 17% í eldisseiðum, trúlega vegna affalla. Tíðni var mun lægri í eldisfiskum sem voru aldir sér í byrjun, 8% og 18% eftir sex og níu mánuði í kvíum. Vefjabreytingar sáust í tálknum og fleiri líffærum, fiskarnir urðu dökkir og vesluðust upp. Alyktanir: Afföll á sérhverjum tíma voru ekki mikil vegna Loma sýkinga, en sýkingar voru viðvarandi allan eldisferilinn, en heildarafföllin umtalsverð yfir tveggja til þriggja ára eldistímabil. Rannsóknin staðfestir að smit berst auðveldlega milli fiska í sama keri. Besta framtíðarlausnin væri að nota eingöngu fiska af eldisuppruna í þorskeldi. Þakkir: Verkefnið er styrkt af AVS sjóði Sjávarútvegsráðuneyti sins. E 30 Notkun nýrra aðferða við greiningu á riðu í kindum Stvfunía Þorgcirsdóttir, Jóna Aðalheiður Aðólfsdóttir, Marianne Jensdóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum. slef@hi.is Inngangur: Á árinu 2005 var byrjað að nota elísupróf (ELISA) til riðuskimunar í heilbrigðu sláturfé á Tilraunastöðinni að Keldum í stað hefðbundinnar vefjalitunar. Slík fljótvirk próf eru notuð í flestum löndum Evrópu til að skima fyrir kúariðu auk riðu í kindum, bæði í heilbrigðum dýrum og áhættuhópum. Virkt eftirlit með þessum sjúkdómum er nú skylda í öllum Evrópusambandslöndum. Efniviður og aðferðir: Árlega eru prófuð um 3.000 sláturhúsasýni úr fullorðnu fé, auk sýna sem koma til prófunar vegna gruns um riðu. I elísuprófinu er magn riðusmitefnis (PrPSc) í heilasýnum mælt með einstofna mótefnum (TeSeE kit, Bio-Rad). Elísuskimunin er næmari en vefjameinafræðileg skoðun og getur einnig numið óhefðbundin riðuafbrigði. Til að staðfesta riðusmit, ef sýni er jákvætt í elísuprófi, er notað próteinþrykk (western blot) og með því er einnig hægt að greina mun á riðuafbrigðum. Niðurstöður: Um 5.000 sláturhúsasýni hafa verið prófuð með elísu og reyndust þau öll vera neikvæð fyrir riðusmiti. Hins vegar hefur riða greinst á þremur bæjum síðan 2005, í öllum tilvikum í kindum með sjúkleg einkenni. Nokkrar jákvæðar kindur til viðbótar fundust í þessum þremur hjörðum. Við rannsókn á riðuhjörð frá 2004, þar sem hafði greinst Nor98 riðuafbrigði, fannst einnig eitt jákvætt sýni til viðbótar upprunalega riðutilfellinu, en sjaldgæft er að finna fleiri en eina jákvæða kind í slíkum hjörðum. Ályktanir: Til að taka upp þessa nýju aðferð við riðuskimun var komið upp sérstakri rannsóknaraðstöðu á Keldum, þar sem eingöngu er unnið að rannsóknum á riðu. Riðusmitefnið er afar þolið og því nauðsynlegt að halda því á einangruðu svæði. Með næmari aðferð getum við hugsanlega fundið fleiri tilfelli og fyrr á sjúkdómsferlinum þannig að smit út frá hverju tilfelli verður minna. Þessi nýja aðferð gæti þannig flýtt fyrir útrýmingu riðusjúkdómsins á íslandi. 34 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.