Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 37
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ meðal annars hvort þættir eins og hjúpgerðir hafi tengsl við á afdrif. E 37 ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pyogenes. Tengsl stofngerða og afdrifa Helga Erlendsdóttir'* 2, Hrefna Gunnarsdóttir3, Póra Rósa Gunnarsdóttir2, Magnús Gottfreðsson4, Karl G. Kristinsson2 ’Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Háskólinn í Reykjavík, 4smitsjúkdómadeild Landspítala helgaerl@larulspitali. is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pyogenes geta verið mjög skæðar og nýgengi þeirra hefur aukist síðastliðna áratugi. Ákveðnar stofngerðir og ákveðin úteitur (aðallega SpeA °g SpeC) tengjast meinvirkni. Stofngreiningar hafa hins vegar aðallega verið gerðar á völdum hópum og/eða í faröldrum. Skort hefur rannsóknir sem ná yfir heila þjóð og lengri tíma. Efniviður og aðferðir: Til eru 145 stofnar á sýklafræðideild Landspítala úr ífarandi sýkingum á landinu öllu af völdum S. pyogenes, elstu frá 1988. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar um dagsetningu sýkingar, aldur sjúklings, kyn, sýkingarstað og afdrif. Gerð var T-prótein greining á öllum stofnunum og þeir stofngreindir með skerðiensímum og rafdrætti (PFGE). Að auki var leitað að spe úteitursgenum með PCR aðferð hjá öllum stofnum síðastliðinna fjögurra ára, en stefnt er að því að ljúka verkinu næstu vikurnar. Niðurstöður: Algengasta T-próteingerðin var T-1 (36, 25%) og voru þeir stofnar einkum frá tveimur klónum. Algengasti klónninn var 1.001 (+1.002), 24 stofnar og voru flestir af próteingerð T-l. Marktækt fleiri fullorðnir er höfðu próteingerð T-l létust í samanburði við þá sem höfðu aðrar próteingerðir (p=0,009). Dauðsföll voru einnig marktækt algengari meðal þeirra sem höfðu klón 1.001 (p=0,003). Búið er að skoða spe gen 40 stofna. Allir stofnarnir reyndust hafa speB, en 35% speA og 45% speC. Aðeins einn sjúklingur hefur látist síðastliðin fjögur ár (próteingerð T-l, með öll spe genin). Ályktanir: Alvarleiki ífarandi sýkinga tengist ákveðnum T- próteingerðum og klónum. Yfir helmingur sjúklinganna sem létust sýktist af sama klóni sem hefur verið viðvarandi allt rannsóknartímabilið þótt tíðni hans hafi lækkað undanfarin sex ár og kann það að eiga þátt í því að horfur sjúklinga hafa batnað. E 38 Sýklasótt á gjörgæsludeildum Landspítala árið 2004 Einar Björgvinsson1, Sigurbergur Kárason2, Gísli Sigurðsson2 'Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala einabjo@hi. is skarason@landspitali. is Inngangur: Sýklasótt (SS) er heilkenni sem orsakast af almennu bólguviðbragði í líkamanum við alvarlega sýkingu og hefur háa dánartíðni. Alvarlegustu stig sýklasóttar eru svæsin sýklasótt (SSS) og sýklasóttarlost (SSL). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna eðli og umfang svæsinnar sýklasóttar og sýklasóttarlosts á gjörgæsludeildum Lanspítala á árinu 2004. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn var gerð á sjúkraskýrslum allra sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala árið 2004. Peir sjúklingar sem höfðu skilmerki svæsinnar sýklasóttar og sýklasóttarlosts voru greindir. Upplýsingum var safnað um ástand við innlögn (APACHE, SAPS), líffærabilanir (SOFA), umfang meðferðar (NEMS) og tegund sýkingar. Dvalartími á gjörgæslu og spítala ásamt dánartíðni á gjörgæslu, eftir 28 daga og sex mánuði voru könnuð. Niðurstöður: Árið 2004 lögðust 1.325 sjúklingar á gjörgæsludeildir Landspítala (meðalaldur 58 ár, APACHE 11, SAPS 38, meðallegutími þrír dagar og dánartíðni 8%). Af þeim reyndust 75 (5,7%) hafa svæsna sýklasótt (20) eða sýklasóttarlost (55). Meðalaldur var 65±14 ár, APACHE 26±9, SAPS 50±18, SOFA 9±3 og NEMS 43±14. Meðaldvöl á gjörgæslu var 9,3±13 dagar og á spítala 29±34 dagar. Dánartíðni á gjörgæslu var 21%, eftir 28 daga 28% og eftir sex mánuði 43%. Pau líffærakerfi sem oftast biluðu voru öndunarfæri (84%) ásamt blóðrás (71%). Við innlögn voru 87% voru með sýklasótt en 13% fengu sýklasótt meðan á gjörgæsludvöl stóð. Algengasta orsök sýkingar var lungnabólga (44%). Gram jákvæðar bakteríur voru sýkingarvaldurinn hjá 63% og gram neikvæðar hjá 36%. Blóðræktanir voru jákvæðar í 45% tilfella. Umræða: Dánartíðni af völdum sýklasóttar á gjörgæsludeildum Landspítala árið 2004 er há (21%) í samanburði við alla þá sem vistast á gjörgæslu (8%). Þessar niðurstöður eru sambærilegar eða heldur lægri en aðrar nýlegar rannsóknir. E 39 Ofnæmi og öndunarfæraeinkenni fullorðinna í Ijósi fyrri sýkinga Þórarinn Gíslason1-2' Davíð Gíslason'-2- Rúna Björg Sigurjónsdóttir' Hulda Ásbjörnsdóttir1- Alda Birgisdóttir1- ísleifur Ólafsson1-3' Elizabeth Cook3' Rain Jögi4' Christer Jansson5' Bjarni Þjóðleifsson111 'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, 3Rannsóknastofa Landspítala, 4Tartu University Lung Clinic, Eistlandi, 5Respiratory Medicine and Allergology, Akademiska sjukhuset Uppsölum.‘’meltingardeild Landspítala thorarig@landspitali.is Inngangur: Ofnæmi fer vaxandi á Vesturlöndum, en sýkingum fækkandi. Fyrri rannsóknir benda til þess að tengsl geti verið milli ofnæmis og þess hvaða sýkingar einstaklingur hefur fengið fyrr á ævinni. Petta samband hefur þó yfirleitt verið rannsakað með tilliti til fárra sýkinga í einu og niðurstöður hafa verið misvísandi. Markmið: Að kanna samband sýkinga og ofnæmis í vel skilgreindum efniviði. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður eru frá 1249 einstaklingum úr Evrópukönnuninni Lungtt og heilsa frá Reykjavík, Tartu og Uppsölum. Aðferðafræðinni hefur áður verið lýst www. ECRSH.org Auk þess voru mæld IgG mótefni fyrir H. pylori, T. Gondi, Herpes simplex, Chlamydia pneumonii, Epstein Barr og Hepatitis A. Mælt var sértækt IgE fyrir vallarfoxgrasi, köttum, D. preonyssinus og Cladosporium. Ofnæmi var skilgreint sem hækkun á sértæku IgE (>0,35 KU/L) fyrir einhverjum ofnæmisvaldi. Niðurstöður: Peir sem höfðu mótefni gegn nefndum sýkingum sjaldnar en þrisvar höfðu oftar ofnæmi, einkum gagnvart köttum. Þeir höfðu einnig oftar ofnæmisastma og nefofnæmi. Þeir sem Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.