Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 40
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 45 Bein einangrun á lengdarbreytileika í umritunar- mengjum Bjarki Guðmundsson', Sólveig Kristfn Guðnadóttir2, Guðmundur Heiðar Gunnarsson12, Hans Guttormur ÞormarU3, Jón Jóhannes Jónsson2'3 ■Lífeind ehf., 2lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala bjarki@biocule. com Inngangur: Talið er að afurðir um 50% gena gangist undir valsplæsingu, sem mikilvægt er að rannsaka með tilliti til stjórnunar og þess hvaða afleiðingar hún hefur á virkni próteina. Mikill skortur er á skilvirkum aðferðum til að rannsaka og einangra valsplæsingar. Rannsakendur hafa þróað tvívíðan þáttaháðan rafdrátt (2D-SDE) sem er notaður til að aðgreina kjarnsýrur eftir þætti og lengd, auk þess sem hægt er að aðgreina réttparaðar og misparaðar DNA sameindir. Markmið þessa verkefnis var að beita 2D-SDE aðferðinni til að einangra úr cDNA sýni lengdarbreytileika af völdum valsplæsinga. Efniviður og aðferðir: cDNA var víxlritað eftir mRNA úr 293T frumulínu. cDNA var skorið, aðhæfar límdir á enda og þeir notaðir sem vísar í PCR mögnun. Aðhæfar voru fjarlægðir, sýnið brætt og eftir stutta endurblendingu var sýnið styrkjafnað með því að fjarlægja tvíþátta DNA. Þetta var gert með mangan fellingu á einþátta DNA, sem er aðferð þróuð af rannsóknarhópnum. Einþátta DNA sameindum sem eftir voru í sýninu var í kjölfarið endurblendað til að mynda misparanir. Mispöruðu sameindirnar voru einangraðar með 2D-SDE, þær magnaðar upp og klónaðar. Niðurstöður og ályktanir: Aðstæður PCR mögnunar cDNA sýnis voru staðlaðar fyrir hæst hlutfall tvíþátta DNA sameinda miðað við einþátta. í framhaldinu voru skilgreindar skilvirkustu endurblendingaraðstæður og þær kannaðar með rafdrætti á 2D-SDE. Til að jafna út styrk afurða var sýnið endurblendað í 30 sekúndur sem nægði til að gera búta í háum styrk tvíþátta. Eftir slíka endurblendingu var hægt að einangra allar einþátta cDNA sameindir með mangan fellingu, endurblenda þeim á ný og þar með styrkjafna sýnið á einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Unnið er raðgreiningu klóna og samanburði við þekktar valsplæsingar í gagnabönkum. E 46 Tjáning Aquaporin 9 gensins í miðtaugakerfi músar Pétur H. Petersen Læknadeild HÍ phenry@hi.is Inngangur: Aquaporin 9 er himnubundið prótein er hleypir vatni, glýceróli og öðrum smásameindum í gegnum frumuhimnuna. Starfsemi Aqp9 próteinsins er best þekkt í lifur þar sem að Aqp9 sér líklega um flutning á glýceróli en ntögulega líka eiturefna eins og arsenite. Aqp9 genið fannst 1998 og síðan þá hefur tjáningu þess verið lýst meðal annars í miðtaugakerfi nagdýra. Þannig hefur Aqp9 próteinið verið staðsett í stjörnufrumum heilans og í undirflokkum taugafrumna til dæmis taugafrumum í sorta (substanstia nigra). Þar sem þær frumur deyja í Parkinsons sjúklingum hefur kviknað sú hugmynd að Aqp9 gæti gert þær viðkvæmari fyrir og til dæmis orðið til þess að þær taka upp smásameindir sem gætu leitt þær til dauða eftir óþekktum leiðum. Efniviður og aðferðir: Nýlega hefur verið útbúin mús án hluta Aqp9 gensins og er hún hentugt tæki til að rannsaka hlutverk þess, en einnig til að sannreyna lýsingar á tjáningu gensins og staðsetningu próteinsins. Borin var saman tjáning Aqp9 gensins (RNA in situ, rtPCR, real time PCR) og Aqp9 próteins (mótefnalitun vefja og gullmótefnalitun) í mús með og án hluta Aqp9 gensins. Niðurstöður og ályktanir: Tjáningu Aqp9 í lifur var staðfest en niðurstöður styðja síður fyrri ályktanir um tjáningu, og þar af leiðandi hlutverk, Aqp9 í miðtaugakerfi. Niðurstöður undirstrika mikilvægi erfðabreyttra líffvera í greiningu á genastarfsemi og til að staðfesta sértækni mótefna. E 47 Hlutverk boðleiða í starfsemi Mitf umritunarþáttarins Jón Hallsleinn Hallsson1'2' Norene O’Sullivan3' Heinz Arnheitei4' Neal G. Copeland3- Nancy A. Jenkins3' Eiríkur Steingrímsson1 ■Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 2Rannsóknarstofa í sameindaerfðafræði, auðlindadeild Landbúnaðarháskóla fslands, 3National Cancer Institute, Frederick, USA, 4National Institutes of Health, Bethesda, USA jonhal@lbhi.is Inngangur: Umritunarþátturinn MITF (microphthalmia-asso- ciated transcription factor) tilheyrir MYC fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix Leucine zipper (bHLH-Zip) umritunarþátta. Stökkbreytingar í Mf/geninu í mús hafa áhrif á þroskun nokk- urra frumutegunda, þar með taldar litfrumur í húð og auga, mastfrumur og beinátsfrumur. Nýlega hefur verið sýnt að Mitf gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að tryggja lifun stofn- frumna litfrumna (melanocyte stem cells) auk þess sem yfirtján- ing þess getur valdið myndun sortuæxla. Mitf próteinið er fos- fórað á nokkrum amínósýrum, þar með talið á Ser73 og Ser409 amínósýrunum. Kit boðleiðin og Map kínasarnir Erk2 og p90Rsk hvata fosfórun þessara amínósýra en það hefur þær afleiðingar að umritunarvirkni próteinsins eykst og stöðugleiki minnkar. Boðleið þessi er mikilvægt líkan fyrir starfsemi boðleiða almennt en þar sem einungis hefur verið sýnt fram á mikilvægi hennar in vitro er mikilvægt að greina einnig hlutverk hennar in vivo. Efniviður og aðferðir: Til að rannsaka hlutverk þessara boðleiða í starfsemi Mitf próteinsins voru framkvæmdar tvenns konar erfðabreytingar. Annars vegar voru búnar til knock-in mýs þar sem Serín amínósýru 73 var breytt í Alanín og svipgerð músanna athuguð. Hins vegar voru búnar til BAC transgenískar mýs sem báru um 200kb BAC klón sem geyma Mt/genið og stökkbreytt hafði verið þannig að Ser73 og Ser409 var breytt í Alanín. Athuguð var hvort mýs sem voru transgenískar fyrir stökkbreyttar BAC genaferjur gátu leiðrétt svipgerð M'í/stökkbrcytinga. Helstu niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að stökkbreytingar í Ser73 og Ser409 setunum hafa ekki augljós áhrif á svipgerð erfðabreyttra músa og benda niðurstöðurnar til þess að í raun hafi fosfórun á Ser73 og Ser409 amínósýrunum lítið að segja fyrir virkni Mitf in vivo. Hugsanleg skýring er 40 læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.