Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 44
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ 1,02-1,99), en lækkaða áhættu á lungnakrabbameini (SIR=0,74, 95% ÖB 0,60-0,89), krabbameini í þvagvegum (SIR=0,73, 95% ÖB 0,56-0,93) og magakrabbameini (SIR=0,66, 95% ÖB 0,47-0,90). Háskólamenntaðar konur höfðu aukna áhættu á að greinast með brjóstakrabbamein (SIR=1,20, 95% ÖB 1,08-1,34). Einnig fundust tengsl milli starfa og krabbameina. Fiskimenn höfðu aukna áhættu á lungnakrabbameini (SIR=1,52, 95% ÖB 1,20-1,89) og karlkyns bændur höfðu lækkaða áhættu á lungnakrabbameini (SIR=0,52,95% ÖB 0,38-0,68). Alyktanir: Krabbameinsáhætta á íslandi tengist menntun og starfi. Orsakir þessara tengsla eru líkast til þær að lífshættirnir eru ólíkir milli þjóðfélagshópa og verður það næsta skref í rannsókninni hér á landi að kanna áhrif lífshátta á tengsl krabbameina við störf og menntun. E 56 Hraður framgangur krabbameins í blöðruhálskirtli hjá arfberum BRCA2 stökkbreytingar Laufey Tryggvadóttir', Linda Viðarsdóttir2, Tryggvi Porgeirsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson12, Elínborg Jóna Ólafsdóttir', Guðríður Helga Ólafsdóttir1, Pórunn Rafnar3, Steinunn Thorlacius3, Eiríkur Jónsson4, Jórunn Erla Eyfjörð2, Hrafn Tulinius' 'Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 2Iæknadeild HÍ, 3Urður, Verðandi, Skuld, 4Landspítali laufeyt@krabb. is Inngangur: Brýn þörf er á nýjum aðferðum til að spá fyrir um horfur karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Stökkbreytingar í BRCA2 geninu tengjast aukinni áhættu á að greinast með sjúkdóminn en ekki er vitað hvort þær tengist framgangi hans að öðru leyti. Við könnuðum tengsl lifunar, stigs og gráðu við íslensku BRCA2 landnemastökkbreytinguna hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli. Efniviður og aðferðir: Með samkeyrslu við Krabbameinsskrána fundust 596 sjúklingar greindir á tímabilinu 1955 til og með 2004, úr hópi 29.603 karlkyns ættingja óvalins hóps kvenna með brjóstakrabbamein. Sýni fengust úr 527 einstaklingum (88,4%). Líkan Cox var notað við lifunargreininguna. Niðurstöður: Stökkbreytingin fannst hjá 30 sjúklingum (5,7%). Miðað við sjúklinga án stökkbreytingarinnar höfðu arfberarnir lægri greiningaraldur (69 ára miðað við 74 ára (p<0,01)), hærra hlutfall greindist með útbreiddan sjúkdóm eða meinvörp (79% miðað við 39%, p<0,001) og hærra hlutfall hafði gráðu G3-4 (87% miðað við 51%, p=0,003). Hjá arfberum var hlutfallsleg áhætta á að deyja af völdum krabbameinsins 3,41 (95% öryggisbil (CI): 2,11-5,48), leiðrétt fyrir áhrifum greiningarárs og fæðingarárs, en 2,16 (95% CI: 1,01-4,66) þegar einnig var tekið tillit til áhrifa stigs og gráðu. Helmingur arfbera var látinn úr sjúkdómnum eftir 2,1 ár miðað við 12,4 ár hjá sjúklingum án stökkbreytingarinnar. Hvorki skyldleiki við brjóstakrabbameinssjúklingana né grein- ingartímabil höfðu áhrif á horfur arfberanna. Ályktanir: Arfberar BRCA2 stökkbreytingarinnar virðast vera hópur sem rétt væri að fylgjast vel með varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli. En gildi niðurstaðnanna liggur ekki síður í því að þær beina sjónum að atriðum sem gætu hjálpað til við að skilgreina stærri hópa sem líklegir eru til að hafa slæmar horfur, t.d. sjúklingar með svipaða genatjáningu og arfberarnir eða sjúklingar með óvirkt BRCA2 gen. E 57 Mæðravernd á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta Malaví Geir Gunnlaugsson1 -, Sigríður Bára Fjalldal3, Jane Somanje4, Þóra Steingnmsdóttir13-5 ^Læknadeild HÍ, 2Miðstöð heilsuverndar barna, 3Landspítali, 4Monkey Bay Community Hospital, Malaví, 5Miðstöð mæðraverndar Geir. Gúnnlaugsson@hr.is Inngangur: Mæðravernd í lágtekjulöndum einkennist víða af óreglulegum og fáum heimsóknum á meðgöngu og margar konur koma seint í fyrstu skoðun. Einnig er algengt að þær komi ekki í fyrirhugaða eftirfylgd vegna vandamála sem uppgötvast. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna aðgengi að og aðsókn þungaðra kvenna í mæðravernd, framkvæmd hennar og viðhorf mæðra til þjónustunnar á Monkey Bay heilsugæslusvæðinu í Malaví í sunnanverðri Afríku. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak 215 mæðra sem áttu barn yngra en eins árs var valið með svonefndri klasaaðferð sem er sniðin fyrir aðstæður lágtekjulanda. Saminn var spurningalisti með eigindlegum og megindlegum spurningum sem snertu lýð- fræðilegar breytur, komur í mæðravernd, áhættuþætti á með- göngu, fræðslu í mæðravernd og álit mæðranna á þjónustunni. Viðtöl fóru fram með aðstoð túlks á heimili þátttakenda. Niðurstöður: Allar mæðurnar nema fjórar sóttu mæðravernd í síðustu þungun. Um þrír fjórðu þeirra höfðu skráningu af ein- hverjum toga yfir heimsóknir sínar. Að meðaltali höfðu þær farið 4,1 sinni í mæðraskoðun á síðustu meðgöngu. Fyrsta mæðraskoð- un var að meðaltali við 24 vikna meðgöngu. Alls höfðu 65% skráðan einn eða fleiri áhættuþátt á meðgöngunni. Alls var 101 kona spurð hvort hún minntist þess að hafa fengið fræðslu í mæðraverndinni og mundi helmingur þeirra eftir einhverju um fræðsluna. Langflestar kvennanna voru jákvæðar gagnvart þjón- ustu mæðraverndar. Ályktanir: Mæðraverndin teygir anga sína vel út í þorpin með góðri þátttöku mæðranna og þær eru að jafnaði jákvæðar gagn- vart þjónustunni. Aftur á móti koma þær seint í fyrstu skoðun. Skráning niðurstöðu mæðraskoðunar er ómarkviss og þarfnast samræmingar. Fræðsla í mæðravernd virðist ekki skila sér til mæðranna sem skyldi. Huga þarf betur að vinnuferlum sem snerta gæði þjónustunnar. E 58 Notkun IMCI vinnuferla í heilsugæslu Monkey Bay svæðisins í Malaví Siguröur Ragnarsson', Lovísa Leifsdóttir2- Fredrick Kapinga3, Geir Gunnlaugsson1-4 'Læknadeild HÍ, 2Þróunarsamvinnustofnun fslands, 3Monkey Bay Community Hospital, 4Miöstöð heilsuverndar barna sigurra@hi.is Inngangur: Meirihluta þeirra 10,6 milljóna barna yngri en fimm ára (U5s) sem látast á ári hverju er unnt að fyrirbyggja með einföldum aðgerðum. Integrated Management og Childhood (IMCI) vinnuferlarnir auðvelda heilbrigðisstafsmönnum að meta veik U5s og beita aðgerðum sem lækka dánartíðni barnanna. 44 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.