Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 49
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ (2) demantsskurður og sýruæting; (3) sandblástur (Co-Jet) og sýruæting; (4) Co-Jet og sýruæting og Composite Restore (sérstakt plastviðgeðarefni); (5) Co-Jet og sjálfætandi Primer (SE bond); (6) Co-Jet og sýruæting og Silane; (7) Co-Jet og Clearfil Repair. Excite tannbeinsbindiefni var borið á yfirborð allra hópa nema (5) og (7) og ljóshert. Nýtt plastefni var sett á yfirborðið í tveimur 2 mm lögum og ljóshert. Viðmiðunarhópur (8) var búinn til með því að herða tvö plastlög á nýja 4 mm plasthringi. Sýnin voru geymd í eimuðu vatni í 24 klukkustundir og því næst skorin í 0,8 mm þykkar sneiðar. Sneiðarnar, 12 í hverjum hópi, voru trimmaðar niður í stundaglasalögun með 1 mm2 flatarmál prófunarsvæðis. EZ-prófs togvél var notuð til að toga í sundur og brjóta sýnin með hraðanum 1 mm/mín. og var brotkraftur notaður til að mæla styrk svæðisins í MPa. Gögnin voru með ANOVA ogTukey B prófi (p<0,05). Niðurstöður: Plast við plast bindistyrkur var eftirfarandi í MPa: (1) 17,5°; (2) 30,3b; (3) 30,0b; (4) 28,9b; (5) 36,9bc; (6) 40,7cd; (7) 47,8d; (8) 47,6d. Hópar með sama bókstaf náðu ekki tölfræðilegum mun (p<0,05). Alyktanir: Þegar gert er við gamalt plastefni með nýju ná hópar (6) og (7) að endurheimta upphafsbindistyrk plastefna. E 70 Ástæður tannslits hjá íslendingum til forna Sigfús Þór Elíusson. Svend Richter Tannlækningastofnun, tannlæknadeild HÍ sigfuse@hi.is Inngangur: Fornhandritin íslensku eru vafalaust stærsta framlag þjóðarinnar til heimsbókmenntanna. Þau gefa ekki einungis upplýsingar um hinn sameiginlega norræna menningararf, nppruna íslendinga og landnámið, heldur einnig mikilvægar upplýsingar um lifnaðarhætti á söguöld. Sýnt hefur verið fram á að nútímafæði Vesturlandabúa veldur tiltölulega litlu tannsliti. Á síðustu árum hefur borið meira á sýrueyðingu á tönnum, einkum hjá ungu fólki, sem talið er stafa fyrst og fremst af mikilli aukningu á neyslu gosdrykkja. Við fornleifarannsóknir víða um heim hefur komið í ljós að tennur eru oftast mjög slitnar. Ástæðan hefur verið talin gróft fæði til. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ástæður tannslits í íslenku fornbeinasafni með tilliti til líklegs fæðis. Efniviður og aðferðir: Tannslit í 55 höfuðkúpum úr tveimur fornleifauppgröftum var skoðað. Reynt var að meta klínískt líklegar aðalástæður tannslits. Tölvuorðaleit var framkvæmd á íslenskum fornsögum til að kanna mataræði til forna. Helstu niðurstöður: Mikið tannslit var hjá öllum aldurshópum sem jókst marktækt eftir aldri (p<0,001). Ekki var marktækur tnunur milli kynja. Tannslitið líktist oftast sliti sem talið hefur verið vegna grófmetis. í þessari rannsókn líktist tannslitið samt oft sliti sem sést eftir sannanlega sýrueyðingu hjá nútíma Islendingum, sértaklega hjá yngri aldurshópunum. Líklegt er að súrir mysudrykkir og súrmeti hafi verið stór þáttur í mataræði íslendinga til forna. Ályktanir: Auk grófmetis og sjúkdóma sem valda sýrueyðingu tanna, hafa súrir drykkir og súrmeti átt stóran þátt í tannsliti Islendinga til forna. E 71 Tíðni tannréttingameðferðar og bitskekkju hjá mið- aldra íslendingum Teitur Jónsson,Sigurjón Arnlaugsson.Karl Örn Karlsson,Björn Ragnarsson, Eiríkur Örn Arnarson, Þórður Eydal Magnússon* Tannlæknadeild HÍ, *prófessor emeritus tj@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni bitskekkju hjá miðaldra íslendingum og hvaða reynslu þeir hefðu af tannréttingum. Notuð var stöðluð skráningaraðferð og niðurstöður metnar með hliðsjón af sambærilegum erlendum könnunum. Efniviður og aðferðir: Kannað var slembiúrtak 829 einstaklinga, 342 karla og 487 kvenna, á aldrinum 31 til 44 ára. Notaður var spurningalisti til að afla upplýsinga um reynslu þátttakenda af tannréttingum, en bitskekkja og rými í tannbogunum voru metin með staðlaðri klínískri skoðun. Rúmlega helmingur kvennanna (52,8%) var fulltenntur, en lægra hlutfall karlanna (45,3%). Bitskekkju- og rýmisþættir voru skráðir hver fyrir sig sem tvígildar breytur. Niðurstöður: Marktækt fleiri konur en karlar höfðu farið í tannréttingu með föstum tækjum (16% samanborið við 9,5%) og einnig í tannréttingu með hvers konar aðferðum (24,3% samanborið við 16,9%). Tæpur helmingur þátttakenda (45,5%) hafði ekkert bit- eða rýmisfrávik,33,9% höfðu einn fráviksþátt og 20,5% höfðu tvo til fjóra fráviksþætti. Algengustu skekkjuþættir í biti og rými voru distalbit á jöxlum (27,7%), þrengsli við neðri framtennur (13,4%), krossbit á jöxlum (11,9%), djúpt framtannabit (11,8%), þrengsli við efri framtennur (7,1%) og mesíalbit á jöxlum (6,9%). Tíðni undirbits, mesíalbits og saxbits var marktækt lægri hjá konum en körlum. Ályktanir: Tíðni yfirbits var marktækt lægri hjá þeim sem höfðu farið í tannréttingu, sem bendir til þess að slík meðferð sé yfirleitt árangursrík og varanleg. Tíðni krossbits á jöxlum var hins vegar hærri hjá þeim sem höfðu farið í tannréttingu, líklega vegna þess að meðferð við því hafi oft verið ófullnægjandi eða gengið til baka. Tíðni flestra bit- og rýmisfrávika á íslandi reyndist mun lægri en fram hefur komið í erlendum rannsóknum E 72 Áhrif sneiðinga þráða í tannvegi á stöðugleika eftir tannréttingameðferð Kristín Heimisdóttir1, Bjarni Elvar Pjetursson2, Sabine Ruf3, Urs Gebauer2, Niklaus Peter Lang2 'Tannlæknadeild HÍ, 2tannlæknadeild Háskólans í Bern, Sviss, 3tannlæknadeild Háskólans í Giessen, Pýskalandi kristin@tennur.is Inngangur: Sneiðing þráða í tannvegi (circumferential supracrestal fiberotomy) eftir tannréttingameðferð hefur verið notuð til að auka stöðugleika tanna og til að varna því að tennur skekkist að nýju. Rannsóknin beindist að því að athuga hvort munur væri á stöðugleika tanna sem væru sneiddar (fiberotomized) eða ekki, skoðað innan munns í sama einstaklingi. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.